Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 12
12 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Kúplingar Sumir héldu að kjör Baracks Obama myndi snúa gæfunni Bandaríkjunum í vil. Þar sem það hefur ekki gerst, þrátt fyrir risavaxnar efnahagsaðgerðir, kynningu á aðgerðaáætlun til að takast á við fasteignavandann og ýmsar ráðagerðar til að koma á efnahagslegum stöðugleika, eru sumir farnir að skella skuldinni á Obama og stjórn hans. Obama erfði hins vegar hag- kerfi í lausu lofti og hefði ekki getað snúið hlutunum við á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því hann tók við embætti. Á síðustu mánuðum sínum í embætti var líkt og Bush forseti væri lamaður af ótta og ófær um að gera svo til nokkurn skapaðan hlut. Það er því léttir að Bandaríkin hafa loksins fengið forseta sem lætur til skarar skríða og það sem hann hefur þegar gert mun hafa mikil áhrif. Duga ekki til En því duga þær aðgerðir ekki til? Efnahagsaðgerðirnar virðast umfangsmiklar – rúmlega tvö prósent af árlegri vergri lands- framleiðslu – en þriðjungur þeirra fer í skattalækkanir. Miðað við yfirvofandi skuldahala, ört vaxandi atvinnuleysi (og eitt versta atvinnubótakerfi meðal stærstu iðnríkjanna) og rýrnandi eignaverð, mun almenn- ingur að öllum líkindum nýta skattalækkanir í sparnað. Næstum helmingur efnahags- aðgerðanna setur samdráttar- áhrif skattalækkananna á ríkis- vísu einfaldlega úr skorðum. Öll ríki Bandaríkjanna verða að stefna að stöðugleika í fjárlögum. Talið var að heildarhalli allra ríkjanna myndi nema um 150 milljörðum dollara fyrir nokkr- um mánuðum síðan; þær tölur hljóta nú að vera orðnar hærri – Kalifornía ein og sér stendur til dæmis frammi fyrir 40 milljarða dollara hallarekstri. Sparnaður heimila hefur loks- ins aukist, sem er gott fyrir bókhald heimilanna til lengri tíma litið, en vont fyrir hagvöxt- inn. Um leið hafa fjárfestingar og útflutningur snarminnkað. Hinn sjálfvirki jafnvægisbúnað- ur Bandaríkjanna – framsækni skattakerfisins, styrkur velferðar- kerfisins – hefur laskast mjög, en mun sjá efnahagslífinu fyrir einhverri örvun, þar sem búist er við að fjárlagahallinn snarhækki upp í tíu prósent af vergri lands- framleiðslu. Í stuttu máli munu efnahagsaðgerðirnar efla banda- rískan efnahag, en líklega ekki nóg til að knýja fram kröftuga uppsveiflu. Það eru slæm tíðindi fyrir umheiminn líka, þar sem endurreisn á heimsvísu er háð kraftmiklu efnahagslífi í Banda- ríkjunum. Dýrmætar lexíur Hin raunverulegu mistök í endur- reisnaráætlun Obama eru hins vegar ekki fólgin í efnahagsað- gerðunum sem slíkum heldur í til- raununum til að endurlífga fjár- málamarkaðina. Ríki um allan heim sem glíma við bankakreppu geta lært dýrmæta lexíu af mis- tökunum sem Bandaríkin hafa gert: – Seinkun á endurhönnun og uppbyggingu bankakerfisins er dýrkeypt, bæði hvað endanlegan kostnað við björgunar aðgerðirnar snertir sem og skaðann sem hag- kerfið bíður í millitíðinni. – Stjórnvöld eru treg til að viðurkenna hvað vandamálið kemur til með að kosta í raun og veru. Þau gefa því bankakerfinu nóg til að tóra en ekki nóg til að endurheimta fyrri styrk. – Tiltrú og traust eru mikilvæg en verða að hvíla á öruggum stoð- um. Ekki má marka stefnu á grundvelli ósanninda á borð við þau að lánastarfsemin sem stund- uð var hafi verið góð og gild og að viðskiptavit forystu sauðanna í fjármálageiranum fái uppreisn æru um leið og traustið hefur verið endurheimt. – Það má gera ráð fyrir að banka menn skari eld að eigin köku ef hvatarnir eru fyrir hendi. Óhófleg áhættusækni var keyrð áfram af annarlegum hvötum. Bankar sem eru á barmi gjaldþrots en of stórir til að riða til falls eru líklegir til að taka enn meiri áhættu. Vitandi að stjórnvöld hreinsa til eftir þá, ef til þess kemur, fresta þeir að greiða úr flækjum fasteignalána en borga þess í stað hver öðrum milljarða í kaupauka og arð- greiðslur. – Að velta skuldum yfir á almenning meðan gróðinn er einkavæddur er mun uggvæn- legra en að þjóðnýta banka. Skattgreiðendur í Banda- ríkjunum bera sífellt minna úr býtum. Fyrir hvern dollara sem ríkið lagði fram í fyrstu fjármagns innspýtingunni fékkst 0,67 dollara virði í eignum (þótt eignirnar væru ábyggilega of hátt metnar og féllu fljótlega í verði). En í undanförnum inn- spýtingum er talið að virði hvers dollara í eignum sé 0,25 dollarar eða minna. Óhagstæðir skil- málar eru ávísun á háar skuldir þjóðarbúsins í framtíðinni. Ein ástæðan fyrir því hvers vegna skilmálarnir eru svona slæmir er ef til vill sú að ellegar ætti almenningur nú ráðandi hlut í að minnsta kosti einum af stóru bönkunum. – Ekki rugla bankamönnum og hluthöfum saman við það að bjarga bönkum. Bandaríkin hefðu getað bjargað bönkunum en látið hluthafana gossa fyrir mun minna fé en þau hafa þurft að eyða. – Molahagfræðin ber yfirleitt ekki árangur. Að dæla peningum í banka hefur ekki hjálpað fast- eignaeigendum: nauðungar- uppboðum fjölgar enn. Að láta AIG riða til falls hefði ef til vill komið illa við nokkrar mikilvæg- ar stofnanir, en það hefði verið auðveldara að fást við það en að leggja 150 milljarða dollara undir og vona að hluti þess nýtist þar sem þess er þörf. – Skortur á gagnsæi kom fjármála kerfi Bandaríkjanna í klípu. Skortur á gagnsæi mun ekki leysa vandann. Obama- stjórnin lofar að taka á sig tap til að hvetja vogunarsjóði og aðra einkaaðila til að kaupa „slæmu“ eignir bankanna. En það leiðir ekki til myndunar á „markaðsverði“, eins og ríkis- stjórnin heldur fram. Ef stjórn- völd sitja uppi með tapið er verð- ið bjagað. Bankar hafa þegar tapað fé og ágóði þeirra verður nú á kostnað skattgreiðenda. Að blanda vogunarsjóðum í slaginn sem þriðja aðila mun aðeins auka kostnaðinn. - Betra er að horfa fram á við en til baka, einblína á að tak- marka áhættuna við nýjar lán- veitingar og tryggja að sjóð- ir komi lánastarfsemi í eðlilegt horf. Sem dæmi má nefna að 700 milljarða dollara lán til nýs banka með skuldsetningarhlut- fallið tíu á móti einum, gæti fjár- magnað ný lán að andvirði sjö billjóna dollara. Dagar gullgerðarinnar á enda Sá tími er vonandi á enda þegar menn trúðu að það væri hægt að búa eitthvað til úr engu. Skamm- sýn viðbrögð stjórnmálamanna – sem vilja komast upp með að leggja fram nógu lága fjárhæð til að þóknast skattgreiðendum en nógu háa til að þóknast bönkun- um –framlengja aðeins vandann. Ógöngurnar dýpka. Meiri pen- inga er þörf en Bandaríkjamönn- um hugnast lítt að reiða þá fram – allra síst á þeim kjörum sem hafa verið undanfarið. Peninga- brunnurinn er að þorna upp. Það sama gæti orðið um bjartsýnina og vonina, sem Bandaríkjamenn eru annálaðir fyrir. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Col- umbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru Fréttablaðsins. Ljón á vegi endurreisnar Sá tími er vonandi á enda þegar menn trúðu að það væri hægt að búa eitthvað til úr engu. JOSEPH STIGLITZ Í DAG | Endurreisn efnahags- lífsins Þæfður lopi Þingmaðurinn Ármann Kr. Ólafsson hefur sagt skilið við nýja tíma og tekið ástfóstri við þá gömlu. Í takt við slagorð hans, Gömul gildi – ný tækifæri, skrýðist hann nú fagurri íslenskri lopapeysu á öllu kynn- ingarefni sínu í stað stífpressuðu góðærisjakkafatanna frá síðustu kosningum. Lopapeysur hafa hingað til oftar verið kenndar við vinstri væng stjórnmálanna en þann hægri sem Ármann tilheyrir, en nú virðist ætla að verða breyting þar á. Það helst ágætlega í hendur við annað fyrirbæri sem áður var talið einkenna vinstrimenn en hefur smitast hastarlega yfir á sjálfstæðismennina á Alþingi – málþófið. Lopapeysan hefur því eflaust komið sér vel þegar Ármann reið á vaðið við að teygja lopann í pontu þingsins í fyrrakvöld. Tímarnir breytast... …og þingmennirnir með. Nú barma stjórnarliðar sér yfir sjaldheyrðu málæði sjálfstæðismanna. Vinstri græn virðast hins vegar hafa gleymt tveggja ára gamalli skoðun sinni að málþóf sé nauðsynlegt lýð- ræðinu. Þá andmæltu flokks- mennirnir því mjög að breyta ætti þingskapa- lögum í þá veru að ræðutími yrði takmarkaður. „Það er í raun lýðræðislegur réttur okkar til að vekja athygli þjóðarinn- ar og fjölmiðla á varhugaverðum málum,“ var þá einkunn Kolbrúnar Halldórsdóttur til handa þófinu góða. Nokkuð (ó)ljóst Altalað er hversu ákveðin og skelegg kona Jóhanna Sigurðardóttir er. Það mátti til dæmis heyra á fundi forystu- manna ríkisstjórnarinnar í gær, þegar Jóhanna var innt eftir því hvort hún ætlaði að sækjast eftir formennsku í Samfylkingunni. „Það er nokkuð ljóst að ég mun ekki gera þetta, en ég er að íhuga þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið,“ sagði Jóhanna ákveðin sem aldrei fyrr. stígur@frettabladid.is S kipan á lista stjórnmálaflokka fyrir komandi þingkosn- ingar stendur nú sem hæst. Flokkarnir hafa mismun- andi hátt á skipan listanna en forval eða prófkjör eru þó víðast haldin. Við skipan sumra lista hefur verið valið að nota kynja- kvóta til að tryggja sem jafnast hlutfall kynja á listunum. Beiting kynjakvóta er umdeild. Andstæðingar hans taka jafnvel svo djúpt í árinni að segja að kynjakvóti sé andstæður jafnrétti meðan fylgjendur kalla hann jákvæða mismunun sem nauðsynlegt sé að beita uns jafnræði ríki með kynjunum. Meðan staðan er þannig að mikill meirihluti þingmanna er karlar er hlutverk kynjakvótans að jafna hlutföll milli kynja. Það gerir hann eingöngu með því að virka aðeins á annan veginn, þ.e. með því að beita honum aðeins konum í vil þegar hann er notaður við uppröðun á lista til þingkosninga. Þegar kynjakvótinn er farinn að lyfta körlum upp á listum þá vinnur hann þvert gegn markmiði sínu. Verulega hallar á hlut kvenna á Alþingi. Það væri því eingöngu verjandi að beita kynjakvóta í báðar áttir í því tilviki að allir flokkar og framboð byndust samtökum um að hafa jafnt hlutfall kynja á listum sínum. Meðan skipan framboðslista er hins vegar þannig að þau þingsæti sem öruggust teljast eru að talsverðum meirihluta skipuð körlum þá fer verulega vel á því að á einum og einum framboðslista sé þessu öfugt farið. Vinstri græn í Reykjavík geta þannig verið stolt af því að bjóða fram lista þar sem konur skipa flest þau sæti sem talin eru örugg þingsæti. Þessir framboðslistar eru raunverulegt framlag til þess að jafna kynjahlutfallið á Alþingi. Ýmsum öðrum aðferðum en kynjakvóta má beita til að leitast við að jafna hlut kynjanna á framboðslistum. Þannig hefur verið sýnt fram á að konum vegnar yfirleitt betur í prófkjörum þar sem skýrar reglur gilda um að frambjóðendur megi verja litlu sem engu fé í kosningabaráttuna. Ýmsum þeim sem uppsigað er við kynjakvóta gæti hugnast sú leið betur. Hlutur þingkvenna af landsbyggðinni er sérstakt áhyggjuefni. Á sitjandi þingi kemur einungis fjórðungur þingkvenna af lands- byggðinni. Skipan þeirra lista sem þegar hafa verið birtir gefa ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni um að þetta hlutfall breytist verulega. Sérstök ástæða ætti því að vera til að beita markvissum aðgerðum til að auka hlut þingkvenna af landsbyggðinni. Ljóst er að enn vantar talsvert upp á að staða karla og kvenna sé með þeim hætti að kynjahlutfall á Alþingi verði jafnt án þess að hjálparmeðul séu notuð. Þangað til er nauðsynlegt að beita jákvæðri mismunun óhikað. Sé kynjakvóta beitt er mikilvægt að horfast í augu við það hvers vegna það er gert og láta hann vinna með markmiði sínu en ekki gegn því. Jákvæð mismunun verður að gagnast þeim sem hún er ætluð: Þegar vopnin snú- ast í höndunum STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.