Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 38

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 38
þeim mönnum, sem höfðu það fyrir fag, eins og þeir hafa verið að kenna þetta úti um allan heim og eru að því enn þann dag í dag. Stefán: Það hefur líka verið upplýst, að þetta tók þá langan tíma, þessi undirbún- ingur innan Heimdallar t.d. Jón Múli: En í sambandi við þessar að- ferðir, sem þarna var beitt þá er von að t.d. vinstri sinnaðir stúdentar og opinber- ir starfsmenn með slíkar tilhneigingar, hafi ekki látið sér koma til hugar að neitt væri að gerast í þessa átt á Austurvelli vegna þess að tilkynningarnar voru t.d. undirritaðar af Ólafi Thors, sem forystu- menn sósíalista voru alltaf að prédika um að væri glæsilegasti fulltrúi íslensku borg- arastéttarinnar og eru jafnvel að því enn þann dag í dag. Það var ekki búist við nema því besta af slíkum mönnum. Ragnar: Eftir þessa atburði á Austur- velli yrkir Steinn Steinarr kvæðið: Einstaklingar dæmdir fyrir hreyfinguna Ragnar: Þessir dómar sem þið fáið eftir þetta þar sem fjöldi manns er sviptur kosningarétti og kjörgengi. Ég held að megi fullyrða það, að fólki nú til dags finnst þetta alveg makalausir dómar og það hljóta að vera einhverjar ógnarlegar sakir, sem lágu á bak við þetta. En hvað lá á bak viö þessa dóma Stefán? Stefán: Það var náttúrlega fyrst og fremst að reyna að klekkja á Sósíalista- flokknum, róttækri verkalýðshreyfingu og róttækum menntamönnum. Við áttum einhuga flokk í þá daga og beittan og ótvílráðan blaðakost með Þjóðviljann í forustu. Og svo áttum viö róttæka verka- lýðs- og menntamannahreyfingu, sem unnu mjög vel saman, á þessu þurfti auð- vitað að klekkja, öllu þessu fólki. En fyrst og fremst, býst ég við, Sósíalistaflokkn- Eir Jón Sigurðsson forseti, standmynd sem steypt er í eir og stjarna, sem vökul á bládjúpum kvöldhimni skín, í sölnuðu grasinu þýtur hinn hvíslandi þeyr. Og þú sem einn sólbjartan morgunn varst hamingja mín. Ó herra, sem sendir oss spámenn og spekingafans og spanskgrœnu heimsins þvoðir af volaðri sál. Ég hef legið á gœgjum við Ijóra hins nýríka manns og látið mig dreyma hið fánýta veraldarprjál. Eitt þögult og dularfullt hús stendur andspænis oss. En enginn veit lengur til hvers það var forðum reist. Og nafnlausir menn eins og nýkeypt afsláttarhross standa náttlangt á verði svo það geti sjálfu sér treyst. Og nóttin leggst yf 'tr hið sjálfstœða sjálfstœði vort. Úr saltabrauðsleik þessa heims er ég kominn til þín. Ég veit að mitt fegursta Ijóð hefur annar ort, og aldrei framar mun dagurinn koma til mín. Jón Sigurðsson forseti, standmynd sem steypt er í eir, hér störidum við saman í myrkrinu báðir tveir. 134

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.