Fréttablaðið - 20.03.2009, Síða 24

Fréttablaðið - 20.03.2009, Síða 24
Siðfræðimálstofa verður haldin á Hólum í Hjaltadal á degi Guð- mundar góða. Guðbrandsstofnun og Hólanefnd bjóða til málstofu um siðfræði á Hólum í Hjaltadal á morgun frá klukkan 13.30 til 17.00. Málstofan verður haldin í Auðunarstofu þar sem flutt verða tvö erindi og boðið upp á umræður. Jón Ásgeir Kalmansson heim- spekingur flytur erindið Hver eru tengsl heimspeki og sjálfbærni? og Ástríður Stefánsdóttir, lækn- ir og dósent í siðfræði við HÍ, fjallar um heilbrigðisþjónustu og alheimsvæðingu. Að erindum og umræðum lokn- um spilar Jón Þorsteinn Reynis- son á harmonikku og síðast verð- ur veittur styrkur úr áheitasjóði Guðmundar biskups góða, en þetta er í þriðja sinn sem hann er veittur. - eö Siðfræði að Hólum Allir eru velkomnir á málstofuna á Hólum. ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA fer fram í Brekku- skóla á Akureyri í dag og á morgun. Skákmótið er það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Akureyri en þátttakendur eru um 400. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Waldorfs-skólans á Lækjarbotnum á morgun. Opið hús verður í Waldorfskólan- um Lækjarbotnum á morgun frá klukkan 12 til 17. Skólinn er í litl- um dal rétt austan við Rauðavatn við Suðurlandsveg. Stuttar kynningar verða á kennsluaðferðum og námskránni og gestir fá innsýn inn í bekkjar- kennslu, handverk og listgreinar. Einnig verður ævintýraheimur leikskólans Yls og yngri bekkjar- stiganna kynntur. Að lokum verð- ur hægt að skoða húsakynni skól- ans og fá sér kaffisopa í faðmi náttúrunnar. - eö Ævintýraheimur Lækjarbotna Börn að leik á Lækjarbotnum. ior M on ic a B el lu cc i b y T ye n LOOSE POWDER FLUID FOUNDATION NUDE NATURAL GLOW HYDRATING FOUNDATIONS FPS 10 SPF Diorskin uppgötvun: einstakt laust púður og fl jótandi farði,formúla sem inniheldur steinefnaríkt lindarvatn og vítamín. Húðin verður sléttari og áferðarfallegri og útgeislun eyskt dag frá degi. Kynning föstudag og laugardag í Sigurboganum Sérfræðingur frá Dior kynnir nýjan farða og býður uppá förðun með nýju vorlitunum. Góð tilboð og freistandi kaupaukar Laugavegi 80, 101 Reykjavík • sími 561 1330 www.sigurboginn.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.