Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 47

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 47
Er þetta það sem koma skal? Hershöfðingjar þeir hinir bandarísku, er hertekið höfðu Island, létu það vera sitt fyrsta verk að búa til mikið og voldugt og velbúið neðanjarðarbyrgi, og hafa þar mikinn forða matar og víns. „Er þetta fyrir konur og börn, til þes að bjarga þeim frá dauða og tryggja framtíð- arlífið“, — spurðu Islendingar. — Banda- rísku böðlarnir hlógu að þessum sakleys- ingjum, sem héldu að herinn ætti að vernda lífið í landinu. „Nei“, kvað yfirmaður Bandaríkja- hers. „Þetta stóra góða byrgi er fyrir okkur, þýðingarmestu mennina, hers- höfðingja og máske fá nokkrir forríkir amerískir auðmenn að verða með. Is- lenska hyskið má eiga sig, það er jú bara til að þræla fyrir okkur og láta blekkjast, uns það drepst. Hvað varðar okkur um konur og börn og aðra íslendinga. Það fólk er bara til að flækjast fyrir, er vér höfum náð valdi á landinu.“ Islendingar þögnuðu. Sumir fóru að tala um að Kaninn hefði komið til að „vernda“ þá. Yfirböðull bandaríska hersins í byrginu mikla í Washington gaf fyrirskipunina um að allsherjarstríð skyldi hafið. Banda- ríkjaher hafði neyðst í samningum við Sovét til að fækka kjarnorkusprengjum um einn sjötta. — Það var samt nóg eftir til að drepa hvert mannsbarn á jörðinni fimm sinnum, ef ekki sex. En hvert gat þetta leitt, ef Rússarnir héldu áfram kröfunum um eyðileggingu kjarnorkusprengjanna og fólkið í heimin- um tæki undir þá kröfu? Það varð að láta til skarar skríða strax. Yfirböðull Bandaríkjahers gaf fyrir- skipun um að hefja allstaðar kjarnorku- stríð. — Ægilegasti harmleikur heims- sögunnar hófst. Löndin loguðu, jörðin skalf og klofnaði víða og fólkið fórst. En hvað varð um hið „verndaða“ ísland? Kjarnorkusprengjur og banvæn skeyti kafbáta sáu um að allt líf ofanjarðar væri þurrkað út, — eiturgasi var í bætt til að fullkomna verkið. Og þegar allt, sem ofanjarðar var, lifði ekki lengur, áræddu herforingjarnir að skreiðast út úr sínum góðu byrgjum. Landið var autt og snautt af lifandi verum. Aðeins einstaka rottur skriðu líka úr holum sínum, því þær skriðu í jörð niður, er stríðið hófst. En í austri tók Hekla að gjósa, eldur og eimyrja barst með norðaustan hvassviðri yfir Keflavíkurbyrgin. Og er hershöfð- ingjarnir hugðust snúa til síns heima — í byrgið niður — varð örlítill jarðskjálfti til að loka því — og hrundi það saman rétt á eftir. —Jarðskjálftarnir, sem heimsstríð- ið olli, urðu auðvitað mestir í jarðskjálfta- löndunum. Og óbótalýðurinn ameríski varð hinn reiðasti, er hann sá ástandið. „Hvar er stríðsgróðinn minn“? orguðu auðkýfing- arnir. „Hvað um vopnin mín?“ klöguðu herforingjarnir — og hver á að beita þeim, — allir dátarnir dauðir rétt eins og íslenskir væru. En rotturnar, sem skriðu nú unnvörp- um úr holum sínum — hugðu gott til glóðarinnar. Herforingjarnir og auðmennirnir voru feitir og bústnir og líklegir lil ágætis fram- tíðar fæðu hinna eftirlifandi jarðarbúa — rottanna. 143

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.