Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé Í dag er miðvikudagurinn 11. mars, 70. dagur ársins. 8.00 13.38 19.17 7.46 13.22 19.00 Greiðslujöfnun dregur úr óvissu Jafnari greiðslubyrði Lánstími lengist Við greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána miðast afborganir við gengi krónunnar þann 2. maí 2008 og mismunurinn færist aftan við upphaflegan lánstíma. Styrking styttir lánstímann Jafnari greiðslubyrði Ef gengi krónunnar styrkist á nýjan leik gengur lenging lánstímans til baka. Lánstími styttist aftur Sveiflur í greiðslubyrði 1 /2 2 0 0 9 1 /3 2 0 0 9 1 /4 2 0 0 9 1 /5 2 0 0 9 1 /6 2 0 0 9 1 /7 2 0 0 9 1 /8 2 0 0 9 1 /9 2 0 0 9 1 /1 0 2 0 0 9 1 /1 2 0 4 5 1 /1 2 0 0 9 Ójöfn greiðslubyrði skapar óvissu Veiking krónunnar með hækkandi greiðslubyrði og óvissan um hvort gengið muni veikjast eða styrkjast gerir það að verkum að erfitt getur verið að ná yfirsýn yfir fjármálin. Kona, 26 ára. Frá því í nóvember höfum við kallað eftir skoðunum viðskiptavina í útibúum og á heimasíðu okkar um það hvernig þeir vilji að nýr banki starfi. Við notum þessar ábendingar til að móta nýjan banka. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -0 4 1 6 „Koma með lausnir varðandi erlend húsnæðislán.“ Veiking íslensku krónunnar hefur valdið umtalsverðri hækkun á höfuðstól erlendra húsnæðislána margra heimila og samsvarandi hækkun á greiðslubyrði. Íslandsbanki kynnir nú varanlega lausn á þessum vanda. Nú geta viðskiptavinir bankans með húsnæðislán í erlendri mynt óskað eftir greiðslujöfnun þessara lána – sem þýðir að afborganirnar verða lægri og jafnari, óháð gengi krónunnar. Upphæð afborgana miðast við gengi krónunnar þann 2. maí 2008 uppreiknuð miðað við greiðslujöfnunarvísitölu og lánstíminn lengist. Ef gengi krónunnar styrkist á nýjan leik gengur lenging lánstímans til baka. Kostir Jafnari greiðslubyrði til frambúðar. Lægri greiðslubyrði heldur en núverandi afborganir sem hafa hækkað vegna veikara gengis íslensku krónunnar. Greiðslubyrði gæti lækkað á milli næstu mánaða gangi spár um þróun greiðslujöfnunarvísitölu eftir. Styrkist gengi íslensku krónunnar greiðist höfuðstóll lánsins hraðar niður en upprunalega var gert ráð fyrir. Hægt er að segja greiðslujöfnun upp hvenær sem er. Ókostir Möguleiki á að lán lengist en þó aldrei lengur en sem nemur helmingi af upprunalegum lánstíma. Gengisáhætta. Höfuðstóll lánsins greiðist hægar niður (a.m.k. til að byrja með) og gæti því hækkað meira en ella veikist gengi krónunnar. Vaxtaáhætta. Lengist lánstíminn felur það í sér hærri vaxtakostnað en ella, auk þess gætu breytilegir vextir myntanna hækkað á tímabilinu. Styrking krónunnar skilar sér ekki í lægri greiðslubyrði. Þess í stað styttist lánstíminn. Fáðu nánari upplýsingar um greiðslujöfnun erlendra húsnæðis- lána hjá ráðgjöfum í næsta útibúi eða á islandsbanki.is. Erum við símann til kl. 21 í kvöld Ráðgjafar okkar eru lengur við símann í dag, miðvikudag. Hringdu í síma 440 4000 og fáðu nánari upplýsingar um greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána. Íslandsbanki kynnir lausn sem minnkar greiðslubyrði heimilanna - langtímalausn fyrir viðskiptavini Greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána Mikil leit hefur staðið yfir að lausnum eftir hrunið mikla. Eins og við var að búast var reiðin mest áberandi fyrsta kastið, og er raunar enn ríkjandi sem eðlilegt er. Þeim sem báru ábyrgð á ástand- inu skyldi refsað. Reiðin beindist gegn ríkisstjórn, þingmönnum og framagosum viðskiptalífsins. Fólk- ið kom ríkisstjórninni frá og fékk kosningar í gegn tveimur árum fyrr en áætlað var. Og rannsókn er hafin á viðskiptalífinu í aðdrag- anda og eftirleik hrunsins. OG nú virðist allt vera að falla í sama farið. Allt virðist komið í ákveðinn farveg og því ekk- ert meira fyrir okkur almenning að gera. Nema fara á hausinn og kjósa rétt. KRAFTURINN sem einkenndi byltinguna er í það minnsta horf- inn. Nú snýst allt um prófkjör og kosningar og hver hefur tíma til að hugsa um eðli þjóðfélagsgerð- arinnar á slíkum spennutímum? Í það minnsta virðumst við hafa verið ansi ánægð með það fólk sem var í fararbroddi stjórnmálanna. Það raðar sér í efstu sæti lista í prófkjörum og kannanir sýna að þeir flokkar sem tímabundið guldu fyrir hrunið í skoðanakönnunum virðast hafa náð sér aftur á strik. UMRÆÐAN hefur líka æ frek- ar farið að snúast um einstök mál. Æ ofan í æ heyrir maður menn halda einhverju ákveðnu máli á lofti; sko þetta er mín töfralausn! Evrópusambandið, stjórnlaga- þing, stjórnarskrárbreyting, beint lýðræði, kosningar. Hver og einn heldur fram sinni töfralausn sem kyndlinum sem lýsa á okkur leið úr svartnættinu. Hvar er umræðan um heildarendurskoðun samfélags- gerðarinnar núna? Hvar er krafan um gjörbyltingu í samfélaginu? Hvar er orkan sem leysti úr læðingi eitt stykki byltingu? ÖLLU þessu hefur verið beint í hefðbundna farvegi stjórnmálanna. Ekkert hefur í raun breyst. Stjórn- málaflokkarnir gera það sem þeir eiga að gera; útmála sig og sín mál- efni í sem fegurstum litum til að fá sem flest atkvæði. Og stjórnmála- menn munu geta skreytt sig með endurnýjuðu umboð að kosningum loknum. STAÐREYNDIN er sú að það eru engar töfralausnir til. Breyting á stjórnarskránni ein og sér mun ekkert segja, beint lýðræði breyt- ir engu, nýtt þing alls engu. Ekk- ert nema róttæk endurskoðun á gildum okkar dugar. OG er slík endurskoðun ekki hið besta mál? Töfralausnirnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.