Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 28

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 28
þegar kominn mannsöfnuður á gangstétt- ina fyrir framan Alþingishúsið og slæð- ingur var af fólki á gangstéttinni næst sjálfum Austurvelli og þá var allt tiltölu- lega friðsamt, þannig að manni gafst góð- ur tími til að virða fyrir sér þann hóp frið- samra borara, sem hafði stillt sér upp við Alþingishúsið sjálft. Það voru spökustu fylgismenn stjórnarflokkanna og þeir voru í sínum venjulega galla, þeir voru ekki með neina stríðsöxi á herðum. Parna voru menn, sem voru okkar pólitísku andstæðingar í málinu, svona svipað á sig komnir eins og við sem tókum þátt í fund- inum við Miðbæjarskólann. Auk þess var lögregla þarna með kylfur og strax eftir að við komum þarna þá fór að verða svona smávegis áreiti milli þess- ara hópa, sérstaklega var það að þeir urðu að þola frýjunarorð og þeir urðu að þola egg þessir menn, sem voru þarna á gangstéttinni fyrir framan húsið og síðan var mannskapurinn að aukast jafnt og þétt þarna fyrir framan húsið og það var óneitanlega vaxandi spenna milli þess hóps, sem var við Alþingishúsið og þurfti að þola svona ýmsar kárínur og þess hóps, sem aftur á móti var að fylgja eftir mótmælum og kröfunni um þjóðaratkvæði. Ég minnist þess að við vorum mættir þarna ansi margir stúdentar, flestir voru róttækir stúdentar, mættu þarna frekar vel, en svo mátti líka sjá Vökumenn í því liði, sem var þarna næst Alþingishúsinu. Og síðan áttum við eftir að sjá fleira. Og þegar liðinn var viss tími þá skeður það allt í einu að lögreglan lætur að sér kveða til þess að skapa sér betra olnbogarúm og svona nokkurskonar varnarsvæði fyrir framan Alþingishúsið og hún gerði þaö að hluta til, eftir því sem ég dæmdi þá og ^íðar, til þess að reyna að verja þá mcnn, sem voru næst húsinu, fyrir skítkasti og eggjakasti og áhrínsorðum. Ragnar: En þið komuð ekki bardaga- klæddir til þessa fundar. Ölafur: Nei, það er alveg klárt, maður kom þarna í skólafötunum sínum, besta frakkanum og með stúdentshúfuna og þetta var enginn stríðsgalli, sem maður var í. Þaá var ekki fyrr en maöur sá hvít- liðana þjóta út úr Alþingishúsinu með kylfur, hjálma, í stríðsgalla, að það rann upp fyrir manni, að það hafði verið allt annar undirbúningur í herbúðum and- stæðinganna hvað þetta snerti og það kom heim viö fréttir sem áður heyrðust að þeir væru með sérstakan undirbúning í Kveldúlfsportinu og víðar til þess að búa sig undir hörð átök. Jón Böðvarsson segir frá Ragnar: Við skulum nú heyra lýsingu eins hvítliða, sem þá var, Jóns Böðvars- sonar, á þeirra atferli þcnnan dag. Jón, þú munt hafa verið í svokallaðri hvítliða- sveit 30. mars 1949. Hvaða fyrirbæri var þetta? Jón B.: Þeim hópi má skipta í tvo flokka. Annars vegar voru allir almennir félagar í Heimdalli á þeim tíma, karl- kyns, og hins vegar 50 manna sérþjálf- aður hópur. Ég var í þeim sem stóð undir Alþingishúsveggnum en ekki í því úrvals- liði, sem var vopnað kylfum inni í hús- inu. Greinilegt er að fyrir þessa atburði hafa forystumenn í Sjálfstæðisflokknum búist við óeirðum þegar atkvæðagreiðsla færi fram um hersamninginn. Þetta er nú aðeins farið aö fyrnast, en ég hygg að viku fyrir þessa atburði hafi verið boðað til mjög áríðandi fundar í Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll og allir boðaðir með símhringingum. Þá héldu tveir menn ræður yfir hópnum. Annar var Ólal'ur 124

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.