Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 6
6 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
Á Jóhanna Sigurðardóttir að
verða formaður Samfylkingar-
innar?
Já 59,5%
Nei 40,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú sátt(ur) við vinnubrögð
alþingismanna síðustu daga?
Segðu þína skoðun á visir.is
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
EFNAHAGSMÁL Það er „brandari“
að embætti sérstaks saksóknara
sem falið hefur verið að rannsaka
hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér
stað í bankahruninu á Íslandi hafi
ekki fleiri en fjórum starfsmönn-
um á að skipa. Þetta sagði Eva Joly,
fyrrverandi rannsóknardómari í
Frakklandi, á málfundi í Háskólan-
um í Reykjavík í gær, þar sem hún
flutti erindi um alþjóðlegt flæði
fjármagns og þróunarlönd.
Joly hefur áunnið sér alþjóðlega
viðurkenningu fyrir baráttu sína
gegn spillingu og fjármálaglæp-
um, en frá árinu 1994 gegndi hún
embætti yfirrannsóknardómara,
juge d‘instruction, í Frakklandi, en
það er embætti sem nýtur sérstakr-
ar verndar enda liggur í hlutarins
eðli að sá sem því gegnir lendi uppi
á kant við volduga aðila.
Sem rannsóknardómari var Joly
lykilmaður í að rekja eitt stærsta
spillingarmál sem upp hefur
komið í Frakklandi, þar sem olíu-
félagið Elf Aquitaine, sem þá var í
ríkiseigu, var grunað um misferli.
Málið leiddi til dóma yfir fjölda
háttsettra embættis- og stjórnmála-
manna.
Joly rakti í erindi sínu svæsin
dæmi um spillingu í kringum auð-
lindanýtingu í þróunarlöndum, þar
sem voldug vestræn fyrirtæki eiga
í hlut í flestum tilvikum og arðræna
í félagi við spillta valaklíku heima-
manna þau fátæku lönd sem í hlut
eiga. En hún rakti einnig dæmi um
spillingarrannsóknir á Vesturlönd-
um og erfiðleikana sem þeir sem
vinna að slíkum rannsóknum lenda
í samkvæmt hennar reynslu. Einn
aðalvandinn sé sá að þeir aðilar
sem stundi stærstu efnahagsbrot-
in séu fjölþjóðlegir en þær stofn-
anir sem hafa vald til að rannsaka
slík mál og sækja menn til saka séu
bundnar við einstök þjóðríki og þar
með aðeins þann hluta viðkomandi
efnahagsbrotastarfsemi sem undir
lögsögu þess ríkis heyrir.
Sérstök meinsemd í þessu sam-
hengi segir Joly að séu skatta-
skjól á borð við bresku Jómfrúr-
eyjar, sem gera mönnum með
„einbeittan brotavilja“ kleift að
skrá skúffufyrirtæki án þess að
fram komi hver í raun standi að
baki því. Frjálsræðisvæðing hins
hnattvædda fjármálakerfis í anda
nýfrjálshyggju hafi gert illt verra.
Stór hluti verðbréfaviðskipta hafi
farið fram með ógegnsæjum hætti
í gegnum skúffufyrirtæki í skatta-
skjólum. Hún bendir á að rússneskir
auðjöfrar, sem komust í aðstöðu til
að auðgast gríðarlega við einkavæð-
inguna í kjölfar hruns Sovétríkj-
anna, hafi með hjálp skattaskjóla
komið gríðarlegum fjárhæðum
undan, sem með réttu ættu að
koma rússneskum almenningi til
góða. Joly sagði að það myndi „ekki
koma sér á óvart“ ef í ljós kæmi að
íslenskir auðjöfrar hefðu komið
undan stórfé úr bönkunum föllnu.
audunn@frettabladid.is
SKÝR SKILABOÐ Fullt var út úr dyrum þegar Joly talaði í Háskólanum í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Skattaskjólin eru ein
mesta meinsemdin
Eva Joly, sem var rannsóknardómari í Frakklandi og verður ráðgjafi íslensku
stjórnarinnar, segir skattaskjól vera meinsemd í fjármálakerfinu. Hana grunar að
íslenskir auðmenn feli fé og segir starfsmannafæð sérstaks saksóknara „brandara“.
STJÓRNMÁL „Það sem við höfum
sagt og stendur að sjálfsögðu er að
það verða engar skattabreytingar
gerðar í tíð þessarar ríkisstjórn-
ar. En ég held að öllum hugsandi
mönnum sé ljóst hvað fram undan
er.“
Þessu svaraði Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra til í
gær, spurður hvort hann væri sam-
mála Indriða H. Þorlákssyni, ráðu-
neytisstjóra fjármálaráðuneytis-
ins, um að hækka verði skatta til
að laga stöðu ríkissjóðs.
Steingrímur segir öllum ljóst að
ríkissjóður verði ekki rekinn um
aldur og ævi með allt að 170 millj-
arða króna halla á ári. Og fram-
undan er, að sögn Steingríms: „Að
takast á við þetta verkefni sem
bankahrunið og efnahagshrunið og
óráðsían og óstjórnin hér á undan-
förnum árum færir stjórnvöldum
sem nú eru, í hendur.“
Indriði viðraði afstöðu sína til
skattahækkana á opnum stjórn-
málafundi og í Ríkisútvarpinu í
síðustu viku. Steingrímur segir að
þar hafi Indriði talað fyrir sjálfan
sig.
Fátítt er að ráðuneytisstjórar
ræði opinberlega um pólitísk álita-
mál. Venjan er að þeir túlki aðeins
skoðanir þess ráðherra sem þeir
starfa fyrir hverju sinni.
Spurður hvort eðlilegt væri að
ráðuneytisstjóri talaði um pólit-
ísk álitamál sagðist Steingrímur
telja svo vera. „Ég held að ráðu-
neytisstjórinn í fjármálaráðuneyt-
inu hljóti að mega mæta á fund og
ræða þar málin eins og hver annar
í landinu.“ - bþs
Fjármálaráðherra segir að draga þurfi úr halla ríkissjóðs á komandi árum:
Nauðsynlegt að hækka skatta
DÓMSTÓLAR Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn
fyrir brot gegn valdstjórninni. Annar þeirra beit
í fingur lögreglumanns með þeim afleiðingum að
fingurinn brotnaði um liðamót.
Bitvarginum, sem er um tvítugt, er gefið að sök
að hafa ráðist á mann við veitingastaðinn Mælifell
á Sauðárkróki. Hann tók fórnarlambið hálstaki og
herti að svo lokaðist fyrir öndunarveg. Sá sem fyrir
árásinni varð missti meðvitund, en nærstaddir
skárust þá í leikinn og losuðu tak árásarmannsins.
Það var svo í lögreglubíl í kjölfar árásarinnar sem
maðurinn beit lögreglumann í vísifingur hægri
handar með þeim afleiðingum að fingurinn brotnaði
og lögreglumaðurinn hlaut opin sár.
Sá sem tekinn var hálstaki fer fram á rúmlega
800 þúsund krónur í skaðabætur.
Hinum manninum, sem ríkissaksóknari ákærir,
er gefið að sök að hafa ráðist á annan mann á götu
á Sauðárkróki, kýlt hann í andlitið og ítrekað slegið
hann með spýtu í andlit og líkama. Fórnarlambið
skarst í framan, skrámaðist víða og hlaut bitfar á
hendi. Þá brotnuðu fjórar tennur í honum og fimm
tennur sprungu. - jss
Ríkissaksóknari ákærir fyrir brot gegn valdstjórninni:
Beit í fingur lögreglu og braut
SAUÐÁRKRÓKUR Bitvargurinn lét til sín taka í lögreglubíl á
Sauðárkróki.
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
INDRIÐI H.
ÞORLÁKSSON
DÓMSMÁL Jafet Ólafsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri VBS
fjárfestingabanka, hefur verið
dæmdur til að
greiða ríkis-
sjóði 250 þús-
und króna sekt
fyrir að rjúfa
trúnað við við-
skiptamann
sinn. Það gerði
Jafet með því
að láta Sigurði
G. Guðjóns-
syni í té hljóð-
upptöku af samtali sínu við Geir
Zoëga, þar sem fram kom ástæða
þess að Geir hætti við að selja
Sigurði hlut sinn í Tryggingamið-
stöðinni. Geir tilkynnti Fjármála-
eftirlitinu um málið, sem tók það
til rannsóknar og kærði að lokum
til lögreglu. - sh
Jafeti Ólafssyni hegnt:
Sektaður fyrir
að rjúfa trúnað
JAFET ÓLAFSSON
ALÞINGI Eigendur séreignarsparn-
aðs geta tekið út allt að eina millj-
ón króna af sparnaði sínum, óháð
fjárhagsstöðu, eftir að frum-
varp um útgreiðslu sparnaðarins
var samþykkt með 44 samhljóða
atkvæðum á Alþingi í gær.
Fjárhæðin, að frádregnum
sköttum, greiðist út með jöfnum
mánaðarlegum greiðslum í níu
mánuði eftir að beiðni um úttekt
er skilað. Úttekt á sparnaðinum
mun ekki skerða barnabætur,
vaxtabætur eða atvinnuleysis-
bætur.
Áætlað er að um 200 milljarðar
króna séu í frjálsum séreignar-
sparnaði í dag. - bj
Opnað fyrir séreignarsparnað:
Má taka út eina
milljón króna
Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-
herra segir von á því að starfs-
mönnum sérstaks saksóknara
vegna bankahruns-
ins verði fjölgað.
Þetta segir Ragna
í tilefni ef orðum
Evu Joly, nýs
ráðgjafa yfirvalda
vegna rannsókn-
arinnar, um að
það sé brandari að
saksóknarinn hafi aðeins fjóra
starfsmenn. „Það er rétt að fimm
mannss starfa við embætti sérstaks
saksóknara að honum meðtöldum
en reiknað hefur verið með að sá
starfsmannafjöldi geti aukist í takt
við málafjölda. Einnig er mikilvægt
að saksóknari og eftirlitsstofnanir
leggi saman krafta sína við yfirferð
einstakra mála, og vinnur saksókn-
arinn að því að svo verði,” segir
dómsmála ráðherra. Ekki náðist í
saksóknarann. - gar
SAKSÓKNARINN
FÆR FLEIRA FÓLK
RAGNA
ÁRNADÓTTIR
KJÖRKASSINN