Réttur


Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 19

Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 19
I. H ver á að borga fyrir heimagerðu verðbólguna? Þeir, sem í óhófslifnaði hafa safnað ógrynni eigna í skjóli hennar og síaukið hana, - eða hinir sem í 30 ár hafa orðið að berjast við afleiðingar hennar, m. a. með óheyri- Eegum þrældómi og fórnfrekum verkföllum. Hin skipulagða verðbólga sem vopn atvinnurekenda í stéttabaráttu þeirra gegn verkalýðnum hefst x mars 1950 að undirlagi ameríska valdsins, þegar það hafði sölsað undir sig yfirstjórn íslensks efnahagslífs í krafti Marshallsamnings- ins.1) Dýrtíð halði verkalýðurinn kynnst áð- ur en nú skyldu verkfallsvopn hans brot- in að ráði amerískra auðjöfra. Ríkisstjóin afturhaldsins hafði skuldbundið sig með Marshallsamningnum við Bandaríkja- stjórn til að skiá (það, sem hinni síðar- nefnu fannst) „rétt gengi“. Samtímis var atvinnuleysinu kornið á samkvæmt amer- ískum fyrirmælum.2) I gengislækkunarfrumvarpinu, sem fulltrúi Bandaríkjastjórnar lét „íslensku” ríkisstjórnina leggja lyrir Alþingi 1950, var gengi dollarans hækkað úr 6.50 kr. í 16.32 kr. Og jafnframt var í rauninni ætl- ast til þess að sú gífurlega kauplækkun, sem af þessu leiddi, skyldi haldast ætíð framvegis. hað átti að tryggja með 2. gr. frumvarpsins, er hljóðaði svo, er frum- varpið var lagt fyrir: „Landsbanka íslands er skylt að taka sérstaklega til athugunar gengisskrán- ■ngu íslenskrar krónu, þegar almenn breyfing verður á kaupgjaldi önnur en sú, sem kveðið er á í lögum þessurn." Landsbanki íslands var á þessum árum einnig Seðlabanki íslands. , Launalækkunin, sem af þessu leiddi þá, mælt í stigum hvað kaupgetu tíma- kaups snerti, var þessi: 1947 hafði kaup- getan komist hæst, miðað við 1945: 100, upp í 104 og var 1949 102. En eftir geng- islækkunina 1950 verður hún 84. - (1947 hafði íslenskur hafnarverkamaður tíma- kaup, sem jafngilti 1.40 dollurum, sama kaup og bandarískur verkamaður þá; 1953 var tímakaup þess ameríska 2.10 dollarar, hins íslenska samsvaraði J^á 0.89 doll.). Sósíalistaflokkurinn stóð bæði gegn Marshallsamningnum og gengislækkun- arlögunum, sem settu ísland í afstöðu efnahagslegrar nýlendu gagnvart amer- ísku auðvaldi. , Aumingja Aljxýðuflokkurinn samþykkti A4arsliallsamninginn, en þorði ekki að taka ábyrgð á efnahagslegum kúgunarað- gerðum hans, gengislækkuninni o. s. frv. Verkatyður íslands hefur síðan í 30 ár barist fyrir því að ná sömu kaupgetu timakaups og hann hafði 1947 - og fyrsl eftir aldarfjórðungsbaráttu tókst það um tima 1973 og aftur 1977. En atvinnurekendastétt og braskarar íslands hafa auðvitað alla þessa áratugi verið æstir í að hlýða þessum upphaflegu bandarísku boðorðum. Þessar „yfirstétt- 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.