Fréttablaðið - 20.03.2009, Síða 12
20. mars 2009 FÖSTUDAGUR
Taktu þátt í að móta framtíðina
Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins
má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700.
Endurreisn atvinnulífsins - útgáfa bókarinnar
Í tilefni af útgáfu bókarinnar býður Sjálfstæðisflokkurinn til útgáfuteitis í Valhöll
í dag, föstudaginn 20. mars kl. 17. Allir þeir sem vilja kynna sér tillögur
Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins eru hvattir til þess að mæta.
Endurreisnarnefnd
Sjálfstæðisflokksins
Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur á undanförnum
vikum mótað tillögur og hugmyndir um uppbyggingu
íslensks efnahagslífs. Mörg hundruð sjálfstæðismenn hafa
sett sitt mark á tillögurnar og komið að vinnslu bókar sem
geymir þessar hugmyndir. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
mun svo taka afstöðu til þessara hugmynda og
sjálfstæðismenn nota hana sem vegvísi í endurreisninni sem
framundan er.
AUSTURRÍKI, AP Kviðdómur sakfelldi
í gær Josef Fritzl fyrir barnsmorð,
að hneppa manneskju í þrældóm,
sifjaspell, ítrekaða nauðgun og
fleiri brot. Á grundvelli sakfell-
ingarinnar var hann dæmdur af
dómstól í Sankt Pölten í Austur-
ríki til lífstíðarvistunar á réttar-
geðdeild fyrir að hafa haldið dótt-
ur sinni fanginni í 24 ár og getið
með henni sjö börn.
Fritzl, sem er 73 ára að aldri, sat
hljóður og niðurlútur þegar dóm-
urinn var kveðinn upp. Að dóms-
uppkvaðningu lokinni tjáði hann
réttinum að hann sætti sig við
úrskurðinn og gaf frá sér réttinn
til áfrýjunar. Þar með var endi
bundinn á eitthvert umtalaðasta
sakamál sem upp hefur komið í
Evrópu á síðari árum.
Franz Cutka, talsmaður dóm-
stólsins, sagði að Fritzl yrði vist-
aður á deild fyrir geðtruflaða
afbrotamenn.
Barnsmorðið, sem fellur undir
„morð fyrir tilstilli aðgerðaleysis“
samkvæmt austurrískum lögum,
var alvarlegasta ákæruatriðið sem
Fritzl var sakfelldur fyrir, og fyrir
það fékk hann hámarksrefsinguna
sem lögin heimila. Þetta ákæru-
atriði sneri að því að Fritzl hefði
borið ábyrgð á andláti eins barn-
anna sjö sem dóttir hans Elisa-
beth fæddi í prísundinni, þar sem
hann sá ekki til þess að það kæm-
ist undir læknishendur. Það dó
einum og hálfum sólarhring eftir
fæðingu.
Talsmenn dómsmálayfirvalda
í Austurríki segja að Fritzl muni
ekki geta farið fram á reynslu-
lausn fyrr en í fyrsta lagi eftir
fimmtán ár − en þá yrði hann orð-
inn 88 ára að aldri. Hvers konar
beiðni um breytingar á refsing-
unni yrði að bera undir réttargeð-
lækna. Honum verður enn fremur
gert að bera kostnaðinn af réttar-
haldinu. Þeir ellefu mánuðir sem
hann hefur þegar varið í gæslu-
varðhaldi teljast sem hluti af
refsivist hans.
Meðal annarra ákæruliða sem
hann var sakfelldur fyrir voru
frelsissvipting og valdbeiting.
Fritzl breytti um afstöðu til ákær-
anna á miðvikudag og játaði þá
á sig allar sakir. Það var eftir
að rétturinn hafði hlýtt á ellefu
klukkustunda myndbandsupptöku
af vitnisburði dóttur hans, sem
hann lokaði inni í kjallara húss
síns þegar hún var átján ára.
„Ég iðrast af öllu mínu
hjarta … ég get ekki bætt fyrir
gjörðir mínar,“ tjáði hann réttinum
fyrir dómsuppkvaðningu í gær.
audunn@frettabladid.is
Fritzls bíður
lífstíðarvist á
réttargeðdeild
Austurríkismaðurinn Josef Fritzl var í gær sakfelldur
fyrir brot sín gegn dóttur sinni sem hneykslað hafa
heimsbyggðina. Hann var dæmdur til lífstíðarvistun-
ar á réttargeðdeild. Hann segist iðrast gjörða sinna.
DÆMDUR Fritzl færður úr dómsal í Sankt Pölten eftir dómsuppkvaðninguna í gær.
Hann játaði á sig allar sakir eftir að rétturinn hlýddi á vitnisburð dóttur hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEITINGAHÚS Kaupmannahöfn hefur
stigið á lista Michelin-handbókar-
innar sem er nýkomin út. Kaup-
mannahöfn státar nú af fjórtán
stjörnum, fleirum en þekktar
sælkeraborgir eins og Róm og
Madríd.
París vermir efsta sætið yfir evr-
ópskar borgir, en borgin státar af
alls níutíu og níu Michelin-stjörn-
um. Meðal veitingastaða í Kaup-
mannahöfn sem hljóta stjörnurn-
ar eftirsóttu er Noma, sem leggur
mikla áherslu á norræna matar-
gerðarlist. Tokýó er sú borg sem
hefur flestar stjörnur, tvö hundr-
uð tuttugu og sjö talsins. - alþ
Borðað í Kaupmannahöfn:
Michelin-veitinga-
stöðum fjölgar
KÓNGSINS KÖBEN Samkvæmt Michelin-
handbókinni fjölgar góðum veitinga-
stöðum í Kaupmannahöfn.