Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 38
18 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR „Við byrjuðum aldrei á neinum deilum því við vitum að við erum númer 6. Ekki einu sinni númer 2.“ CHRIS MARTIN SÖNGVARI COLDPLAY Svarar fregnum um að Bono, söngvari U2, hafi kallað hann aumingja. „Það er gott að stunda kynlíf með fólki sem þú elskar. Ég hef ekki sofið hjá mörgum á tónleikaferð- um því ég er ekki hrifin af einnar nætur gamni.“ SÖNGKONAN LILY ALLEN Einmana á tónleikaferðum. „Ég er frábær frænka og ég leik oft við frænda minn sem er sjö ára. Ég er ekki góð að meðhöndla smá- börnin og bleyjurnar.“ SÖNGKONAN KELLY CLARKSON Virðist ekki vera með barneignir í huga, enda einhleyp. folk@frettabladid.is Fjöldi fólks vandar Svövu Johansen hjá NTC ekki kveðjurnar á Facebook-síðu fataframleiðandans E-label. Ástæðan er frétt sem birtist í Fréttablaðinu þar sem eig- endur E-label sökuðu Svövu um að banna þeim að versla við samstarfsaðila NTC í Frakklandi. Svava segir að viðbrögðin á Face- book hafi ekki komið sér á óvart. „Ekki miðað við ef þetta væri rétt sem þær [eigendur E-label] eru að bera á okkur. Ef ég vissi að eitt fyrirtæki væri að gera þetta sem þær segja að við séum að gera þá þætti mér það ekkert flott,“ segir Svava. „Það er verið að ná sér í samúð hjá fólki út af kreppunni. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur og lágkúruleg aðgerð. En ég held að þegar fólk heyrir okkar hlið á mál- inu þá sjái það í gegnum þetta.“ Svava ber af sér allar sakir og segir málið á misskilningi byggt. Í yfirlýsingu sem hún hefur birt á heimasíðunni ntc.is segir hún að starfsmaður E-label hafi komið að máli við franska framleiðandann og óskað eftir samstarfi. Þegar E- label fékk þau svör að samningur hefði verið gerður við NTC var því svarað til að E-label-varan væri ekki seld í verslunum á Íslandi heldur væri hún fyrir Bretlandsmarkað. Þá ákvað franski framleiðandinn að athuga með samstarf. Kom þá í ljós að pöntunarmagn fyrirtækisins var talsvert undir þeim lágmörk- um sem framleiðandinn er vanur að vinna með ásamt því að varan þótti of flókin í framleiðslu. Þar sat málið fast þegar NTC frétti af því í síðustu viku. Svava segist hafa fengið afar ósanngjarna meðferð á Facebook því þar hafi einungis önnur hlið málsins verið tekin upp. „Hefði málið bara verið í Fréttablaðinu hefði það fjarað út en það var verið að vísa í blaðið inni á Facebook. Þar halda þær [eigendur E-label] áfram sem ritstjórar inni á þeirri síðu. Ég hef séð að þær hafa verið að taka út jákvæð komment. Þá sér maður hver er að valta yfir hvern,“ segir hún og bætir við um franska fram- leiðandann: „Ef þeir vilja brjóta samning við okkur þá er það þeirra mál. Þá myndum við kannski fara í mál við þá eða skoða það. En við getum ekki staðið hér og sagt verk- smiðju hvað hún á að gera. Málið er að verksmiðjan ætlaði aldrei að brjóta á okkur og E-label fór inn á fölskum forsendum.“ freyr@frettabladid.is Lágkúrulegt á Facebook SVAVA JOHANSEN Svava er ósátt við umræðuna sem hefur sprottið upp á Facebook- síðu framleiðandans E-label. Stefnumót við frambjóðendur Fundur með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna alþingiskosninganna í vor verður í Valhöll miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00. Fyrirkomulagið á fundinum er með þeim hætti að fundargestum gefst tækifæri til þess að spjalla við frambjóðendur og koma með spurningar til þeirra. Þetta er síðasti sameiginlegi fundurinn fyrir prófkjörið 13. -14. mars. Fundarstjóri er Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir velkomnir! Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Hart í bak Þrettándakvöld Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 139.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 119.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.