Réttur - 01.04.1979, Qupperneq 42
við húsbyggingar (klæðning o.fl.) auk
fjölmargra annarra nota.
Alusuisse framleiðir úr áli bæði hálf-
unnar vörur (t.d. álþynnur livers konar
lyrir byggingar-, bíla- og matvælaiðnað)
og fullunnar vörur eins og spraybrúsa,
dósir, kæligeymslur og eldhúsáhöld.
Alusuisse á völsunar- og mótunarverk-
smiðjur í Bandaríkjunum, V-Þýzkalandi,
Sviss, Bretlandi, Brasilíu, Nígeríu og
víðar." Undir áldeild fellur einnig fram-
leiðsla elektróða, en þær eru nauðsynlegt
hráefni við álframleiðsluna.
Árið 1976 var framleiðslugeta áldeild
arinnar þessi:10
Súrál 1780 þús. tonn
Á1 722 þús. tonn
Elektróður 670 þús. tonn
Hálfunnar vörur 790 þús. tonn
Eullunnar vörur 193 þús. tonn
2. Námuiðnaður
Aðaláherzlan er lögð á báxítnám. 1974
var framleiðslan 5,15 milljón tonn (tafla
2),11 en 5,7 milljón tonn 1975, þar af 78%
frá Gove í N-Ástralíu.
Á vegum námuvinnslunnar hefur ekki
aðeins verið rannsakað hugsanlegt báxít-
nám, heldur einnig hugsanleg salt- (V-
Þýzkaland), úraníum- (Mið-Afríkulýð-
veldið) og flússpatvinnsla (Bretland).1-
3. Efnaiðnaður
Hann hefur reynst geysiþýðingarmik-
ill. Árið 1976 var efnaiðnaðardeildin með
84% fjármagnsstreymisins, en 20% vell-
unnar.13
Framleiðslan er margvísleg, svo sem
efni fyrir byggingariðnaðinn, kísil- og
kalsíumkarbítur, tilbúið grafít, plast
(PVC, jicdyetylene, frauðplast), köfnunar-
efnisáburður, sorbítól, nikótínsýra, klór,
vítissódi og ýmis efni fyrir lita- og lyfja-
iðnað.
Starfsemin er víða, t.d. í Sviss, V-
Þýzkalandi, Ítalíu og Bandaríkjunum.
4. Verkfræðiþjónusta
Innan þessarar deildar eru 7 verktaka-
og ráðgjafafyrirtæki.13 Viðskiptin hafa
beinst mikið að vanþróuðum löndum.
1976 gerði verkfræðideildin samninga í
Venezúela, Guineu, Gabon, Nígeríu,
Egyj^talandi, Suður-Arabíu og Iran njajj
á 2 milljarða svissn. franka13 (nálægt 400
milljörðum ísl. króna, skv. gengi í marz
1979).
5. Orkuframleiðsla
Alusuisse á hlut í fjölda orkuvera.
Flest eru það vatnsvirkjanir, en einnig
nokkur varmaorkuver; ennfremur á Alu-
suisse hlut í nokkrum kjarnorkuverum í
Sviss.14 Árið 1974 bjuggu 5 þeirra dótt-
urfyrirtækja Alusuisse sem utan heima-
landsins eru að eigin orkuverum eða
unnu að orkuframleiðslu.15
Orkuframleiðslan var í árslok 1976
4280 GWh (gígawattstundir)10. Sama ár
var raforkuframleiðsla íslendinga um
2400 GWh.
122