Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 35

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 35
Táragasið breiðist um Austurvöll. Lögreglumaður með gasgrímu. dellingar. Parna voru pabbadrengir, pen- ingamenn, kennarar og ágætisfólk af ýmsu tagi, skipstjórar og stýrimenn og hitt og þetta úr öllum stéttum, eins og úti á vellinum. Hvítliðar ryðjast út En þarna gerist ekkert alvarlegt fyrr en þessum Heimdallarlýð, sem er vopnaður inni í húsinu er hleypt út. Nú er búið að halda yfir þeim ræður skilst mér, áður en að því kemur að þeim er safnað þarna saman. Pað er nú svona rétt hægt að ímynda sér hvað þessum piltum hefur verið sagt inni í húsinu, hvað búið var að trylla þá af æsingi til þess að fá þá til að berjast eins og vitlausir menn þegar þeir komu út á völlinn, því þannig voru þeir þegar þeir komu. Þeir komu æðandi með kylfur á lofti og börðu allt sem fyrir var, þeir náðu alveg út að styttu. Það barði nú enginn mig, — einum tókst að berja kon- una mína og barði af henni veskið hennar og hún hefur ekki séð það síðan. Þetta var árangurinn af þessu öllu saman, löngu undirbúinn náttúrlega af ríkisstjórnar- forsprökkunum og kapítalistunum, sem kunna að búa til svona próvokasjón til þess að geta framið sín landráð. Og til þess að geta logið því öllu upp á komm- únista á eftir. Ragnar: En nú voru þarna fleiri en þeir, sem komu frá Miðbæjarskólanum, svo þeir hljóta nú að hafa barið ýmsa af sínum mönnum. Jón Múli: Peir börðu allt sem fyrir var, 131

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.