Réttur - 01.04.1979, Page 54
INNLEND 1
VÍÐSJÁ 1
Réttindabætur verkalýðs
Á undanförnum mánuðum hef ur mjög
verið rætt um svonefndan „félagsmála-
]Kikka“ ríkisstjórnar og verkalýðshreyf-
ingar. Þessi pakki fól í sér lagasetningar
um margvísleg réttindi launafólks og
hækkun fjárframlaga til fræðslumála og
annarrar starfsemi verkalýðshreyfingar-
innar. Hér er um að ræða eftirfarandi
lög:
1) Lög um réttindi verkafólks til upp-
saguarfrests frá störfum og til launa
vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Þessi
lög auka til muna atvinnuöryggi
verkafólks þar eð réttindaávinningur
er nú bundinn við starfsgrein en ekki
tiltekinn atvinnurekenda og upp-
sagnarfrestur verður nú lengri en áð-
ur. Þessi lög fela ennfremur í sér að
verkafólk á nú í veikinda- og slysatil
fellum rétt til greiðslu dagvinnu
launa í þrjá mánuði en áður var þessi
réttur takmarkaður við einn mánuð
og unnið hefði verið hjá sama at-
vinnurekenda. Ýmis önnur ákvæði
laganna auka enn frekar tekjuöryggi
verkafólks þegar veikindi ber að
höndum.
2) Lög um 40 stunda vinnuviku sem
lögfesta að vinnuvikunni sé í raun
lokið kl. 17.00 á föstudögum og taki
þá næturvinna við. Þessi lög marka
þá stefnu stjórnvalda að hamla gegn
óhóflega löngum vinnutíma. Þau eru
þó aðeins fyrsta skrefið í átt að því
að afnema eftirvinnu.
3) Lög um orlof sem tryggja launafólki
greiðslu orlofsfjár á réttum tíma og
ávöxtun þess með eðlilegum hætti.
Ásamt breytingum á reglugerð koma
þessi lög í veg fyrir að atvinnurek-
endur geti misnotað orlofsfé starfs-
fólks og látið það rýrna að verðgildi.
4) Lög um ríkisábyrgð á launum við
gjaldþrot, sem tryggja að örorkubæt-
ur, dánarbætur eða aðrar slysabætur
glatist ekki J^ótt fyrirtæki verði gjald-
þrota, en í fyrri lögum var alvarlegt
gat þessa efnis. Nú eru bætur til
starfsmanns, maka eða barna tryggð-
ar þótt atvinnurekandi verði gjald-
jn'ota.
5) Lög um skipti á dánarbúum og le-
lagsbúum sem eru tengd lögum um
ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot
og lengja forgangsrétt launakröfu og
annarra krafna launafólks, svo sem á
örorku- og dánarbótum, úr 6 mánuð-
um í 18 mánuði.
0) Lög um lögtak og fjárnám sem ákveða
að lögtaksréttur taki einnig til þeirra
umsömdu greiðslna sem atvinnurek-
endum ber að standa skil á í orlofs-
sjóði svo og til allra iðgjaldsgreiðslna
í lífeyrissjóði.
134