Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 34
Forkólfar þess sem eftir lifir af íslensku viðskiptalífi eru þessa dagana að hita upp fyrir hið árlega Viðskiptaþing Viðskipta- ráðs sem hefst á morgun. Nokkrir framámanna viðskipta- lífsins hafa sést upp á síðkastið taka á því í ræktinni. Greinilegt er að þar eru sumir á heima- velli. Aðrir sem þar hafa sést – pent sagt – hefðu mátt sýna fyrir- hyggju og byrja æfingarnar fyrr hafi þeir ætlað að vera í formi fyrir þingið í ár. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Hitað upp Bandaríski fjármálaspekúlant- inn Jim Cramer, einn af kunn- ustu álitsgjöfum vestan hafs um fjármálamarkaði og líklega einn lífleg- asti stjórnandi sjónvarpsþátt- ar um viðskipti, er svartsýnn á horfurnar fyrir hönd banda- rískra hluta- bréfaeigenda. Cramer birti nýtt verðmat í vikunni á net- miðlinum Street.com og játar þar mistök, sem fólust í of mikl- um væntingum til nýrrar ríkis- stjórnar Baracks Obama, for- seta Bandaríkjanna, sem hann taldi mundu kæta markaðinn og hífa verðið upp. Það gekki ekki eftir en vekur óneitanlega upp minningar um greiningardeildir bankanna (fyrir ríkisvæðingu), sem sáu græna tíð fram undan í nær hverju mati allt fram undir það síðasta. Of miklar væntingar Markaðurinn er ekki einn þeirra sem þverskallast við og neitar að endurskoða mat sitt. Fyrir nokkru var hér sagt frá einum gráglettn- um sem taldi meiri vinningslík- ur felast í kaupum á hlutabréf- um Straums en lottómiða. Miðað við þróun mála í vikunni er nú orðið nokkuð jöfnu saman að líkja enda hlutabréf húmorist- ans hér um bil jafn verðmikil og Víkingalottómiði með tvær tölur réttar en enga bónustölu. Kunningi Markaðarins hefur nú dustað rykið af gömlum ramma sem hann keypti á gamla geng- inu í Ikea á síðustu útsölu og hengt útprentaða eignastöðu sína upp á vegg í vinnuher- berginu við hlið ramma með bréf- um Atorku, Existu, Glitnis, Kaupþings o g L a n d s - bankans. Lottómiðinn 33 milljónir evra, um 4,7 milljarðar króna, var sú upp-hæð sem Straumur átti að greiða á mánudag, þegar bankinn var tekinn yfi r. Haldbært fé var um 15 milljónir evra, 2,1 milljarður króna. 7,2 milljarða króna tap varð fyrir afskriftir á síðasta ári hjá RARIK. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir var um 1,9 milljarðar króna. 1,2 milljarða króna afgangur varð af lánasjóði sveitarfélaga á síðasta ári. Engu að síður niðurfærði sjóðurinn tæplega 1,5 milljarða króna vegna afl eiðusamninga við Glitni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.