Fréttablaðið - 11.03.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 11.03.2009, Síða 32
MARKAÐURINN 11. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur- inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. Fyrirtæki geta varið stöðu sína vegna eigna eða skulda fyrir áhættu vegna gengisbreytinga með framvirkum samningum. Þannig getur til dæmis fyrirtæki í innflutningi séð sér hag í því að verj- ast geti það keypt vörur nokkru áður en greiða þarf erlendum birgjum. Ef fyrirtækið tekur inn vörur en þarf ekki að greiða fyrr en mánuði síðar fylgir því talsverð áhætta. Breytist gengið getur fyrirtækið annað hvort greitt minna eða meira fyrir vöruna, eftir því hvort krónan styrkist eða veikist. Þá getur borgað sig fyrir fyrirtækið að verja sig fyrir þessari áhættu, að hluta eða öllu leyti. Það má gera með því að gera framvirka samninga við fjár- málastofnanir um kaup á ákveðinni upphæð í er- lendum gjaldmiðli, á fyrirfram ákveðnu gengi og fyrirfram ákveðinni dagsetningu. Einnig er hægt að semja um kauprétt á ákveðinni upphæð. Svipaðri aðferð er einnig beitt við kaup á verðbréf- um. Þá getur fjárfestir samið um sölurétt á verð- bréfunum á ákveðnu verði og þannig takmarkað fyrirfram hugsanlegt tap af fjárfestingunni. Varin staða Firma Consulting er óháð ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í stórum og millistórum fyrirtækjum Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Ráðgjöf til fyrirtækja AF ALÞINGI Greinarhöfundur segir skilvirkustu leið stjórnvalda til endurreisnar atvinnu- og efnahagslífinu að skapa eftirsóknarverða en trúverðuga framtíðarsýn sem felur í sér áherslur og markmið til lengri tíma. Þó svo hagfræðingar séu almennt ekki sammála um hvernig skil- greina beri efnahagskreppu, þá má segja að þar sé átt við lang- dreginn samdrátt efnahagslífs sem einkennist af falli í þjóðar- framleiðslu og eftirspurn, geng- isfalli gjaldmiðils, auknu atvinnu- leysi, skorti á lánsfé og gjald- þrotum. Þó svo skammt sé liðið á íslensku kreppuna virðist þetta allt eiga ágætlega við um það ástand sem hér er að skapast. Það er eðlilegt að einhverjir spyrji sig af hverju? Af hverju er kreppa? Um það má hafa mörg orð og rekja hagrænan aðdrag- anda langt aftur í tímann. En til einföldunar má segja að krepp- an, og afleiðingar hennar, sé fyrst og fremst til komin vegna þess að trúverðugleiki hagkerfis- ins hefur rýrnað. Einhverra hluta vegna hafa hagsmunaaðilar við- komandi hagkerfis ekki sömu trú á því og áður og líta svo á að horf- ur þeirra til framtíðar hafi versn- að. Vantrú af þessu tagi eykur líkur á flótta frá viðkomandi hag- kerfi sem getur tekið á sig mis- munandi myndir. Þetta getur átt við um flótta fólks, sem leitar betri lífsskilyrða annars staðar, flótta fjármagns, í leit að örugg- ari ávöxtun og jafnvel fyrirtækja, sem leita hagfelldara rekstrarum- hverfis og betri vaxtarskilyrða. Ekkert af þessu er viðkomandi hagkerfi hagstætt. Ávallt er þörf á góðu fólki, fjármagni og fyrirtækjum sem er efniviður verðmætasköpun- ar og um leið grunnstoðir þess velferðarkerfis sem flestar þjóðir leitast við að skapa. LAND TÆKIFÆRA Viðhorf eins og lýst er hér á undan, væntingar um verri fram- tíð, er stærsti vandi íslensks sam- félags í dag. Í því kristallast verk- efnið framundan, sem er að sann- færa alla þá sem eiga hagsmuni undir íslenska hagkerfinu, inn- anlands og utan, um að Ísland sé land tækifæra en ekki hnign- unar. Þar kemur til kasta allra þeirra sem hér ráða för, sérstak- lega stjórnvalda. Skilvirkasta leið stjórnvalda að þessu marki er að skapa eft- irsóknarverða en trúverðuga sýn sem felur í sér áherslur og mark- mið til lengri tíma. Slík framtíðarsýn þarf að svara áleitnum spurningum um afstöðu stjórnvalda til afar mikilvægra málaflokka á borð við utanríkis- og peningamála, opinberra fjár- mála, áherslur í atvinnuuppbygg- ingu og umsvifa hins opinbera á atvinnumarkaði. Hvernig verð- ur varanlegum efnahagslegum stöðugleika komið á? Á að halda krónunni eða skipta um gjaldmið- il? Hvaða gjaldmiðil? Verður sótt um aðild að Evrópusambandinu? Hvernig á að koma á jafnvægi í fjármálum hins opinbera? Hvar og hversu mikið verður skorið niður? Hvaða áherslur verða í skattlagningu á fyrirtæki og einstaklinga? Hvert á umfang þjónustu hins opinbera að vera og hver eiga umsvif þess að vera á atvinnumarkaði? Er eðli- legt að opinber fyrirtæki keppi við einkafyrirtæki? Er ríkið heppilegur eigandi fyrirtækja í atvinnurekstri? Svör við þessum spurningum hafa áhrif á væntingar fólks og fyrirtækja til framtíðar á Íslandi. Hvort sem svörin fela í sér eftirsóknarverðar horfur eður ei, skiptir höfuðmáli að eyða sem fyrst þeirri umtalsverðu óvissu sem nú ríkir um ofangreind mál. Þannig er Íslendingum gert kleift að leggjast á árarnar af meiri vissu en annars er hægt og leggja þannig grunn að þeirri góður framtíð sem auðlindir Íslands gefa færi á. LÝST EFTIR SKÝRRI STEFNU Það er eðlileg krafa að stefna stjórnmálaflokkanna í ofan- greindum málum liggi fyrir í að- draganda kosninga í apríl. Vissu- lega er þægilegt að ganga óbund- inn til kosninga, en það væri hreinlega óheiðarlegt gagnvart kjósendum og á skjön við þá lýð- ræðisvakningu sem nú er krafa um í samfélaginu. Viðskiptaþing í ár er haldið undir yfirskriftinni Endurreisn hagkerfisins – horft til framtíðar. Þar verður leitast við að fá svör við ofangreindum spurningum, frá sjónarhóli at- vinnulífs og stjórnmála. Svörin eru mikilvæg, því þau marka upp- haf ferlis aðgerða sem trúverðug- leiki stjórnvalda og endurreisn hagkerfisins mun byggja á. O R Ð Í B E L G Finnur Oddsson Framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands Kreppan og leiðin fram á við Allt frá því að efnahagslífið hér fór á hliðina í október í fyrra hefur dóm- stóll götunnar farið húsa á milli í leit að vandfundnum sökudólgum. Erfitt er að greina hverjir það eru, hverjir luma á óhreinu mjöli í pokahorninu og hverjir hafa hreinan skjöld. Dómstóllinn fékk kræsingar að kjamsa á um síðustu helgi þegar Morgunblaðið greindi frá umfangsmiklum lánveitingum venslaðra aðila hjá Kaupþingi. Lánin hljóðuðu upp á tæpa fimm hundruð milljarða króna, samkvæmt lánabók bankans í júní. Fátt annað hékk á spýtunni. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sendi frá sér tilkynningu daginn eftir fréttaflutning af lánveitingum bankans. Hann sagði meðal annars, að í umfjöllun fjölmiðla hefði ekki verið gerð grein fyrir veðtryggingum fyrir umræddum lánum og frádrætti vegna þessa sem kveðið sé á um í reglum um stórar áhættuskuldbindingar. „Meðal frádráttar má nefna handveð í peningainnistæðum og verð- bréfum og skuldbindingar utan efnahagsreiknings. Þess vegna eru þær upphæðir sem tilgreindar eru í fréttinni marklausar enda voru áhættuskuldbindingar bankans til umræddra aðila mun lægri,“ segir Sigurður og bendir á að sömuleiðis hafi því verið ranglega haldið fram að umræddar lánveitingar hafi farið til eigenda bankans. Þá telur Sigurður að verulegur hluti skuldbindinga Roberts Tchenguiz, eins af umsvifamestu viðskiptavinum bankans í Bretlandi, hafi verið vegna endurhverfra verðbréfaviðskipta og framvirkra samninga sem fjármagnaðir voru af öðrum bönkum, en Kaupþing hafi haft milligöngu um. „Af umfjöllun síðustu vikna fæ ég ekki betur séð en að fjölmiðlum séu sendar kerfisbundið misvísandi upplýsingar um starfsemi Kaup- þings,“ segir Sigurður einnig í tilkynningunni. Sigurður dregur upp greinargóða mynd af því gríðarlega flókna starfi sem fram fór innan veggja Kaupþings fyrir hrun bankans, nokkuð sem leikmenn eiga erfitt með að skilja. Aðrar lykilpersónur sem tengdust umfjöllun um lánveitingar bank- ans stigu ekki fram úr skugganum. Þær létu ekki í sér heyra og kusu að standa hljóðar hjá. Vart má segja að þær hafi bætt hlut sinn. Þvert á móti má ætla að þögnin haldi lífi í varðeldi dómstóls götunnar. Edda Rós Karlsdóttur, hagfræðingur hjá Landsbankanum, bendir á í úttekt í Markaðinum í dag að skortur sé á trausti á fjármálamörkuð- um. Það hefur lengi legið fyrir, en aukist fremur en hitt. Nauðsynlegt er að snúa þeirri þróun við. Ein þeirra leiða er að þær lykilpersónur sem tengjast íslenska efna- hagshruninu í fyrrahaust, stígi fram úr skugganum og geri hreint fyrir sínum dyrum. Aðeins þá verður andrúmsloftið hreinsað og vörður lagð- ar fyrir nýja framtíð. Þeir, sem halda sig í skugganum, tefja fyrir þeirri vegferð. Viðskiptaþing 2009 hefst á morgun undir yfirskriftinni „Endurreisn hagkerfisins“. Líklegt má telja að það verði ólíkt þingum fyrri ára, jafn- vel frábrugðið þinginu í fyrra þótt tekið hafi verið að halla verulega undan fæti á mörkuðum þá, bæði hér heima og erlendis. Eitt markmiða þingsins nú, er að skapa eftirsóknarverða en trúverðuga sýn sem felur í sér áherslur og markmið til lengri tíma, líkt og Finnur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir í grein hér á síðunni. Hreinskilni og sannleikur ættu sömuleiðis að vera með í för, enda næringarríkt og hollt veganesti á langri leið. Mikilvægt er að lykilpersónur sem tengjast hruni efnahagslífsins geri hreint fyrir sínum dyrum. Dularfullur auðkýfingur hverfur af sjónarsviðinu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.