Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 8

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 8
Sósíalisminn sigrar ef auðvaldið ekki útrýmir mannkyninu áður Fávísir áróðursmenn auðvaldsins reyna að telja alþýðu trú um að sósíalisminn sé búinn að vera, einmitt nú, þegar næstum helmingur mannkyns býr við frum- stig sósíalískrar þróunar. Sósíalisniinn nú verður fyrst og fremst að vera vald Þegar alþýðan nær völdum til þess að fá þannig frumskilyrði til að framkvæma hugsjón sína um bræðralag mannanna, sameign og samhjálp, brýtur auðmanna- stéttin þetta vald alþýðu, kæfir það í blóði eins og gerðist 1871 með Parísarkomm- únuna, er verkalýður Evrópu fyrst tók völd í sínar hendur. Fyrsta skilyrði til þess að sósíalisminn fái að komast á, lifa og þroskast, er því aö alþýðan sé nógu sterkt vald til þess að geta varist'auðvaldinu og fengið að lifa. Eftir að rússneska byltingin var gerð 1917, réðust 14 auðvaldsríki og herjar á hana 1918 til 1921 til þess að reyna að kæfa hana í blóði. F*að tókst ekki. — 1941-45 reyndi Hitlcrfasisminn þaö sama. 20 milljónir kvenna, barna og karlmanna í Sovétríkjunum létu lífiö í þeim hildarlcik, þriöjungur hins evrópska Rússlands lá í eyöi eftir árásirnar, en Sovétþjóðirnar sigruöu fasismann mcð þessum ógnarfórnum og hctjuskap, — frelsuðu Evrópu frá ógnum nasismans. En auðvaldsstéttirnar gáfust ekki upp við að kæfa sósíalismann í blóði. í Grikklandi var það bandaríski herinn, sem eftir stríðið braut undir sig Grikkland, sem gríski frelsisherinn hafði rekið böðlana burtu frá og frelsað landið. Auðvaldið ameríska óttaðist þróun til sósíalisma, ef Grikkland fengi að vera frjálst. Á Spáni réðst nasisminn og herforingj- ar Francos á þjóöina, er hún eftir 1936 ætlaði að koma á lýðræðislegu þjóðfélagi, sem hugsanlegt var að þróaðist til alþýðu- valda. Og með óbeinni aðstoð enska og franska auðvaldsins tókst á þrem árum að hindra lýðræðislega þróun þar — og koma á fasisma. Óttinn við friðsamlega þróun til sósíalisma sameinaði afturhald Evrópu til illverkanna. í Chile gerðu herforingjarnir uppreisn, myrtu hinn löglega kjörna forseta og tóku völdin, börðu frelsishreyfingar alþýðu niður, — allt af ótta við að sósíalismi fengi að þróast í því landi á þingræðisleg- an hátt. Og meðan níðingsverkið var framið biðu bandarísk herskip úti fyrir 104

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.