Réttur - 01.04.1979, Side 12
200 miljónir barna undir 5 ára aldri eru vannærð.
tilfellum hefði framleiðslan hreinlega
minnkað. í 58 þróunarlöndum með næst-
um helming af íbúum þriðja heimsins
varð aukningin í matvælaframleiðslnnni
minni en fólksfjölgunin. í tölum frá
Sameinuðu þjóðunum segir að árlega líði
350 miljónir fyrir þessi vandamál á einn
eða annan hátt. Verstu óvinir barnanna í
þróunarlöndunum eru hungur og van-
næring. Og segja skýrslur Alþjóðalieil-
brigðismálastofnunarinnar sína sögu.
Samkvæmt þeim verða 100 þúsund börn
blind árlega vegna A-vítamínskorts sam-
fara annarskonar vannæringu. Um 10
miljónir barna þjást vegna alvarlegs
skorts á eggjahvíturíkri og orkuríkri
fæðu. Og um 80 miljónir verða fyrir barð-
inu á allskyns sjúkdómum öðrum, sem
rekja má til lélegrar fæðu eða fæðuskorts.
Það hefur verið áœtlað að yfir 200 milj-
ónir barna 5 ára ogyngri, um helmingur
barna í þróunarlöndunum, séu vannœrð.
í sumum rikjum Suður-Ameriku deyja
meira en helmingur barna undir 5 ára
aldri af völdum sjúlidóma, sem rekja má
til nœringarskorts. Ofrískar konur og
börn á brjósti þurfa meira af eggjahvítu-
ríkri fæðu heldur en hægt er að veita
þeim í mörgum þróunarlöndunum.
Aðalástæðan eru lágar tekjur fjölskylcl-
unnar. Þar við bætist að margar konur í
þessum löndum verða að vinna erfiðis-
vinnu á meðgöngutímanum. Vannæring
móðurinnar veldur því oft andvanafæð-
ingu eða fósturláti. Ef barnið fæðist lif-
andi getur það haft varanleg áhrif ;í
heilsu þess og þroska.
Ömurlegar aðstœður
Hreint vatn, viðunandi hreinlætisað-
staða og nægur matur eru nauðsynlegar
forsendur til þess að maðurinn geti ver-
ið heilbrigður og hraustur. Um 2000
miljónir manna í þróunarlöndunum
ha.fa ekki möguleika á að ná i lireint
vatn nema endrum og eins. Og um 1000
miljónir verða að vera án almennilegrar
salernisaðstöðu. Það er m.a. jæss vegna
sem fólk á þessum svæðum deyr úr sjúk-
dómum, sem fólk á Vesturlöndum deyr
ekki úr við venjulegar aðstæður, s.s. in-
flúensu, berklum, lungnabólgu, misl-
92