Réttur - 01.04.1979, Page 21
LÍNURIT: KAUPMÁTTUR TÍMAKAUPSINS
Hér sést hvernig gengislækkanirnar eru gerðar tii að lækka kaupmátt timakaups og hvernig verka-
lýðurinn á í sífelldu varnarstriði til að reyna að ná kaupmættinum frá 1945—47 á ný. (Nánar um þetta
í Rétti 1976, bls. 213—216 og 1969 bls. 68—74). Myndin sýnir þróunina 1945—1969. Línuritið á vinstri
síðu er gert af Ásmundi Stefánssyni, hagfræðingi ASÍ og sýnir þróun kaupmáttarins frá ca. 1916 til
ca. 1973.
ir“ hafa alltai velt þeim kauphækkunum,
er verkalýðurinn knúði fram sér til varn-
ar, yfir í verðlagið, - talið það svo sjálf-
sagt mál að annað kæmi ekki til greina.
Þannig hefur valdastéttin á islandi
gert verðbólguna að aðalgróðalind
sinni:1) lækkað í krafti hennar kaupgjald-
ið, -2) skorið niður með henni milljónalán
sín hjá ríkisbönkunum, -*) og margfaldað
verðmæti eigna sinna í krónutölu að
sama skapi.
En yfirstéttin hefur með þessu ekki að-
eins gert verðbólguna - mestmegnis
framkvæmda með gengislækkunum
flokka hennar — að svikamyllu gagnvart
verkalýðnum, sem hefur vegna þessa orð-
ið að þrœla lengri vinnutima en nokkur
verkalýður i Evrópu, heldur hefur þessi
valdastétt um leið með þessari verðbófgu
sinni orðið á einu sviði versti bölvaldur
ísfensku þjóðfélagi sem heild: sem sé á
skipulagssviðinu, — jiannig að íslenskt
auðvaldsskipulag er verst skipulagt allra
auðvafdsþjóðfélaga í Evrópu.
Kauphækkanir þær, sem verkalýður
Evrópu og Bandaríkjanna knýr fram eru
auðvaldinu höfuðlivati til betra skipulags
á atvinnu- og viðskiptalífinu: þær knýja
atvinnurekendur til að duga eða drepast,
— og þeir geta aðeins dugað með því að
fækka í sífellu atvinnurekendum sjálfum,
gera fyrirtækin stærri og betur rekin.
101