Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 22

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 22
lendingar hefðu haft nokkurn pata af þeim fyrirætlunum. En blaðran springur eftir 1. desember 1948, en sr. Sigurbjörn Einarsson var aðalræðumaður stúdenta í útvarpinu þann dag. Ræðan hét: „Haldi hver vöku sinni“ og í henni eru m.a. þess- ar setningar: „Hlutleysið felur í sér hættu, það er ljóst. Það felur í sér hernámshættu, það tryggir ekki gegn árásarhættu. En öll skakkaföll, sem vér verðum fyrir sem hlutlaus þjóð eru bætanleg, hitt verður aldrei bætt, ef vér gefum það upp, með öllu því sem slík uppgjöf fel- ur í sér og leiðir af sér. Þjóðin stenst plágur flestra tegunda, annars værum vér ekki til í dag. Enn myndi þjóðin lifa og geta átt sér framtíð, þótt svo óskaplega færi að helmingur hennar félli fyrir aðvífandi eða stríðandi morðingjum. Hitt lifir hún ekki að gefa upp málstað sinn, hasla sér völl sem hjálenda, láta hernema Iíkama sinn, land og sál.” Nú hófust ofboðslegar árásir á sr. Sig- urbjörn í verðandi Natóblöðum. Fræg- asta málsgrein Morgunblaðsins í því sambandi er líklega þessi: „Lítt mun þeim duga tíst hins smurða Moskvuagents sr. Sigurbjarnar Einarssonar, eftir að guðsmaður sá hefur tilkynnt alþjóð manna, að vel mætti myrða annanhvorn íslending, ef fyrir þær blóðsúthellingar fengist það hnoss að íslenska þjóðin yrði Moskvuvaldinu auðsveip.“ Útvarpsávarp forsætisráðherra, Stefáns Jóhanns Stefánssonar á gamlárskvöld 1948 hleypti nýrri skriðu af stað. En þjóð- hollum mönnum þótti sú ræða hið mesta endemi. Strax 2. janúar hélt Stúdentafé- lag Reykjavíkur fund af þessu tilefni, þar sem samþykkt var einróma flutt tillaga af Pálma Hannessyni rektor, Gylfa Þ. Gísla- syni prófessor og Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði. Henni lýkur á þeim orð- um að ekki komi til mála að víkja frá þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið af íslenskum stjórnvöldum og fylgt hefur verið til þessa, að ísland geti af augljósum ástæðum aldrei orðið hernaðaraðili og þessvegna álítur fundurinn að Island geti ekki á friðartímum tekið og eigi ekki að taka þátt í neinu hernaðarsamstarfi, þar sem það hefði í för með sér að hér yrðu erlendar herstöðvar og erlendur her. Þetta hafði m.a. þær verkanir að ýmis önnur félög og samtök hófu að ræða mál- ið og í lok mars höfðu um 70 slíkir aðilar samþykkt mótmæli gegn þátttöku í Nató. Þjóðvarnarfélagið og Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Rcykjavík boöuðu til fundar í Miðbæjarskólaportinu sunnu- daginn 27. mars. Þar var samþykkt að beina þeirri eindregnu áskorun til Alþing- is að það ákvæði ekki þátttöku íslands í því bandalagi, án þess að samþykkis þjóðarinnar hafi fyrst verið leitað með al- mennri þjóðaratkvæðagreiðslu. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna og Dagsbrún boðuðu síðan til útifundar við Miðbæjarskólann kl. 1 hinn 30. mars, sama daginn og Alþingi samþykkti inn- gönguna í Nató. En í hádegisútvarpinu sama dag dundu auglýsingar frá forustu- mönnum stjórnarflokkanna þar sem skor- að var á friðsama borgara að fjölmenna á Austurvöll til að tryggja Alþingi starfs- frið. Fregnmiða sama efnis var dreift víðs- vegar um bæinn og var tcxti hans á þessa leið: „Reykvíkingar: Kommúnistar hafa án þcss að leita leyfis boðað til útifund- ar í dag og skorað á menn aö taka sér frí frá störfum. Við viljum því hér meö skora á friðsama borgara að koma á 118

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.