Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 11. mars 2009 Á háskólatónleikum í dag í hádeginu flytja Borgar Magnason, kontrabassi, Frank Aarnik, slagverk, og Peter Máté, píanó, verk eftir Áskel Másson. Tvö verkanna eru frumfutt en eitt leikið í fyrsta skipti opinberlega hér á landi. Tónleikarnir hefjast í Nor- ræna húsinu kl. 12.30. Áskell Másson (1953) stundaði nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík til ársins 1969 og spil- aði þá með tilraunahljómsveit í Handíða- og Myndlistarskólanum auk þess sem hann vann um tíma með Náttúru. Hann sótti þá einkanám í hljómfræði, kontrapunkti og tónsmíðum hjá Patrick Savill og einka- nám í slagverksleik hjá James Blades í Lundúnum á árunum 1975-77. Árin 1973-75 starfaði Áskell sem tónsmiður og slagverksleikari með ballett Þjóð- leikhússins. Frá árunum 1978 til 1983 var hann dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið. Eftir það hefur hann alfarið helgað sig tónsmíðum og samið mikinn fjölda tónverka, meðal annars fyrir marga heimsþekkta listamenn. Verk hans hafa verið leikin um allan heim og fjölmargar þekktar erlendar hljómsveitir hafa flutt þau. Nefna má Fílharmóníuhljómsveitina í New York, Cleveland- hljómsveitina, Þjóðarsinfóníu- hljómsveit Bandaríkjanna í Washinton, Konunglegu fílharmóníuna í Lundúnum, Residenzorkest den Haag, Fílharmóníu- sveitina í Rotterdam og útvarps- hljómsveitina í Vínar- borg. Meðal helstu verka hans má nefna óperuna Klakahöllina sem enn er í smíðum, sinfóníuna Sinfonia Trilogia, óratoríuna Cecilía og Söngva um vorið (fyrir sópran og hljómsveit) sem frumflutt verða á næsta ári og alls 13 konserta, þar á meðal Fiðlukonsert og Ora sem hlutu Íslensku tónlistar verðlaunin 2006 og 2008 og einnig tvöfaldi konsertinn Crossings sem nýlega heyrðist hér á tónleikum Sin- fóníunnar. Áskell hefur margsinn- is komið fram á Háskólatón- leikum og frumflutt verk sín. - pbb Ný verk eftir Áskel Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram starfsemi sinni á þessum vetri eftir stutt hlé og verða fyrstu tónleikar vorannar haldnir fimmtu- daginn 12. mars. Múlinn hefur flutt sig um set og mun starfsemi hans fara fram í nýjum og glæsi- legum sal í kjallaranum á Café Cultura, Hverfisgötu. Á dagskránni verða tólf tón- leikar með sextán atrið- um. Tónleika- röðin hefst á tónleikum með Kvart- ett Sigurð- ar Flosason- ar. Alls verða 12 tónleikar með sextán atriðum í tónleikaröðinni. Kvartett Sigurð- ar Flosasonar skipa að þessu sinni: Sigurður Flosason, saxófónn, Eyþór Gunnarsson, píanó, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson, bassi, Einar Valur Scheving, trommur, og á efn- isskránni eru ný, nýleg og nokkur eldri lög fyrir kvartett eftir Sigurð Flosason. Annan fimmtudag verð- ur Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur í Múlanum með útsetningar Sunnu á íslenskum þjóðlögum í bland við frumsamið efni meðlima. - pbb Múlinn flytur TÓNLIST Sigurður Flosason. ÁSKELL MÁSSON Hljómsveitin Jeff Who? fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Jeff Who?, á frönsku tónlistarsíðunni The Wall. Platan kom út á síðasta ári og var tilnefnd til Íslensku tón- listarverðlaunanna á dögunum. „Það er alveg ljóst að þessi hljómsveit mun ná mjög langt. Nýjasta plata þeirra er sannkölluð tónlistaropinberun,“ segir gagnrýn- andinn og bætir við: „Tíu stórfeng- leg lög sem eru hvert öðru betra.“ Í framhaldinu lofar hann lögin, útsetningarnar og spilamennskuna og klykkir síðan út með orðunum: „Það er ekki á hverjum degi sem maður uppgötvar hljómsveit sem býr yfir jafnmiklum hæfileikum og Jeff Who? Frábær plata.“ Frábær í Frakklandi JEFF WHO? Hljómsveitin Jeff Who? fær mjög góða dóma fyrir plötu sína á franskri heimasíðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.