Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 22
 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR2 VISITICELAND.COM er ferðavefur Ferðamálastofu. Á vefnum má meðal annars finna upplýsingar um gistingu, dægradvöl, náttúru og staðhætti. Everest er hæsta fjall jarðar, alls um 8.844,43 metrar yfir sjávarmáli. Fyrstu menn á tindinn voru Ný-Sjálendingurinn Edmund Hillary og nepalskur leiðsögumaður hans, Tenzing Norgay. Náðu þeir tindinum 29. maí 1953. wikipedia.org Tvö skútusiglinganámskeið verða haldin í vor á vegum íslenska fyrirtækisins Seaways ehf. í Göeck í Suður-Tyrklandi. Fyrra námskeiðið fer fram 13. til 23. apríl og það seinna 23. apríl til 3. maí. Námskeiðin eru ætluð þeim sem hlotið hafa bókleg skipstjórnar- réttindi en þarna verður boðið upp á verklega kennslu á 45 feta skútu af gerðinni Jeanneau Sun Odyssey 45. Námskeiðin standa yfir í tíu daga og verður fjöldi nemenda 3 til 6 á skútu. Siglt verður frá Göeck til Fimike á fyrra námskeiðinu og frá Fimike til Göeck á því seinna. Þátttakendur búa um borð meðan á námskeiðinu stendur, fá þjálfun í stjórnun seglskipa, beitingu segl- búnaðar og vélar við ýmiss konar aðstæður og notkun siglingatækja svo eitthvað sé nefnt. Að nám- skeiði loknu fá þáttakendur sem lokið hafa bóklegu prófi, réttindi til stjórnunar seglskipa, þó ekki á úthöfum. Stjórnandi námskeiðanna er Önundur Jóhannson flugstjóri einn eigandi Seaways Sailing en nánari upplýsingar er að finna á www.sea- ways-sailing.com. - rat Siglt í sólinni Á fyrra námskeiðinu er siglt frá Göeck til Fimike og til baka á því seinna. Félagarnir Hjalti Vigfús Hjaltason og Gísli Jónsson, sem báðir starfa hjá Arctic trucks, eru nýkomnir heim úr sögulegri ferð á Suður- pólinn. Þeir óku, í félagi við aðra, fjórum sérútbúnum jeppum frá Arctic Trucks á pólinn en þetta er í fyrsta skipti sem fjórhjóladrifin farartæki ná því marki. Í ferðinni gegndu þeir hlutverki þjónustuaðila fyrir þátttakendur í gönguskíðakeppninni Amund- sen Omega 3 ski race ásamt því að fylgja kvikmyndatökuliði og öðru fylgdarliði keppninnar á pólinn. Ferðin tók í heildina tæpa þrjá mánuði og býður árangurinn upp á ýmsa framtíðarmöguleika. „Við lögðum í hann frá Íslandi í lok nóvember og eyddum fyrstu þremur vikunum á rússnesku stöðinni Novo Airbase á norður- strönd Suðurskautslandsins við undirbúning. Hlutverk okkar var, í samstarfi við forsvars- menn keppninnar, að marka nýja keppnisleið. Við keyrðum upp á hásléttuna og fundum leið sem er tvisvar sinnum lengri en sú leið sem venjulega er farin. Á leiðinni rákumst við á mörg sprungusvæði sem við merktum kirfilega.“ Að því loknu komu keppend- ur á staðinn og gengu fyrstu 200 kílómetrana til að aðlagast hæð- inni. Þeim var síðan flogið á byrj- unarreit keppninnar. Á meðan keppendurnir gengu keyrði Gísli á undan til að marka leiðina og koma fyrsta bílahollinu á staðinn. Ferðin tók tæpar tvær vikur. „Á þeim tíma held ég að ég hafi sofið í um það bil sex nætur,“ segir Gísli sem var að vonum úrvinda af þreytu. „Það gerði þó lítið til þó Söguleg ferð á Suðurpólinn Tveir íslenskir ofurhugar óku nýlega sérútbúnum jeppum á Suðurpólinn en það er í fyrsta skipti sem slík farartæki ná því marki. Þeir gegndu hlutverki þjónustuaðila fyrir þátttakendur í gönguskíðakeppni. Hjalti Vigfús Hjaltason og Gísli Jónsson á Suðurpólnum. ER RAFGEYMIRINN TÓMUR? HLEÐSLUTÆKI 12V 3,6A 12V 0,8A Tilboð í mars 10% afsláttur af þessum tveimur tækjum M YN D /Ú R E IN K A SA FN I Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.