Réttur


Réttur - 01.04.1979, Qupperneq 11

Réttur - 01.04.1979, Qupperneq 11
mat, heilbrigði, mannsæmandi húsnæði, og undirstöðumenntun. Hverjar eru svo þessar ógnvekjandi staðreyndir um börn- in í þróunarlöndunum? FjölgancLi heimur. Mannfjöldinn í heiminum náði 4000 miljóna markinu árið 1970. Hann hefur vaxið stöðugt síðustu árin eða u. þ. b. 2%, þó er fjölgunin misjöfn eftir heims- hlutum. A árunum 1900—75 jókst mann- fjöldinn í heiminum um þriðjung eða úr 3000 í 4000 miljónir. Um 5/0 þess- arar fjölgunar urðu í þróunarlöndunum eða um 835 miljónir en á Vesturlöndum fjölgaði aðeins um 155 miljónir á sama tíma. Frá sjónarhóli mannfjöldafræðinn- ar eru þróunarlönd þau svæði, þar sem: fæðingartalan er hærri en 30 af 1000: mannfjöldinn vex um 2—3% á ári; þriðj- ungur íbúanna er undir 15 ára aldri og þriðjungur vinnuaflsins eða meira bygg- ir lífsafkomu sína á landbúnaði (akur- yrkju). Samkvæmt þessu búa 70% af íbúum heimsins í þróunarlöndum. Og ef við förum nánar út í fjölgunina ]xí munu u. þ. b. 128 miljónir barna hafa fæðst árið 1975. Þetta þýðir 4 börn á sekúndu, 242 á mínútu og yfir 349.000 á dag. (íbúafjöldi á íslandi árið 1978 var rúmlega 210.000). Samkvœmt. upplýsingum frá skrifstofu Alþjóðabarnaárs Sameinuðu þjóðanna fjölgar börnum undir 15 ára i þróunar- löndunum úr llfíS miljónum árið 1970 i 1391 miljón árið 19S0. Á Vesturlöndum verður fjölgunin aðeins lir 312 miljónum árið 1970 i 331 miljón árið 19S0. Rétt er að taka það með í reikninginn að mest verður fjölgunin í fátækustu þróunar- löndunum, sem jafnframt eru flest hvei þau fjölmennustu. Það skal tekið fram Björn Þorsteinsson kennari að fæðingum hefur líka fækkað síðustu árin í mörgum þróunarlandanna. Barna- dauði er jafnframt mikill í þessum lönd- um, t.d. er dauði barna undir 5 ára aldri allt að 70% í sumum ríkjum Afríku og Asíu. Aftur á móti er barnadauði á Vest- urlöndum aðeins 4—5% að meðaltali. Hungur og vanncering Eitt rnesta vandamál heimsins í dag er minnkandi matvælaframleiðsla í l jölda þróunarlanda. í desember s.l. upplýsti forseti Sjóðsins um landbúnaðarþróun, A1 Sudeary, að örfá þróunarlönd hefðu nú síðustu árin náð aukningu yfir 2% á ári í matvælaframleiðslu, og í sumum 91

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.