Réttur - 01.04.1979, Page 13
ingum og malaríu. Samkvæmt skýrslum
frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
frá jiví í apríl í vor ern þessir sjúkdómar
helstu dauðavaldar barna í þróunarlönd-
unum fyrir utan sjúkdóma af völdum
næringarskorts.
Við jressa ömurlegu upptalningu
bætist svo húsnæðisskortur eða húsnæði,
sem á Vesturlöndum teldist ekki til
mannabústaða. í mörgum stærstu borg-
um þróunarlandanna búa miljónir
manna í fátæktarhverfum í ömurlegum
hreysum eða jafnvel á götunum. Það eru
því ömurleg lífsskilyrði sem ótölulegur
fjöldi barna verður að lifa við, ef á ann
að borð þeim tekst að lifa af. Fulltrúar
SÞ telja, að til jiess að hægt verði að mæta
þörfinni íyrir viðunandi húsnæði á ár
unum 1970-80 verði að byggja 263 milj-
ónir íbúða eða um 75.000 á dag.
Menntun?
Maðurinn er í rauninni lielsta auðlind
livers samfélags, ef svo má að orði kom-
ast. lJess vegna er nauðsynlegt að fjár-
lesta í manninum. Ein besta fjárfesting-
in er að mennta hann, þ. e. að kenna
honum að lesa og skrifa. Með j)ví verð-
ur hann færari um að þroska sig og j)ar
með hæfari til að mæta þeim erfiðleik-
um sem hann verður fyrir á lífsleiðinni.
Eins og nú er háttað mun um helmingur
íbúa þróunarlandanna yfir 15 óira aldri
vera ólæs og óskrifandi eða um 760 rnilj-
ónir rnanna. Ef tekið er eftir heimsálf-
um kemur í Ijós að ólcesir og óskrifandi
eru i Evrópu um 5%, i Afriku um 70°/o,
Asíu 50% og Suður-Ameríku 25%. Ólœsi
og fátœkt fylgjast að. Jafnvel í þróunar-
löndum þar sem ástandið er þolanlegt
livað snertir fjölda kennara og skóla, lýk-
ur fjöldi barna aldrei barnaskóla. Fjöl-
„Flóðblinda" er hræðilegur sjúkdómur. Uppundir
300 miljónir manna hafa meira eöa minna þjáðst
af honum.
skyldur þeirra Jrarfnast þeirra sem vinnu-
afls. Þess vegna er ekki nóg að mennta
kennara og byggja ski'ila. Tekjur einstakl-
inganna verða að aukast verulega.
Menntunarvandamál þróunarlandanna
er fyrst og Iremst á hve fáum sviðum er
menntað og hversu hóparnir eru fáir og
sérhæfðir. Undanfarin ár liafa þó mörg
þróunarlönd lagt aukna áherslu á barna-
menntun. Sérstaklega hefur jrað aukist
að stúlkur fái nú að ganga í skóla, en jrað
hefur verið ákaflega fátítt til jressa, sér-
staklega á [)etta við um Afríku og stóra
hluta Asíu. Samt sem áður er hlutlall
barna sem ganga í skóla t. d. í fátækustu
þróunarlöndunum ennþá alltof lágt, eða
aðeins 58% barna á aldrinum 6—11 ára
93