Réttur


Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 13

Réttur - 01.08.1988, Blaðsíða 13
bláum augum. Tveimur dögum síðar urðum við vinir. Fjölskylda skólakennarans — þetta elsku- lega, veikgeðja fólk, lifði í skefjalausum ótta og fáfræði. Pólskir embættismenn höfðu talið því trú um að Rússland hefði farist í reyk og villimennsku einsog Róm á sínum tíma. Feðginin glöddust einsog börn þegar ég sagði þeim frá Lenín, frá Moskvu þar sem framtíðin ólmast, og frá Listaleikhúsinu. Á kvöldin komu til okk- ar liðlega tvítugir bolsévískir hershöfð- ingjar með rauðleitt skegg í flóka. Við reyktum sígarettur frá Moskvu, átum kvöldverð sem Elísabet matreiddi úr hráefni frá hernum og sungum stúdenta- söngva. Lamaði kennarinn hallaði sér áfram í hægindastólnum og hlustaði af ákefð, týrólahatturinn hans hristist í takt við söng okkar. Alla þessa daga lifði gamli maðurinn í óstýrilátri og óvæntri vonarvímu og til að varpa engum skugga á hamingju sína reyndi hann að taka ekki eftir blóðþyrstri hégómagirnd okkar og þeirri háværu einfeldni sem við notuðum til lausnar á öllum heimsins vandamálum í þá daga. Á einskonar heimilisráðstefnu var ákveðið að Tomilín-fjölskyldan flytti til Moskvu þegar sigur hefði unnist á Pól- verjum. Gamli maðurinn fengi þar lækn- ingu hjá frægum prófessor, Elísabet léti innrita sig í háskóla og Misja færi í skól- ann sem móðir hans hafði stundað á sín- um tíma. Framtíðin virtist tilheyra okkur óvefengjanlega, stríðið var ofstopafullur inngangur hamingjunnar og sjálf var hamingjan okkur eðlislæg. Aðeins smá- atriðin voru óráðin og þau ræddum við um nótt eftir nótt meðan kertaljósið endurspeglaðist í möttu gleri bruggkúts- ins. Elísabet hlustaði á okkur þögul og ljómandi. Aldrei hafði ég séð hrifnæmari, frjálsari og skelfdari mannveru. Á kvöld- in ók refurinn Súroftsef okkur í gömlum vagni sem hertekinn hafði verið í Kúban uppá hæð nokkra þar sem yfirgefin höll Gonsiorowski furstanna glóði í skini kvöldsólar. Hestarnir voru horaðir, en langir og kynhreinir og hlupu saman í rauðum aktygjum, eyrnahringur dinglaði kæruleysislega í öðru eyra Súroftsefs og brátt risu sívalir turnar uppúr virkisgröf sem vaxin var gullinni blómabreiðu. Brotnir veggir drógu á himininn boglínu, þrútna af rúbínrauðu blóði, villirósarunni faldi aldin sín og blátt þrep skein í kjarr- inu, leifar af stiga sem konungar Póllands höfðu einhverntíma gengið. Á því þrepi sat ég kvöldið sem ég dró Elísabetu til mín og kyssti hana. Hún losaði sig hægt úr örmum mínum, rétti úr sér, greip báð- um höndum í hálfhruninn vegg og hallaði sér upp að honum. Hún stóð hreyfingar- laus, blindað höfuð hennar baðað rykugu. ljósi — svo hrökk hún allt í einu við eins- og hún hefði heyrt eitthvað, lyfti höfði, sleppti tökum af veggnum og tók á rás niður brekkuna, hrasandi. Ég kallaði á eftir henni en fékk ekkert svar. Niðri á veginum hafði sá kinnarjóði Súroftsef hreiðrað um sig í vagninum og svaf. Um nóttina þegar allir voru gengnir til náða læddist ég inn í herbergi Elísabetar. Hún var að lesa og hélt bókinni langt frá sér, höndin sem lá á borðinu virtist lífvana. Hún stóð á fætur þegar ég kom inn. — Nei, sagði hún og leit á mig, nei ást- in mín, og tók andlit mitt í naktar, langar hendur sínar og kyssti mig óendanlegum, þöglum kossi sem varð stöðugt heitari. Síminn hringdi í næsta herbergi og við hrukkum hvort frá öðru. Pað var til mín, frá aðalstöðvunum. — Við erum að leggja í hann, var sagt. 109

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.