Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 2
2 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR T B W A \R e yk ja ví k \ S ÍA \ 0 9 4 1 9 7 STJÓRNMÁL Hugsanlegt er að afskrifa þurfi allt að 40 prósent skulda verst settu fjölskyldnanna í landinu og eru stjórnvöld reiðu- búin að beita sér fyrir slíkum aðgerðum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum í gær. Seðlabankinn hefur unnið að kortlagningu á fjárhagsstöðu heimilanna í landinu og sam- kvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er eiginfjárstaða fjórtán þúsund heimila (18% heimila landsins) neikvæð. Þá nemur eiginfjárstaða um sextán þúsund heimila (20% heimila landsins) innan við fimm milljónum króna. Í bráðabirgðaniðurstöðunum er ekki tekið tillit til bílalána og yfirdráttarlána sem ugglaust gera stöðuna enn verri. Jóhanna sagði aðgerðir ríkis- stjórnarinnar fyrst og fremst mið- ast við að hjálpa verst stöddu heim- ilunum. Hún hafni því hugmyndum um flata tuttugu prósenta afskrift. „Við teljum ekki rétt að afskrifa flatt yfir alla línuna hvort sem fólk þarf á því að halda eða ekki. Við viljum frekar hafa svigrúm til að gera betur og meira fyrir þá sem eru verst settir.“ Jóhanna greindi frá fimm málum sem ríkisstjórnin hefur afgreitt eða vinnur að og eru íviln- andi fyrir heimilin. Ríkisstjórnin samþykkti í gær stofnun eignaumsýslufélags sem á að taka yfir og leysa úr málum „þjóðhagslega mjög mikilvægra fyrirtækja,“ eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra orðaði það á blaðamannafundinum. Mikil- vægið ræðst af nauðsyn starfsemi fyrirtækjanna fyrir samfélagið og tiltók Steingrímur öryggisþætti á borð við fæðuöryggi, samgönguör- yggi og fjarskiptaöryggi. Eingaumsýslufélagið verður sjálfstætt fyrirtæki með sjálf- stæðri stjórn og tekur ákvarðanir á grundvelli laga og reglna í sam- starfi við Seðlabankann og aðila vinnumarkaðarins. Þá greindi Steingrímur frá hugmyndum sem uppi eru um að breyta greiðsluröð vegna van- skila á skattakröfum á þann veg að greitt verði fyrst inn á höfuðstól skuldarinnar en ekki af vöxtum líkt og nú er. bjorn@frettabladid.is Miklir erfiðleikar á 30 þúsund heimilum Eiginfjárstaða 30 þúsund heimila er neikvæð eða við það að verða neikvæð. Bílalán og yfirdráttarlán eru ekki tekin með í reikninginn. Forsætisráðherra segir hugsanlegt að afskrifa þurfi 40 prósent af skuldum þeirra verst settu. Peter, liggur Golfstraumurinn suður til Spánar núna? „Já, hann liggur allavega ekki lengur til Íslands með sinn snjó og klaka.“ Hundruð Íslendinga eru á leið til Spánar að spila golf í apríl. Peter Salmon er yfir- maður golfdeildar Vita-ferða. Hann segir veðráttuna á Íslandi valda því að fólk sækir til útlanda til að iðka íþróttina. ■ Gera á fólki mögulegt að breyta gengistryggðum lánum yfir í hefð- bundin verðtryggingarlán. ■ Hámarksupphæð greiddra vaxta- bóta og viðmiðunarfjárhæð vaxta- bóta hækka um 25 prósent. ■ Greiðsluaðlögun verður útvíkkuð með því að láta hana ná til fast- eignaveðkrafna. ■ Unnið er að samkomulagi um að öll greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs nái skilyrðislaust til allra lánastofnana. ■ Til skoðunar er að Íbúðalánasjóði verði heimilt að veita íbúðalán til að greiða upp íbúðalán hjá bönk- um og sparisjóðum. AÐGERÐIR FYRIR HEIMILIN Í LANDINU ÞRÖNG STAÐA MARGRA Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra upplýsti í gær að eiginfjárstaða um 30 þúsund heimila væri neikvæð eða við það að verða neikvæð. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra greindi frá stofnun eigna- umsýslufélags ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FERÐALÖG Þeir Hjalti Vigfús Hjalta- son og Gísli Jónsson, sem báðir starfa hjá Arctic trucks, eru nýkomnir heim úr sögulegri ferð á Suðurpólinn. Þeir óku, í félagi við aðra, fjórum sérútbúnum jeppum frá Arctic Trucks á pólinn en þetta er í fyrsta skipti sem fjórhjóladrif- in farartæki ná því marki. Í ferðinni gegndu þeir hlutverki þjónustuaðila fyrir þátttakendur í gönguskíðakeppninni Amundsen Omega 3 ski race ásamt því að fylgja kvikmyndatökuliði og öðru fylgdarliði keppninnar á pólinn. Ferðin tók í heildina tæpa þrá mánuði og býður árangurinn upp á ýmsa framtíðarmöguleika. - ve / sjá allt Söguleg ferð á Suðurpólinn: Sigur fyrir ís- lenskt hugvit DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi yfir manni, sem dæmdur var fyrir kyn- ferðisbrot gegn barnungri dóttur sinni. Dómnum er áfrýjað til refsi- þyngingar. Dómur Héraðsdóms Reykja- ness í máli mannsins, sem gekk 9. febrúar, vakti mikla umræðu. Maðurinn var þá dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota barn- unga dóttur sína ítrekað frá árun- um 2006 til nóvember 2008. Hún var tveggja ára þegar misnotkun- in hófst. Foreldrar barnsins höfðu verið skjólstæðingar félagsmálayfir- valda allt frá því að það fæddist. Var haft eftirlit með því hvernig barninu vegnaði vegna þess að báðir foreldrar höfðu átt við mikil vandamál að stríða um margra ára skeið. Þar kom að sálfræðingur var fenginn til að meta forsjárhæfni þeirra. Niðurstaða hans var sú að hann taldi stefnuleysi, geðsjúk- dóma og ýmsa andlega bresti ein- kennandi; hugsun þeirra væri of óskýr og dómgreind slök varðandi barnið. Barnaverndarnefnd höfð- aði því mál í febrúar 2007 til að svipta foreldrana forsjá yfir litlu stúlkunni. Dómstólar fóru fram á foreldrahæfnismat. Á þeim tíma var faðirinn kominn með forræð- ið yfir stúlkunni og mat sálfræð- ingur hann hæfan. Barnaverndaryfirvöld hættu þá við að krefjast forræðissviptingar. - jss Ríkissaksóknari áfrýjar vegna kynferðisbrots: Vill þyngri refsingu yfir föðurnum LÖGREGLUMÁL Karlmaður um fertugt er alvarlega slasaður eftir að bíll hans hafnaði á brúarstólpa við Reykjanesbraut undir Breiðholtsbraut seinnipart dags í gær. Maðurinn var á flótta undan lögreglu, sem hafði veitt honum eftirför frá Reykjanesbæ. Hann var einn í bílnum. Mildi þykir að enginn annar skuli hafa slasast við ofsaakstur mannsins. Maðurinn ók á kyrrstæðan bíl fyrrverandi eigin- konu sinnar í Reykjanesbæ og ók á brott. Enginn var í bílnum, sem er mikið skemmdur. Lögreglan á Suðurnesjum veitti honum eftirför, og lögregla höfuðborgar svæðisins tók við eftirförinni til móts við álverið í Straumsvík. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, og reyndu lögreglumenn ítrekað að króa bíl hans af. Um var að ræða stóran mikið breyttan jeppa og ók maðurinn ítrekað á lögreglubíla á flóttanum. Að sögn lögreglu mjaðmagrindarbrotnaði maður- inn. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans er líðan mannsins stöðug og hann ekki talinn í lífshættu. - bj Ofsaakstur ökumanns á flótta undan lögreglu endaði á brúarstólpa: Mildi að aðrir slösuðust ekki ÓNÝTUR Bíll mannsins var gjörónýtur eftir að hann hafnaði á brúarstólpa við Reykjanesbraut, undir Breiðholtsbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STANGVEIÐI Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri Auðlindasviðs Veiði- málastofnunar, býst ekki við að fiskgengd í íslenskum laxveiði- ám verði eins mikil í sumar og hún var í fyrrasumar. „Góðu árin fylgjast gjarnan að, nokkur í röð, og slæmu árin líka. Í fyrra var metveiði í mörgum ám, sérstak- lega á Suður- og Vesturlandi. Það er ekki hægt að ætlast til að met séu slegin mörg ár í röð en það er þó von til þess að fiskgengdin verði í mjög þokkalegu lagi. En fyrir Norðan og Austan eru aðrar blikur á lofti. Þar er byrjað að dala aðeins þótt ekkert í kortun- um bendi til neinna vandræða,“ segir Guðni sem ítrekar að álykt- anir hans byggist á bráðabirgða- tölum frá síðasta sumri. - gar Spá fiskifræðings: Laxarnir verða færri í sumar GUÐNI GUÐBERGSON Á að baki 30 ára rannsóknir á laxi og silungi. ALÞINGI Geir H. Haarde, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa pukrast með breytingar á stjórnarskránni. Málið var rætt á Alþingi í gær en forsætisráðherra mælti fyrir því á föstudag. Geir sagði það rangt sem stjórnarliðar héldu fram að haft hefði verið samráð við Sjálfstæðisflokkinn um málið. Honum hafi jú verið sýnt blað með málinu en ekki gefinn kost- ur á að gera við það athuga- semd. Aukinheldur hafi málinu verið breytt í þrígang áður en það var lagt fram. - bþs Breytingar á stjórnarskrá: Stjórnin pukrast að mati Geirs DÓMSMÁL Karlmaður um tvítugt, Ari Dagur Sigurðsson, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir lífshættulega hnífaárás, svo og til greiðslu 350 þúsund króna í miskabætur. Hann réðst að morgni nýársdags 2009 með hnífi á annan mann og stakk hann í andlit og bak. Árás- in átti sér stað í verslun 10-11 við Lágmúla í Reykjavík. Árásarmaðurinn gekkst undir geðheilbrigðisrannsókn. Hann reyndist vera sakhæfur, en upp- fyllti mörg skilmerki ofsóknar- æðis. Í greinargerð geðlæknis- ins kom fram að maðurinn iðrist einskis og útiloki í raun ekki að endurtaka „svona aftur gagnvart lituðum manni“. - jss Lífshættuleg atlaga: Átján mánuðir fyrir hnífaárás VIÐSKIPTI Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) og samstarfsfyrirtæki áttu hagstæðasta boðið í 1.000 mega- vatta vatnsaflsvirkjun sem verð- ur reist í Sviss. Tilboðið hljóðar upp á 70 milljarða króna. Ætlunin er að virkja um 600 metra fallhæð milli tveggja stöðuvatna í Ölpunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ÍAV. Nota á rafmagn framleitt utan háannatíma til að flytja vatn aftur upp í efra stöðuvatnið. Stefnt er að því að samninga- viðræður við verkkaupa hefjist á næstu vikum. Verktími verður tæplega fimm ár. - bj Nýstárleg virkjun í Sviss: ÍAV áttu lægsta boðið í virkjun STJÓRNMÁL „Þetta er óneitanlega dularfullt,“ segir Árni Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, um óútskýrt hvarf sautján hundruð eintaka af blaði sem hann gefur út í aðdraganda prófkjörs flokks- ins á laugardag. Árni segir kynningarblað sitt hafa verið prentað í 17.500 eintökum. Hann hafi samið við Íslandspóst um að dreifa því á öll heimili og fyrirtæki í Suðurkjördæmi. Blöð- in hafi alls staðar skilað sér nema í Vestmannaeyjum. „Hjá póstin- um í Reykjavík er mér sagt að blöðin hafi farið þar í bíl. Síðan átti að senda þau með Herjólfi til Vestmannaeyja en einhvers staðar á leiðinni virðast þau hafa horfið gersamlega,“ útskýrir Árni. - gar Óvæntur vandi Árna Johnsen: Prófkjörsblaðið hvarf í pósti SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.