Réttur


Réttur - 01.04.1979, Qupperneq 26

Réttur - 01.04.1979, Qupperneq 26
III. „A]iká]farnir“ ofmetnast og hóta alþýðunni, er elur þá, allsherjarstöðvun og hungri Þegar olíuhækkunin mikla skall á í maí-júní 1979 og erliðleikar ríkisstjórn- arinnar uxu jrarmeð, þá hugði alikálfa- klíka sú, sem kallar sig „Vinnuveitenda Samband íslands" tímann til kominn til að láta til skarar skríða og ganga milli bols og höfuðs á ríkisstjórn og verkalýðs- samtökunum í senn. Klíka þessi, sem venjulega er samdauna stjórn Ihaldsins, hóf tvær atlögur í senn: Annarsvegar: gífurlega áróðursherferð fyrir algeru „frelsi" sínu, en með því fagra orði vill hún breiða yfir inntak þess er undir býr, en það er „alræði brask- aranna“ til að skera niður lífskjör alþýðu og tortíma efnahagslegu sjálfstæði Islands - og skal þetta nánar rætt á eftir. Hinsvegar: hótun um allsherjarverk- bann, ef hún fengi ei vilja sinn fram - og er þetta í fyrsta sinn í Islandssögunni, sem slíku er hótað. Þó ætlaði valdaklíka þessi sjálf að ráða undanþágum — og grunaði ýmsa að meðal undanþáganna yrði t.d. prentun Morgunblaðsins (og máske Dagblaðsins) eins, svo þessir valda gírugu menn réðu því hvað fólk fengi að lesa. Sá prentarastéttin hvert stefndi og lýsti yfir verkfalli frá sama tíma og þetta rannverulega „valdarán" atvinnurek- endaklíkunnar átti að Iiefjast. - Ekkert varð úr verkbanni jneirra oflátunga, sem nú hafa tekið forustu í atvinnurekenda- stétt. En rétt er alþýðu að hafa í huga að glöggt er joað nú hvað jDeir vilja. - og þess skal minnst að þessa hótun dirfast þeir menn að setja fram, sem fá lán allt upp í 100% frá ríkinu til kaupa á ýmsum framleiðslutækjum sínum, svo sem tog- urunum, — og heimta rekstursfé af ríkis- bönkunum í mestallan rekstur sinn. Skal jæssi frekja oflátunganna íhuguð síðar I þessum kafla. I. Það liggur í augum uppi fyrir hvern mann með heilbrigða skynsemi, að þeg- ar verðhækkun erlendrar nauðsynja- vöru eins og olíu, sem krefst allt að 40 milljarða króna greiðslu af hálfu þjóðar- innar móts við það, sem var á fyrra ári, þá eru einu vitrænu og ábyrgu viðbrögð þau: 1) að spara á innflutningnum eins og hægt er - og það er óhugsandi án yfir- stjórnar ríkisvalds, - 2) að auka innlenda iðnaðinn eins og framast er unnt, ekki síst til útflutnings, til að bæta við fiskút- flutninginn, - og 3) að setja hverja hönd að verki fyrst og fremst í framleiðslunni. Þannig væri nokkur von að vinna upp með góðri skipulagningu á framleiðslu- öflum íslands: vinnuafli og tækjum, það sem tapaðist vegna olíuhækkunarinnar. En hvað heimta Jiá alikálfarnir? Þeir heimta að öll „verðmyndnn verði 106

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.