Réttur - 01.04.1979, Page 44
að yíirtaka bandaríska fyrirtækið Hey-
ward Robinson20 og kaupa 38,4% hluta-
fjár svissneska fyrirtækisins Motor-
Columbus (MC).W MC var með 260
milljón dollara veltu 19772t og á hlut í
yfir 35 fyrirtækjum.18
Alusuisse, I.onza, MC og Atel (fyrir-
tæki tengt MC) hafa sameiginlega stjórn
orkumála og mynda ALMA-samsteyp-
una.22
Consolidated Aluminium Corporatiou
(Conalco) er 4. stærsti láttmálmsframleið-
andi Bandaríkjanna.23 Alusuisse á 60%
hlutafjárins, en 40% á Phelps Dodge,
annar stærsti koparframleiðandi Banda-
ríkjanna23 (velta 1977: um 959 milljón-
ir $, starfsmenn um 14000).24 Conalco
keypti árið 1974 áldeild Olin samsteyp-
unnar og á 66% í Ormet Corporation.
Ormet á m.a. 250 þúsund tonna álver í
Hannibal í Ohio og 600 þúsund tonna
súrálverksmiðju í Louisiana (tafla 1).
Conalco framleiðir mikið af elektróðum
og hálf- og fullunnum álvörum. Velta
fyrirtækisins var um 608 milljón .$ árið
1977.25
Eins og af þessu sést eru fjölþætting
og umsvif aukin með því að kaupa upp
fyrirtæki heima og erlendis, en Alusuisse
hefur einnig stofnað ný dótturfyrirtæki.
Stærsta dótturfyrirtækið í Ástralíu er
Austraswiss. Það rekur í samvinnu við
ástralska fyrirtækið Gove Alumina Ltd.
námu og súrálverksmiðju í Gove í Norð-
ur-Ástralíu. HÍutur Alusuisse er 70% en
hlutur Gove Alumina Ltd er 30%.20
Starfsemin í Gove er undirstaða álfram-
leiðslu Alusuisse (tafla 1 og 2).
Enn er Alusuisse á ferðinni. Við Sierra
Los Pijiguaos í Venezúela fundust 1977
miklar báxítbirgðir og í lok sama árs
gerði Alusuisse samkomidag við ríkis-
stjórn Venezúela um stofnun fyrirtækis-
ins Interalumina, sem ætlað er að sjá um
uppbyggingu og starfrækslu námu og súr-
álverksmiðju á staðnum. Hlutur Alu-
suisse í Interalumina er 15% og ríkisins
85%. Framleiðslugeta verksmiðjunnar
verður 1 milljón tonn af súráli, og á hún
að taka til starfa 1981.27
Einnig er í bígerð 160 þúsund tonna
álverksmiðja í Zaire, sem Alusuisse reisir
í samvinnu við þarlend stjórnvöld.28
Nokkur dótturfyrirtæki Alusuisse hafa
sérstöðu. hetta eru allt saman fjármála-
fyrirtæki, og þau einu sem Alusuisse á
(febrúar 1975):15
Alusuisse International NV, Curacao
Alusuisse Overseas NV, Curacao
Lonza Intemational NV, Curacao
Alusuisse Overseas Ltd, Brezku Jómfrúr-
eyjum.
Staðsetning þeirra vekur ýmsar spurn-
ingar. Curacao er eyja í Hollenzku Indí-
um úti fyrir strönd Venezuela, 426 km2
að stærð, og eru íbúarnir um 155.000
(1974). Túrismi og olíuhreinsunarstöð
Shell eru hornsteinar atvinnulífsins.
Stjórnvöld reyna mikið til að laða að er-
lend fyrirtæki, t.d. með fríverslunar-
svæði og skattfríðindum.
Hollenzku Indíur og Bresku Jómfrúr-
eyjar eru „skattafríhafnir“,20 og gæti jrað
óneitanlega skýrt hvers vegna Alusuisse
hefur valið einmitt þessa staði undir fjár-
málaútibú sín.
í ársskýrslu dótturfyrirtækis Alusuisse
á íslandi, ísals, fyrir árið 1975, kemur
fram að „fjármagnsþörfum hafi verið
mætt meðnýju láni aðupphæð 20.000.000
þýzk rnörk, frá Lonza International NV,
Curacoa, og með viðbótarláni frá Alu-
suisse International NV, Curacao, aðupp-
124