Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Félag þjóðfræðinga á Íslandi (FÞÍ) stendur fyrir draugaferð föstu- daginn þrettánda mars næstkom- andi en þá halda þjóðfræðingar og aðrir áhugasamir með Kristínu Einarsdóttur, aðjúnkt í þjóðfræði, í broddi fylkingar út í Gróttu þar sem sagðar verða draugasögur fram eftir nóttu. „Við byrjum á Kaffi Centrum klukkan 20 og bíðum þar til fært verður út í eyju eða til um 22.30. Við munum svo koma okkur fyrir í fræðasetrinu í Gróttu í kolniða- myrkri en þar er allt til alls og svefnaðstaða fyrir 30 manns,“ upplýsir Kristín. Í setrinu verða sagðar draugasögur úr ýmsum áttum en auk þess verður fólk hvatt til þess að hleypa óttanum lausum. „Mig langar að fá fólk til að ræða óttann sem það hefur kynnst en flestir hafa einhvern tíman orðið myrkfælnir eða hræddir. Þá eru allir hvattir til að dusta rykið af eigin sögum og taka þátt í sagnaskemmtun- inni. Við munum svo sitja þarna í hnapp og einbeita okkur að því að vera hrædd,“ segir hún sposk. Kristín segir Gróttu einmitt rétta staðinn til að upplifa þann fiðring sem óttinn veldur. „Þarna er maður kominn út í eyju rétt við borgarmörkin og þegar flæðir að kemst fólk ekki í land. Þeir sem eru að farast úr myrkfælni geta þó komist yfir til klukkan rúm- lega þrjú en öðrum er velkomið að gista. Um morguninn munum við svo halda út í vitann og skoða hann í þaula. En hefur orðið vart við reim- leika í Gróttu? „Ég veit ekki hvort það sé beinlínis hægt að tala um það en hér bjó lengi vitavörður sem hét Albert. Þessi staður var honum greinilega kær og passaði hann vel upp á hann og þá sérstak- lega varpið. Albert þessi fórst á leið sinni upp á Akranes og hefur aldrei fundist. Ég efast ekki um að hann fylgist með staðnum,“ segir Kristín. Ókeypis er fyrir meðlimi FÞÍ í ferðina en aðrir greiða 1.000 krónur. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á thjodfraeding- ar@gmail.com. vera@frettabladid.is Óttanum hleypt lausum Föstudagurinn þrettándi vekur ugg í brjóstum margra en hann er nú á næsta leiti. Félag þjóðfræðinga stendur í tilefni dagsins fyrir draugaferð í Gróttu og verða sagðar draugasögur langt fram eftir nóttu. Kristín segir þátttakendur í ferðinni geta gist í fræðasetrinu í Gróttu en þeir sem eru að farast úr myrkfælni komast í land til kl. rúmlega þrjú um nóttina. FRÉTTABALAÐIÐ/GVA HEIMATILBÚIÐ NESTI er alltaf gaman að taka með sér í lengri ferðir. Það er svo miklu skemmtilegra að stoppa á einhverjum fallegum stað á leiðinni og borða það heldur en að fara í sjoppu. UWAGA KIEROWCY Nastepny kurs na prawo jazdy kategorii C i CE dla Polaków rozpocznie sie 13 marca, jesli zbierze sie wystarczajaca liczba uczestników. Kurs bedzie tlumaczony na jezyk polski. Tel: 5670300

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.