Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 30
og fyllti hann raunar, stóðu þessir menn
kyrrir og stilltir og kröfðust þess að fá
samband við þingmenn Sósíalistaflokks-
ins, sem voru inni í húsinu. Hið eina sem
má segja að hafi verið aðgerð af hálfu
þessa fólks var að Stefán Ögmundsson
talaði 1 hátalara, sem var á bifreið þar. En
svo greip um sig mikil ókyrrð hjá lögregl-
unni. Hefði mátt ætla að hún varaði fólk
við eða bæði menn að yfirgefa völlinn en
allt í einu hófst árás og skotið var tára-
gasi. Þessir 50 menn rudddust út og byrj-
uðu að berja á báðar hendur. Þá leituðu
flestir undan, ja einkum og sér í Iagi
vegna þess, að táragas er þannig að fáir
vilja vera kyrrir, þegar það kemur í vit
manna. Ég man sérstaklega vel að ég sá
einn þessara drengja hefja upp kylfu til
þess að berja á gömlum manni, sem hafði
hrasað. Góður kunningi minn, þó að
hann væri pólitískur andstæðingur þá,
greip um kylfuna, kippti henni af hvítlið-
anum en gerði ekkert annað. Fyrir þetta
var hann dæmdur í tveggja mánaða fang-
elsi.
Ragnar: Höfðu þessir atburðir mikil og
langvarandi áhrif á þig?
Jón B.: Já. Segja má að augu mín hafi
upplokist og ég hætti að trúa forystumönn-
um Sjálfstæðisflokks. Þetta var ákaflega
sársaukafullt, tók nokkurn tíma, en tveim
árum seinna var ég kominn í virkt starf
hjá þeim sem ég kalla raunverulega sjálf-
stæðismenn, þ.e.a.s. hernámsandstæðinga.
Ragnar: Ég sé að þú ert þarna me'ð fyr-
ir framan þig úrklippu úr blaðagrein, sem
þú skrifaðir einhverntírna, var það ekki?
Jón B.: Jú. Því miður var svo, að marg-
ir félagar mínir, sem urðu ákaflega
hneykslaðir og hafa ekki fyrirfram trúað,
að svona færi létu sefjast smám saman og
sættu sig við þetta. Þeir gengu í björg. En
vegna þess að ég snerist af þessum sökum,
gekk úr Heimdalli skömmu seinna og síð-
an til liðs við Félag róttækra stúdenta, var
ég beðinn að skrifa um þessa atburði.
Þegar þið á Rót báðuð mig að koma, gróf
ég upp þessa grein. Ég lagði út af frásögn
um Jón Loftsson, sjálfstæðisforingjann
því að mér fannst sjálfsstæðisflokksmenn
hafa breytt inntaki og efni frægra um-
mæla Jóns og sagt; Heyra má ég erki-Nat-
óboðskap og ráðinn er ég að halda hann í
öllu, því víst hygg ég að Trúmann vilji
betur og viti en foreldrar mínir sem trúðu
á land míns föður.
Ragnar: Þakka þér fyrir Jón.
Hvað tefur þig bróðir?
Hvað tefur þig bróðir? Á tindunum sólskinið logar.
Af tárum er risin sú glóð.
En smánin í blóði mér brennur. Pú veist hvað sá heitir,
sem bregst sínu landi og þjóð.
Pú veist hvað ég meina, því moldin og steinarnir hrópa.
Ó, mundu þau dómsorðin hörð.
Pú verður að má þennan blett, því að börn okkar vaxa.
Peim ber þessi hrjóstruga jörð.
126