Réttur - 01.04.1979, Page 16
upplestra hans hér, t.d. í hátíðasal Há-
skólans 1942, er slíkt ofstæki næstum
óskiljanlegt. — Vorið 1943 reit Nordal
Grieg þessnm ráðherra bréf, er Lippe2)
birti. Misseri síðar féll Grieg í stríðinu,
fórst í sprengjuflugvél yfir Berlín.
Just Lippe varð kapteinn í norska
hernum og er rauði herinn hóf að frelsa
Norður-Noreg úr helgreipum Hitlers,
var Lippe sendur þangað af norsku her-
stjórninni,, til þess að starfa sem skipu-
leggjandi samstarfsins milli norska og
sovéska hersins. — Þar kornst hann og
að nokkru, er sýndi framferðið hjá
norsku stjórninni lyrir stríð gagnvart
kommúnistum: í skjalasafni póststofunn-
ar í Kirkenes var listi yfir „grunsamleg-
ar“ persónur, og skyldu bréf þeirra rit-
skoðast á laun. Meðal hinna „grunsam-
legu“ nafna var nafn Nordal Griegs. Og
sá, sem hafði fyrirskipað ritskoðun þessa
var sérstakur fulltrúi ríkislögreglunnar,
er gæta skyldi „öryggis Noregs". Sá hét
fonas Lie, síðar ráðherra í svikara-stjórn
Quislings.
Just Lippe liafði því kynnst mörgu í
lífi sínu og skyggnst á bak við þau
hræsnistjöld, sem auðmannastéttin breið-
ir ylir vald sitt og kallar liið eina sanna
lýðræði.
Eftir stríð starfaði Just Lippe löngum
sem blaðamaður við „Friheten" og var
ritari flokksins 1949—63. Síðan ritaði
hann sögu flokksins fram að 1940.
Just Lippe vann alla sína ævi í þágu
þeirrar hugsjónar, er hann ungur ciðlað-
ist. Hann lifði stórfenglega sigra sósíal-
ismans, ægilegar fórnir hans í baráttunni
við fasismann og sorgleiki þá, er nísti
hjarta hans sem fleiri. En drauminn
mikla, hugsjónina um fullkominn sigur
átti hann til hinstu stundar. Hann segir
svo m.a. í kveðjubréfi til félaganna, er
lesið var við gröf hans:
„Sérhver maður verður að eiga sinn
draum, sagði eitt sinn vitur maður.
Draumur minn frá bernskutið var um
Ijjóðfélag sósíalismcms: Samfélag mann-
anna, reist á grunni friðar og réttlætis
og á sameiginlegum vilja allra til að út-
rýma öllu ranglœti. Ekkert hefur lirifið
mig meir og knúð fram lil baráttu en
viðureign mannsins við erfiðleikana,
mótlætið og kúgunina.
Ekkert hefur getuð vakið mér gleði og
bjartsýni svo sem eldur brynni i æðum
eins og sigur mannsins i slikri baráttu.
Því var ég ætið uppreisnarinnar maður.
í peirri uppreisn hef ég eignast ykkur,
vini mína. Án ykltar hefði ég ekki getað
skapað mér þann grundvöll, sem var og
va-rð tilvera mín.
Fyrir pessa vináttu er ég ykkur pakk-
látur og pvi pakklæti eru engin takmörk
sett. ()g við pessar pakkir vil ég bæta pvi,
sem hefur orðið reynsla mins lifs: Minn-
ist pess að varðveita ætíð drauminn i
huga ykkar og hjarta.
Veitist ykkur ætið próttur til að halda
draumnum lifandi.
F.n vita skulið pið að veruleikinn verð-
ur og hlýtur að verða öðruvísi en draum-
urinn sjálfur. Ef menn gera sér pað Ijóst,
verður og kleift að bera öll vonbrigði.
Og við getum tekið peim með „sama
ósæranlega brosinu
Lífsfélagi Lipps til hinstu stundar var
Asvor Ottesen, sein sjálf er lögfræðingur.
SKÝRINGAR:
]) I „Norges Kommunistiske Partis Historie", sem
Lippe samcli, kom til 19fi.3. Tilvitnunin er ;i
bls. 326-9.
2) Á sama stað'.
96