Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. mars 2009 11 Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi Holtum, föstudaginn 27. mars 2009 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á 17. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 6. mars 2009. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið ÚTIVIST Tveir íslenskir ofurhlaup- arar taka þátt í Sahara eyðimerkur- maraþoninu sem fram fer í Mar- okkó um næstu mánaðamót og verða þeir fyrstir íslenskra hlaup- ara til að taka þátt í þessu hlaupi. Þetta eru þeir Ágúst Kvaran og Justin Bjarnason. Ágúst Kvaran segir að Justin Bjarnason, sem er af íslensku bergi brotinn en býr í Englandi, hafi hringt í sig nýlega og sagt sér að hann taki einnig þátt í hlaupinu. Þeir hafi síðan verið í tölvusambandi. Sahara eyðimerkurmaraþon- ið er áfangahlaup þar sem hlaup- ið er í eyðimörkinni sunnan Atlas- fjalla í suðausturhluta Marokkó. Nákvæmri hlaupaleið og vega- lengd er haldið leyndri fram á síð- asta dag fyrir hlaup. Hlaupin eru sex hlaup á sjö dögum, samtals um 245 kílómetrar. Fyrstu þrjá dagana eru 30 til 40 kílómetra hlaup hvern dag. Á fjórða degi er ofurmaraþon þegar hlaupin er 75-80 kílómetra leið. Fimmti dagurinn er hvíldar- dagur en á þeim sjötta er hlaupið mara þon, 42,2 kílómetrar, og svo endað síðasta daginn á 15-20 kíló- metra hlaupi. Undirlag er fjölbreytt, að sögn Ágústs, allt frá lausum sandi til stórgrýtis. Hlaupið er yfir fjall- garða og í uppþornuðum árfarveg- um. Keppendur bera matarbirgð- ir og eldunar- og svefnbúnað frá fyrsta degi fyrir allt tímabilið en fá vatn með reglulegu millibili. Dval- ist er í tjaldbúðum milli hlaupa. Hiti um hádaginn getur farið upp undir fimmtíu stig og niður fyrir tíu gráð- ur á nóttunni. Yfir 800 keppendur eru skráðir til þátttöku, frá um 39 þjóðlöndum. Hlaupið er skipulagt af Frökkum í samvinnu við innfædda. Fylgst er með hlaupinu og það myndað af sjónvarpsstöðinni Eurosport. - ghs Undirbúningurinn fyrir 245 kílómetra eyðimerkurhlaupið á lokaspretti: Íslendingar hlaupa í Sahara VIÐSKIPTI Fullyrðingar lögmanna Íslandsbanka og skilanefndar Glitnis um að stjórnendur Baugs Group hafi vísvitandi reynt að blekkja kröfuhafa félagsins eru rangar, og geta flokkast sem róg- burður, segir í yfirlýsingu frá Baugi Group. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær komu fram ásakanir um blekkingar þegar tekist var á um greiðslustöðvun Baugs Group í héraðsdómi á mánudag. Í yfirlýsingu frá Gunnari S. Sig- urðssyni, forstjóra Baugs Group, segir að þau gögn sem lögmenn Íslandsbanka og Glitnis séu að bera saman séu ekki sambærileg. Annars vegar sé um að ræða kynningu á stöðu félagsins fyrir kröfuhafa. Hins vegar kynn- ingu á verkefni sem kallað hafi verið Project Sunrise. Það hafi verið samstarfsverkefni Baugs og Landsbankans. Samanburður á þessu tvennu sé ekki aðeins villandi „heldur einnig meiðandi í garð stjórnenda Baugs“, segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingum frá skilanefnd Glitnis og Íslandsbanka kemur fram að staðið sé í einu og öllu við orð lögmanna í héraðsdómi. Fyrri skýringar Baugs séu ekki í sam- ræmi við það sem fram komi í til- kynningu félagsins í gær. Íslands- banki hvetur í yfirlýsingu sinni Baug Group til að gera þau gögn sem vísað var til í héraðsdómi opinber. - bj Stjórnendur Baugs Group og skilanefnd Glitnis í hár saman vegna ásakana: Segja fullyrðingarnar rógburð MEIÐANDI Ásakanir ganga á víxl milli Gunnars S. Sigurðssonar, forstjóra Baugs Group, og skilanefndar Glitnis. SAHARA EYÐIMÖRKIN Hlaupaleiðin breytist á hverju ári en svona var hún í fyrra. Spánn Moracco Alsír Casablanca Hlaupaleiðin Hlaupið er í lausum sandi og stór- grýti, yfir fjallgarða og í uppþornuð- um árfarvegum í Sahara eyðimerkur- maraþoninu í Marokkó.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.