Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 19
EFNI BLAÐSINS Evrópumál MIÐVIKUDAGUR 11. mars 2009 Eftir að landsfundi Sjálfstæðisflokksins var frestað um tvo mánuði er eins og öll umræða um Evrópu hafi horfið. Fram að þeim tíma var kröftugt starf í málefna- nefndum flokksins og sérstök Evrópunefnd hélt fundi um málið út um allt land. Hug- myndin hafði verið sú að nefndin skilaði áliti fyrir landsfundinn. Síðan hefur nánast ekkert gerst í þessum málum. Samfylking taldi það stjórnarslitamál, ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ekki aðildarumsókn á landsfundi. Ingibjörg Sól- rún sagðist ekki hafa verið að hóta neinu heldur væri sjálfhætt, ef flokkarnir gengju ekki í takt í málinu. Í kjölfarið myndaði Samfylkingin stjórn með VG og talar um að halda samstarfi áfram eftir kosningar. Evrópa er gleymd. Sjálfstæðisflokkurinn hikaði Fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins var tregur til að taka af skarið í Evrópu- málum. Sagðist telja landinu best borgið utan Evrópusambandsins (ES) en þó mætti ekki útiloka neitt. Sennilegast virtist að flokkurinn hefði valið framsóknarlega stefnu. Samþykkt að hefja mætti umræður með svo miklum skilyrðum að endurskrifa þyrfti stofnskrá ES til þess að þóknast mætti Íslendingum. Geir H. Haarde lýsti því yfir að nauðsyn- legt sé að fá botn í umræðuna. Það er auð- vitað rétt. Hann og margir fleiri virðast samt óttast að Sjálfstæðisflokkurinn muni klofna, ef tekin er ákveðin afstaða. Þess vegna sé skynsamlegast að beita þeirri aðferð að taka ekki eindregna afstöðu á annan hvorn veginn. Hópur innan flokksins sem nefndur hefur verið Heimastjórnar- flokkurinn hefur tekið mjög einarða afstöðu gegn Evrópusambandinu. Ekki aðeins gegn þeirri Evrópu sem blasir við núna heldur líka þeirri Evrópu sem gæti orðið, því að hægt væri að breyta reglum Íslendingum í óhag. Hvers vegna Evrópusambandið? Meginástæðurnar eru tvær. Íslendingar þurfa efnahagslegan stöðugleika og þeir þurfa pólitískan stöðugleika. Þeir sem töl- uðu háðslega um að þeir sem vildu losna við krónuna væru lýðskrumarar hafa látið minna í sér heyra að undanförnu en áður. Allir vita að hrun krónunnar hefur leitt af sér 10% atvinnuleysi, 20% verðbólgu, 30% eignatap og 40% hækkun skulda. Hluta- bréfamarkaðurinn hefur fallið um 95%. Vextir eru enn þeir hæstu á byggðu bóli að frátöldu Zimbabve. Samt leyfa menn sér enn að tala um að í Evrópusambandinu sé ekki allt í besta lagi eins og að það sanni að Íslendingum sé betur borgið utan þess. Auðvitað er ekki allt í besta lagi. Í heiminum er dýpsta kreppa eftirstríðsáranna. Hins vegar eru engin dæmi um áföll af því tagi sem Íslendingar hafa lent í. Hér á landi lendir almenningur strax í feninu vegna þess að sjálfur gjald- miðillinn brást. Um það þarf ekki að deila. Þegar Bandaríkjamenn ákváðu að fara af landi brott með herlið sitt var ljóst að hinu nána sambandi Íslendinga og þeirra var lokið. Sambandi sem hafði verið grundvöll- ur utanríkisstefnu Íslendinga frá stríðslok- um. Að undanförnu hefur komið í ljós að hin grunnstoð samskipta við útlönd, Norður- landasamvinnan, er líka farin að bresta. Íslendingar verða að ákveða hvar þeir vilja skipa sér í sveit í framtíðinni. Þar kemur ekkert annað til greina en Evrópu- sambandið. Draumur VG um bandalag við Noreg kveikir í besta falli bros, í versta falli meðaumkun. Og hikar enn Sjálfstæðismenn sem hyggjast gefa kost á sér til forystu í framtíðinni hafa að undan- förnu beðist afsökunar á því að hafa ekki verið árvökulli, meðan bankakerfið brotlenti á einkaþotu. Það er nauðsynlegt að fara með hreinskiptnum hætti yfir mistök í fortíðinni, fortíð þar sem gagnrýni og opinská umræða voru ekki vel liðin. Aðeins eru tveir kostir í boði. Framtíð með krónunni, þar sem búast má við gengis- fellingu með tilheyrandi eignaupptöku á nokkurra ára fresti. Krónu sem útlendingar óttast svo mjög að þeir munu aldrei vilja fjárfesta í íslenskum atvinnurekstri. Krónu sem býður upp á svo háa vexti að íslensk fyrirtæki geta ekki keppt við útlend. Krónu sem einangrar landið og ýtir ungu fólki af atvinnumarkaðinum. Þessari framtíð fylgir pólitísk eyðimerkurganga. Hinn kosturinn er innganga í ESB og evr- ópska myntbandalagið. Vextir og verðbólga verða eins og í nágrannalöndunum. Íslend- ingar munu taka þátt í pólitískum ákvörðun- um sem varða þjóðina um langa framtíð. Sjálfstæðismenn verða annaðhvort að velja annan hvorn þessara kosta eða benda á aðrar leiðir. Ekki humma og hía eins og þeir hafa gert heldur koma með annan trúverðug- an kost. Þeir sem hika nú ættu strax að búa sig undir næstu afsökunarbeiðni til þjóðar- innar. Samfylkingin stillti Evrópusambandinu upp sem „sínu máli“ gagnvart Sjálfstæðis- flokknum. Þá var það stjórnarslitamál. Þegar hún ákvað að fara í langtímasamstarf með Vinstri grænum varð hún ekki lengur trúverðugur kyndilberi Evrópu. Kannski er málið svo stórt að það er stjórnmálamönnum ofviða. Líklega er rétt- ast að kjósa um aðildarumsókn samhliða alþingiskosningum í vor. Samþykki þjóðin að sækja um aðild hafa ráðin þar með verið tekin af stjórnmálaflokkunum. Ef ekki væri það þjóðin sjálf sem hefði ákveðið að hér eigi að vera annars flokks þjóðfélag til frambúðar. Við eigum ekki að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu fyrir Samfylkinguna held- ur fyrir framtíðina. Þeir sem vilja ganga til liðs við nágrannaþjóðirnar og ná þannig efnahagslegum og pólitískum stöðugleika eru ekki stuðningsmenn Evrópu heldur stuðningsmenn Íslands. Kjósum um aðildar- umsókn og leyfum þjóðinni að tala. Ég treysti þjóðinni miklu betur til þess að taka rétta ákvörðun en stjórnmálamönnunum. Í ESB fyrir Samfylkinguna? BENEDIKT JÓHANNESSON framkvæmdastjóri Líklega er réttast að kjósa um aðildarumsókn samhliða alþingiskosningum í vor. Samþykki þjóðin að sækja um aðild hafa ráðin þar með verið tekin af stjórnmálaflokkunum. Kannaðu rétt þinn til bóta Reykjavík ı Akranes ı Borgarnes ı Ísafjörður ı Blönduós ı Sauðárkrókur ı Akureyri ı Egilsstaðir ı Vestmannaeyjarwww.pacta.is Vegvísar í umræðu Hörður Bergmann Það er rétt sem Gunnar Karlsson sagnfræðingur benti á, að beint lýðræði hefði líklega ekki forðað Íslendingum frá efnahagshruni, skrifar Hörður Bergmann. En það gefur ekki tilefni til að efast um gildi þjóðaratkvæðagreiðslu eða beins lýðræðis yfirleitt. Að íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi voru Sigurður Líndal Ekki er heimilt að skipa útlendinga í opinber embætti en álitamál er hvort það gildi einnig um tímabundna setningu í embætti. Sigurður Líndal, prófessor í lögum, reifar hvað fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar hafa skrifað um þessi mál og færir rök fyrir efasemdum sínum um að setning útlendings í embætti seðlabanka- stjóra standist stjórnarskrá. Siðbótin síðari Finnur Þór Vilhjálmsson Á Íslandi hefur sú afstaða verið ríkj- andi lengi að valdsmenn taka þær ákvarðanir sem þeir vilja, óbundnir nema að því leyti sem þeir brjóta ekki himinhrópandi sannanlega gegn skráðum og skýrum laga- ákvæðum, skrifar Finnur Þór Vil- hjálmsson. Þessu þarf að linna, nú er kominn tími til að menn starfi í góðri trú. Framsókn horfir víst til vinstri Einar Skúlason Framsóknarflokkurinn vill koma á vinstri stjórn eftir kosningar og það eina sem getur komið í veg fyrir það er viljaleysi vinstri flokkanna, skrifar Einar Skúlason. Hann frábið- ur sér að frambjóðendur annarra flokka geri Framsóknarflokknum upp skoðanir. Eldhúsdagur er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál. Leitast verð- ur við að birta vandaðar og upp- lýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem senda má gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.