Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 31
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 Ú T T E K T Atvinnuleysi mældist 6,9 prósent í janúar innan þeirra 30 ríkja sem aðild eiga að Efnahags- og fram- farastofnuninni (OECD), sam- kvæmt tölum sem birtar voru í vikunni. Þetta er 8,3 prósenta aukning á milli mánaða en 1,3 prósent frá sama tíma í fyrra. Af einstökum hagsvæðum mældist atvinnuleysi 8,3 prósent á evru- svæðinu en 8,1 prósent í Banda- ríkjunum. Aukningin er innan allra aðildarríkjanna að Japan og Mexíkó undanskildum en þar dróst atvinnuleysi saman um 4,3 til 4,6 prósent milli mánaða. Mesta atvinnuleysið var á Spáni, eða 14,8 prósent. Tölur um atvinnuleysi hér eru ekki í upplýsingum OECD. Það mældist 6,6 prósent í mánuðin- um, samkvæmt Vinnumálastofn- un, sem er 32 prósenta aukning frá í desember. Tölur sem þessar hafa ekki sést síðan í janúar 1995 en þá var atvinnuleysi 6,8 prósent. Á sama tíma í fyrra stóð atvinnu- leysi í einu prósenti. - jab SÓTT UM VINNU Fólk á leið úr atvinnu - miðlun í Madríd á Spáni. Atvinnuleysi var þar mest innan aðildar ríkja OECD í janúar, eða 14,8 prósent. MARKAÐURINN/AP Atvinnuleysi eykst Stjórn Alþjóðabankans greindi frá því á sunnudag að útlit sé fyrir að hagvöxtur muni dragast saman á árinu og muni milliríkjaviðskipti fylgja með niður í svelginn. Bankinn gefur spána út fyrir fund fjármálaráðherra tuttugu umsvifamestu iðnríkja heims, sem haldinn verður í Lundúnum í Bret- landi um næstu helgi. Bandaríska dagblaðið New York Times, sem segir þetta dekkstu hagspá sem sést hafi það sem af er ári, hefur eftir hagfræðingum bankans að þessir tveir þættir hafi ekki fylgst að síðan á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðan þá eru liðin rúm sextíu ár. Alþjóðabankinn dregur upp afar dökka mynd af horfum heimshag- kerfisins, segir að áhrifanna muni gæta langt út fyrir það sem áður var talið. Talið er til að undirmáls- kreppan, sem hófst fyrir tveim- ur árum með vanskilum banda- rískra fasteignalántakenda, hafi undið svo upp á sig að nú bíti hún af krafti í þá sem síst skyldi, fá- tækustu þjóðir heims í Suður-Am- eríku, Afríku og í SA-Asíu. Þá kemur fram að ekki megi úti- loka að alþjóðlegar lánastofnanir á borð við Alþjóðabankann og Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn muni ekki hafa burði til að koma öllum þeim til hjálpar sem leiti ásjár þeirra. Blaðið segir Robert B. Zoellick, forstjóra Alþjóðabankans, hafa mælst til þess að ríkustu þjóð- ir heims taki höndum saman til hjálpar þeim sem minna megi sín og mæli hann með því að ríkustu þjóðir heims sammælist um stofnun bjargráðasjóðs til handa þeim fátækari, sem þau geti sótt í til stuðnings fyrirtækjum í nauð- um. Verði draumar Zoellicks að veruleika munu ríkustu lönd heims leggja ákveðna upphæð í sérstak- an sjóð, um 0,7 prósent, af þeirra eigin björgunarpakka. Líkur eru á að nokkur lönd í Mið- og Austur-Evrópu, svo sem Pólland, Ungverjaland og Tékk- land, geti sótt sér fé í sjóðinn. Þessi lönd hafa orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna samdráttar í útflutningi til Vestur-Evrópu sam- hliða því að aðgangur landanna að fjármagni hefur lokast. ROBERT B. ZOELLICK Forstjóri Alþjóða- bankans hefur viðrað hugmyndir um stofn- un sjóðs handa fátækustu ríkjum heims sem þær ríkustu leggi í. Innlegg þjóðanna er lítið brot af þeim björgunarpökkum sem þær samþykkja til bjargar eigin skinni. MARKAÐURINN/AP Ríkar þjóðir hjálpa þeim efnaminni ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 51 67 0 2/ 0 9 LÍTILL FJÁRMAGNSKOSTNAÐUR Ekki safna skuldum vegna fjármagnskostnaðar í vörum. Með flugfrakt sparar þú umtalsverð gjöld vegna fjármagns- kostnaðar þar sem þú getur pantað minna inn í einu, með styttri fyrirvara og færð vöruna mun fyrr í hendur. MIKILL FJÁRMAGNSKOSTNAÐUR BEINT FRAKTFLUG – 24 ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU, BANDARÍKJUNUM OG KANADA. WWW.ICELANDAIRCARGO.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.