Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 11. mars 2009 3 að ég dottaði undir stýri þar sem allt var flatt í kring,“ segir hann sposkur. Hjalti fylgdi svo í kjölfarið en varð fyrir því óláni að annar bíll- inn í hans holli bilaði og þurfti að fljúga til hans nýjum millikassa. Á leið sinni lentu flugmennirnir í snjóblindu og skullu beint á ísinn. Flugvélin eyðilagðist en fjögurra manna áhöfn komst lífs af. Hjalti og fylgdarlið hans komu að slys- inu og segir hann mikla mildi að ekki fór verr. Norska liðið sem vann keppnina var um 18 daga frá byrjunarreit að pólnum sem er 800 kílómetra leið. Þangað voru keppendur og fylgdarlið sótt með flugvél en Hjalti, Gísli og hinir ökumenn- irnir héldu keyrandi til baka. Sú ferð tók ekki nema átta daga. Leið- in er um 2.400 kílómetrar og leiða menn líkur að því að um heimsmet sé að ræða. Hjalti segir árangurinn mikinn sigur fyrir það íslenska hug- vit sem býr að baki jeppunum. „Rússarnir hafa flogið inn alls kyns farartækjum í von um að þau muni leysa af hólmi dýr tæki eins og snjótroðara og flugvélar sem er notast við á pólnum en hingað til hafa önnur og betri ekki fund- ist. Fólkið á staðnum hafði satt að segja ekki mikla trú á því að okkur myndi takast þetta en fylgd- ist þó grannt með og var yfir sig hrifið að leiðangrinum loknum,“ segir Hjalti. „Umhverfisvitundin á staðn- um er mikil og er sífellt verið að leita leiða til að draga úr meng- um. Við notum vélar sem eru með allra síðustu mengunarstöðlum og eyða jepparnir um fimm til sex sinnum minna eldsneyti en þau farartæki sem fyrir eru á staðn- um. Það má því segja að þarna séu framtíðartækifæri fyrir íslenskt hugvit,“ segir Gísli. Þeir Hjalti og Gísli halda myndasýninu úr ferð- inni, í húsakynnum Arctic Trucks að Kletthálsi 3, miðvikudaginn 18. mars klukkan 20 og eru allir velkomnir. vera@frettabladid.is Þessi fallega mörgæs varð á vegi þeirra félaga. Vonir standa til þess að jepparnir geti leyst dýrari farartæki sem notast er við á Suðurpólnum að einhverju leyti af hólmi. MasterCard Mundu ferðaávísunina! NÆSTU FERÐIR JEPPADEILDAR ÚTIVISTAR: Strútur - Hvanngil 14. - 15. mars Landmannalaugar - jeppar og gönguskíði 27. - 29. mars Grímsfjall 23. - 26. apríl Útivist • Laugavegi 178 • Sími 562 1000 • www.utivist.is Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.