Réttur - 01.04.1979, Page 50
verkföllum: 1951, 1952 og síðan 6 vikna
verkfallinu mikla 1955, er knúði þó
kaupgetuna upp yfir 100-markið, og
þannig hélst hún, uns „viðreisnarstjórn-
in“ tók við völdum 1959 og kaupmátt-
urinn snarlækkar.
Heildarreynslan er því sú af þessum
áratug 1950-1960 að meðan þjóðarfram-
leiðslan tvöfaldast stendur kaupgeta
limakaupsins i stað eða minnkar.
Vissulega verða heildartekjur verka-
lýðs meiri en þetta línurit sýnir, af því
hann þrælar í eftir- og næturvinnu meir
en nokkur annar verkalýður í Evrópu.
En eigi íslenskur verkalýður að lifa
af t. d. 40 tíma vinnuviku, fá fyllilega
sinn hlut af sístækkandi „þjóðarköku",
verður hann að gera pólisískar ráðstaf-
anir til þess: taka í æ ríkara mæli stjórn-
ina á þjóðfélaginu, og þá fyrst og fremst
atvinnulífinu og auðskiptingunni í sín-
ar hendur. Fái braskararnir að ráða, þá
skammta þeir sér fyrst eins og þá lystir
af „þjóðarkökunni" og segja svo að
verkalýðurinn verði að sætta sig við af-
ganginn. Tímabilið 1950-60 sýnir hvern-
ig þá er farið að og hve skammt verka-
lýðurinn nær með verkföllum <jg jafnvel
með vinstri stjórnum, sökum þess hvern-
ig Framsókn sprengir þær ætíð á kaup-
gjaldsmálunum og sér um að hlífa af-
ætunum.
Til Jæss eru vítin að varast þau.
130