Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 4

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 4
alþjóðamálum og aukna hættu á átökum milli þjóða og innbyrðis í einstökum ríkjum. Og ráðstefnan taldi brýna nauð- syn að bregðast við þessum hættum tafar- laust. Þessi alþjóðafundur í Kanada um breytingar á gufuhvolfi jarðar skoraði á allar ríkisstjórnir, Sameinuðu þjóðirnar og sérstakar stofnanir þeirra, stjórnendur atvinnuvega og menningarstofnanir, en einnig óopinberar stofnanir og einstakl- inga að leggjast á eitt um að draga úr þessari yfirvofandi hættu vegna mengun- ar andrúmsloftsins. Engin þjóð getur upp á eigin spýtur náð tökum á þessu vanda- máli. Alþjóðasamvinna er óhjákvæmileg til að stjórna þessum aðgerðum og hrinda þeim í framkvæmd, að ógleymdum nauð- > synlegum rannsóknum. Ráðstefnan skoraði á ríkisstjórnir að einbeita sér að því að gera áætlun um að vernda gufuhvolf jarðarinnar. Til þess þyrfti alþjóðlegan sáttmála ásamt öðrum einstökum samningum og reglugerðum, en einnig löggjöf í einstökum ríkjum til þess að vernda lofthjúpinn. Og ráðstefn- an skoraði líka á þjóðir heims að stofna alþjóðlegan sjóð í þessu skyni, að ein- hverju leyti með skattlagningu á notkun olíu og annarra jarðefna til eldsneytis í iðnaðarríkjum, til þess að standa undir verulegum hluta þess kostnaðar sem af þessum aðgerðum leiðir Það er skemmst frá að segja, að álykt- anir fundarins um þessa yfirvofandi hættu eru miklu skorinorðari en ég hef áður heyrt. Fram að þessu hafa menn talað varlegar og bent á, að rannsóknir þyrftu að verða víðtækari áður en svo afdráttar- lausar yfirlýsingar væru gefnar. Auðvitað viðurkenna allir, og þá sjálfsagt líka þess- ir 300 vísindamenn og áhrifamenn sem ráðstefnuna sátu, að enn vanti mikið á fullkomna þekkingu á þessum mengunar- málum. En afstaða þeirra virðist vera sú, að hættumerkin séu orðin svo alvarleg, að þau séu ekki einungis nægileg til að hefj- ast handa, heldur geri þau það beinlínis óverjandi að sitja lengur auðum höndum. Það er einkum þrennt sem veldur þess- um ugg manna. í fyrsta lagi eru það gróð- urhúsaáhrifin , sú varmagiidra, sem ef til vill mætti kalla svo, og er orðin til vegna ýmissa lofttegunda, sem nú fara sívax- andi. Þær tefja hitageislun frá jörðinni út í geiminn, en eru sólarljósinu engin telj- andi hindrun að hita loft og láð. Af þessu stafar hlýnun, hækkun sjávarborðs, rösk- un á úrkomubeltum jarðarinnar og sífellt tíðari áföllum af óvenjulegu veðurfari. í öðru lagi er það skerðing ósonlagsins. Og í þriðja lagi má svo nefna „súrar“ lofttegundir og eitraðar, sem dreifast vítt um jörð. En afleiðingarnar eru víðtækar. Þar má nefna: 1. Ógnun við heilsufar og hagsæld. 2. Fæðuöflun verður ótryggari vegna uppblásturs af völdum þurrka og vegna meiri áraskipta og vandkvæða í landbúnaði, einkum á sumum þýð- ingarmiklum landsvæðum, þar sem korn er ræktað í stórum stíl. 3. Erfiðleikar aukast við að afla neyslu- vatns. 4. Stjórnmálaástand verður ótryggara og hætta eykst á átökum þjóða. 5. Efnahagsbati torveldast og örðugra verður að útrýma fátækt. 6. Hætta er á að sífellt fleiri dýra- og plöntutegundir sem afkoma manna byggist á, þverri eða deyi jafnvel út. 7. Hætt er við að ýmis vistkerfi, svo sem skógar, láti mjög á sjá og lífið vcrði þar fábreyttara. 100

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.