Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 8

Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 8
8 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 4 53 50 0 3/ 09 á 1 lítra Kókómjólk Gott á brúsann! FUNHEITT TILBOÐ Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hemlar VIÐSKIPTI Lækkunarferli stýrivaxta Seðlabanka Íslands hófst í gær með því að vextir voru færðir niður um 100 punkta, í 17 prósent. Lækkun- in er kynnt sem varfærið fyrsta skref í lækkunarferli, en boðaður var aukavaxtaákvörðunardagur 8. apríl. Verðbólga hefur hjaðnað hraðar en Seðlabankinn hafði spáð, frá hámarki í janúar. Vaxtaákvörðunin nú er sú fyrsta eftir að lögum um Seðlabankann var breytt fyrr á árinu og stofn- uð peningastefnunefnd til að taka ákvarðanir í peningamálum. Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri og Svein Harald Øygard, aðalbanka- stjóri Seðlabankans, auk Þórar- ins G. Péturssonar aðalhagfræð- ings kynntu ákvörðunina á fundi í Seðlabankanum í gær. Í rökstuðningi peningastefnu- nefndar kemur fram að hagvísar bendi til þess að skilyrði séu til þess að draga úr peningalegu aðhaldi. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðing- ur Landsbankans, benti á fundinum á að vegna verðbólguþróunar væri með ákvörðuninni ekki í raun dreg- ið úr aðhaldinu þar sem raunvaxta- stig væri hér enn hátt. Svein Har- ald Øygard seðlabankastjóri kvað hins vegar ljóst í hvaða átt bankinn stefndi, þótt ekki vildi hann geta sér til um hversu mikillar vaxta- lækkunnar væri að vænta í apríl. „Það er peningastefnunefndarinn- ar að taka þá ákvörðun og ekki við hæfi að taka fram fyrir hendurnar á henni með yfirlýsingum þar um,“ sagði hann. Seðlabankinn leggur jafn- framt áherslu á mikilvægi þess að halda gengi krónunnar stöðugu, í ljósi þess hve efnahagur heimila, fyrirtækja og banka sé viðkvæm- ur gagnvart gengissveiflum. Fyrir vikið sé óhjákvæmilegt að peninga- legt aðhald sé meira en annars væri viðeigandi. Arnór Sighvats- son bendir á að ákvarðanir bank- ans séu teknar með það í huga að höftum verði létt. „Peningastefnu- nefndin hefur ákveðið að stíga varlega til jarðar. Við viljum sjá og endurmeta eftir hverja ákvörð- un hvaða áhrif hún hefur á gjald- eyrismarkaðinn og krónuna. Í ljósi þess tökum við svo næstu skref,“ segir hann, en ekki sé ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær í ferlinu verði hægt að hefja afnám haftanna. Peningastefnunefndin bendir á að á næstu mánuðum verði mikil- væg skref stigin í endurskipulagn- ingu fjármálakerfisins. Að henni lokinni, og hafi dregið úr óvissu og virkni fjármálamarkaða aukist, geti peningastefnan í auknum mæli stutt við efnahagsbata. Áréttað er að allar ákvarðanir þurfi að taka með það fyrir augum að „fjárhags- legt tap einkaaðila í kjölfar fjár- málakreppunnar falli ekki á hið opinbera umfram það sem þegar er orðið“. olikr@markadurinn.is RÉTT FYRIR FUND Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, tekur tali Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóra og Svein Harald Øygard seðlabanka- stjóra rétt fyrir kynningarfund vegna stýrivaxtaákvörðunar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Varfærin fyrsta stýrivaxtalækkun Stýrivextir Seðlabankans voru í gær lækkaðir um eitt prósentustig, úr 18 pró- sentum í 17 prósent. Lækkunarferli er hafið. Aukavaxtaákvörðunardagur verð- ur í byrjun apríl. Dregið verður úr peningalegu aðhaldi, segir seðlabankastjóri. Lækkun stýri- vaxta um eitt prósentustig, í 17 prósent, er ótrúlega lítil, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Vilhjálmur segir að lækka hefði átt stýrivextina í 10 prósent. Svo lítil lækkun nú geri ekki annað en reka fólk inn á atvinnuleysis- skrá. „Ég skil ekki hvers vegna verið var að búa til nýjar aðferðir við að ákveða vextina, ef gamla módelið ræður enn ríkjum,“ segir Vilhjálmur. Miðað við tíðindi gær- dagsins segist hann ekki vongóður á frekari vaxtalækkanir á næst- unni. Háir stýrivextir hafi þegar valdið miklum skaða. - bj Vextir ættu að vera 10 prósent VILHJÁLMUR EGILSSON Þótt það sé í sjálfu sér ánægjulegt að vaxtalækkunar- ferli Seðlabank- ans sé komið í gang áttu sérfræðingar Alþýðusam- bandsins von á meiri lækkun strax í upphafi, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Lækka hefði átt vextina strax um í kringum þrjú prósent, og svo lækka áfram í þéttum skrefum, segir Gylfi. Hann segir að ASÍ leggi gríðarlega áherslu á að stýrivextir lækki hratt áður en algert eigna- hrun verður hjá heimilum og fyrirtækjum. Verðbólgan sé ekki áhyggjuefni á næstu mánuðum, spár bendi til þess að hún muni lækka hratt. - bj Bjóst við stærra skrefi í upphafi GYLFI ARN- BJÖRNSSON „Það jákvæða við aðgerðir Seðlabankans er að þeir hafa hafið vaxtalækk- unarferlið,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands. „Hins vegar mun þessi vaxtalækk- un ekki skipta neinum sköpum fyrir heilsufar fyrirtækja og heimila og því vonbrigði að ekki hafi verið tekið stærra skref.“ Finnur vonast til að hafið sé hratt vaxtalækkunarferli. „Í þeim efnum er eðlilegt að bæta við vaxtaákvörðunardögum, eins og Seðlabankinn hefur reyndar þegar gert og ættu þeir að vera tíðari áfram,“ segir hann því annars hægi ekki nægilega á óheillaþróun og gjaldþrotahrinu. - óká FINNUR ODDSSON Vonbrigði hvað lækkun var lítil 1 Fyrir hvaða franska stjórn- málaflokk býður Eva Joly sig fram til Evrópuþingsins? 2 Hvaða fisk veiða Íslendingar nú af miklum móð við mikla andstöðu Norðmanna? 3 Hver var markahæstur ís- lensku leikmannanna í Skopje? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 SKIPULAGSMÁL Kristín Einarsdóttir, aðstoðar- sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykja- víkur, segir vatnstank á Hallsteinshöfða í Graf- arvogi hafa verið rifinn vegna slysahættu. Kristín segir að í fyrsta lagi hafi börn getað fallið fram af tankinum. Þá hafi ítrekað verið brotist inn í tankinn, jafnvel þótt dyr hans væru logsoðnar aftur. Þar inni hafi fundist sprautu- nálar. „Okkur sýndist að þarna inni gæti ýmislegt misjafnt farið fram,“ segir Kristín sem kveð- ur markvisst hafa verið unnið að því að tankur- inn yrði fjarlægður eftir að kvartanirnar tóku að berast. „Enda blasti ekki annað við en að við værum alltaf að sjóða hurðina fasta og hún væri svo jafnharðan brotin upp aftur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær telur Dofri Hermannsson, fulltrúi Samfylk- ingar í hverfisráði Grafarvogs, að Ólafur F. Magnússon, þáverandi borgarstjóri, hafi lofað því á íbúafundi í apríl 2008 að láta útbúa útsýn- ispall ofan á tankinum eins og íbúar hverfis- ins vildu. Þetta segist Kristín hafa kannað á skrifstofu borgarstjóra og fengið þau svör að borgarstjórinn hafi eingöngu sagt á fundinum að útbúa ætti fallegan útsýnisstað með bekk við listaverk Hallsteins Sigurðssonar þar á hæðinni. Í bókun hverfisráðs Grafarvogs frá í fyrra- kvöld segir að það hafi fengið loforð um að tankurinn yrði ekki rifinn og að bygging útsýn- ispalls yrði útfærð í nánu samráði við hverf- isráðið. „Á sama tíma og í orði kveðnu átti að fara fram samráð um þessa framkvæmd var í raun verið að undirbúa niðurrif tanksins,“ segir ráðið. - gar Eignasvið borgarinnar segir öryggi barna hafa ráðið örlögum gamals vatnstanks: Tankurinn var slysagildra sem þurfti að víkja TANKURINN SEM HVARF Haustið 2007 voru fjarlægðir úr vatnstankinum á Hallsteinshöfða alls kyns hlutir sem óviðkomandi maður hafði komið þar fyrir í geymslu. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.