Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.03.2009, Qupperneq 16
16 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Íslensk kannabisverksmiðja upprætt Hringstigi 1. hæð 2. hæð BÚNAÐUR Blóm kannabisjurt- arinnar er sá hluti hennar sem mesta vímuefnið er í. Ef styrkur þeirra er mikill er efnið oft drýgt með laufum jurtarinnar, eins og sást í plastpokum í verksmiðj- unni, sem höfðu að geyma efni tilbúið til sölu. Þurrkun Ræktun Ræktun Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 139.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 119.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele LÖGREGLUMÁL Á sjöunda hundr- að plöntur voru í kannabisverk- smiðjunni sem fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu upprætti í iðnaðarhúsnæðinu á Esjumelum í fyrrakvöld. Áætla má að söluverðmæti þeirra hefði orðið rúmlega 50 milljónir króna hefðu þær komist á götuna, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Mennirnir tveir, sem fíkniefna- lögreglan handtók á staðnum, voru utandyra þegar hana bar að garði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Viðbrögð þeirra og framburður á vettvangi þóttu með þeim hætti að þau styrktu grun lögreglumanna um að hugs- anlega væri kannabisræktun í húsnæðinu. Eftir handtöku þeirra var því ákveðið að fara í húsleit, sem bar heldur en ekki árangur. Í húsnæðinu reyndist vera gríð- arleg kannabisræktun í gangi á tveimur hæðum. Um var að ræða svokallaða vatnsræktun, þar sem plantan stendur í vatni og notað er öflugt vatns- og dælukerfi, auk vikurs og ýmissa bætiefna sem sett eru í vatnið. Áður hafði verið notast við mold því á gólfinu voru stórir hraukar í tonnum af henni. Verksmiðjan hafði hins vegar verið þróuð út í vatnsræktun sem gefur skjótsprottnari plöntur og blómlegri. Talið er að búnaður í verksmiðj- unni hlaupi á milljónum króna að verðmæti. Á þriðja tug gróður- húsalampa var á staðnum, sem flestir höfðu að líkindum verið keyptir þar sem ekki hafði verið skorið á snúrur þeirra. Eitt stykki lampi kostar um fimmtíu þúsund krónur. Rýmið hafði verið stúkað sundur með gifsplötum og í verk- smiðjunni var feikiöflugt loft- ræstikerfi. Auk þessa voru þarna blástursofnar, einangrunarplast, vogir og annar búnaður. Auk þeirra rúmlega 600 plantna sem voru í ræktun í húsnæðinu hengu um 120 plöntur í búntum til þurrkunar í verksmiðjunni. Þær voru tilbúnar til niðurskurð- ar. Á gólfinu var hrúga af þurrk- uðum kannabislaufum, sem hafa trúlega verið ætluð til að drýgja efnið til sölu. Loks voru um 400 grömm af kannabisefni í plast- pokum tilbúin til sölu. Húsnæðið sem ræktunin var í var keypt af öðrum hinna hand- teknu á árinu 2007. Talið er að frá hausti það ár hafi kannabisrækt- unin hafist og staðið síðan. Ræktunartími kannabisplöntu er um 12 vikur, sem þýðir fjórar ræktanir á ári. jss@frettabladid.is Kannabis að verð- mæti 50 milljónir Hefðu þær hundruð kannabisplantna sem teknar voru í verksmiðjunni á Esjumelum í fyrrakvöld komist í sölu á götunni hefði söluágóði numið ríflega 50 milljónum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Meintur ræktandi keypti húsnæðið 2007. BAÐAÐSTAÐAN Mennirnir klæddust hvítum algöllum þegar þeir sinntu ræktuninni og fóru í sturtu áður en haldið var aftur út. TEKIN NIÐUR Margar hendur voru á lofti við að taka kannabisverksmiðjuna niður í gær, enda mikið verk. Fjórir lögreglunemar frá jafnmörgum Norðurlöndum, sem eru í heimsókn hjá íslensku lögreglunni tóku þátt í að hreinsa húsnæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lögreglan hefur upprætt nokkrar kannabisræktunarstöðvar á Íslandi að undanförnu. ■ Hvað er kannabis? Hugtakið kannabis er yfirleitt notað yfir alla hluta kannabisplöntunnar sem innihalda kannabínóíða, þar á meðal tetrahýdrókannabínól. Helstu flokk- ar eða tegundir kannabis eru hass og marijúana (stundum kallað gras) en einnig hassolía. Marijúana samanstendur af blóm sprotum og laufi kannabisplantna sem eru þurrkuð og grófmulin. Hass er mulin, sigtuð, pressuð og stund- um hreinsuð kvoða unnin úr kannabisplönt- um. Magn kannabínóíða í hassi er mun meira en í marijúana. Hassolía er framleidd með því að láta lífræn leysiefni draga kannabínóíða úr hassi eða kannabisplöntum. Þannig verður þéttni eða magn tetrahýdró kannabínóls og annarra kannabínóíða meira en annars væri hægt að ná fram. ■ Hvernig er þess neytt? Magn THC í marijúana er oft á bilinu 5-10 mg í einu grammi, í hassi er það um 30-70 mg/g og í hassolíu 50-120 mg/g. Marijúana er venjulega reykt í heimatilbúnum sígarettum. Hass er oftast reykt mulið í pípum eða öðrum reykingartólum, en er stundum blandað í te. Hassolía er oftast notuð þannig að nokkrir dropar eru settir í tóbak sem síðan er reykt. Kannabis er einnig stundum neytt við inntöku í ýmsum formum. Kannabis hefur í árþúsundir víða um heim verið notað sem róandi lyf, svefnlyf, verkjadeyfandi lyf, flogaveikilyf og vímugjafi. Það var samt ekki fyrr en árið 1964 að sannað þótti að tetrahýdrókannabínól væri hið vímu- gefandi efni í kannabis. Enn er því svo farið að minna er vitað um verkanir tetrahýdrókannabínóls en flestra annarra vímugjafa. Heimild: Vísindavefur HÍ. FBL-GREINING: KANNABIS Lyf og vímugjafi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.