Fréttablaðið - 20.03.2009, Side 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Það fyrsta sem eykur lystina er
augað og síðan nefið,“ segir Guðrún
Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi
og heimilisfræðikennari, sem gefur
lesendum uppskriftir að bragðgóð-
um skyrdrykkjum og gómsætu
hafrakexi.
Guðrún segir drykkina mikið
drukkna á sínu heimili. Sérstaklega
sé sonur hennar, 25 ára, hrifinn af
slíku „bústi“ til að byggja sig upp
fyrir líkamsræktina.
Hún segir drykkina vel henta
til að fá börn til að borða eitthvað
á morgnana enda finnist mörg-
um þeirra erfitt að borða fyrst á
morgnana. „Þá hafa þau líklega
frekar lyst á skyrdrykk en brauði,“
segir Guðrún sem setur haframjöl
út í drykkina til að auka hlutfall
kolvetna. solveig@frettabladid.is
Fallegt útlit eykur lystina
Hollur morgunverður eykur orku yfir daginn og er börnum sérstaklega mikilvægur. Guðrún Þóra Hjalta-
dóttir, næringarráðgjafi og heimilisfræðikennari, veit hvernig best er að fá börn til að borða á morgnana.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi og heimilisfræðikennari, segir skyrdrykkina vinsæla á sínu heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Morgundrykkur Viktors
200 g hreint skyr
100 g af berjum ný eða
frosin
1 dl mjólk
½ dl haframjöl
1 lítill banani
Allt sett í blandara.
Morgundrykkur Söndru
200 g hreint skyr
½ dl kókosmjólk
4 ananashringir
1 dl súrmjólk eða ab mjólk
1 dl haframjöl
Allt sett í blandara.
Morgunkex
250 g haframjöl
75 g smjör
2 msk. sykur
½ tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
1 ½ dl mjólk
Blandið öllu saman.
Hnoðið deigið.
Flatt út frekar þunnt,
pikkað og stungið út í
karla eða ferhyrninga.
Penslað með mjólk og
sesamfræjum stráð yfir.
Bakað við 200 C. blástur.
MORGUNKEX OG SKYRDRYKKIR
Með ávöxtum og haframjöli FYRIR 1
SVEPPIR eru góðir í margs konar matargerð. Sveppi
sem á að sneiða niður er best að setja bara í eggja-
skerann. Þá fást jafnar og fallegar sneiðar.
H
ri
n
g
b
ro
t
framlengt til 29. mars
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður
bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem
unna góðum mat á góðu verði.
Tilvalið fyrirárshátíðina!
HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“
með fíkjum, salati og ferskum parmesanosti
RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA
með humarfrauði
MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINI
með ristuðu grænmeti, kartöflumauki
og hunangskryddsósu (4.590 kr.)
ÖND
með appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.)
NAUTALUND
Béarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati
og sperglum (6.590 kr.)
LOGANDI CRÈME BRÛLÉE
með súkkulaði ís
1
2
3
4
VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA
Nýr A la Carte hefst 30. mars!