Fréttablaðið - 20.03.2009, Síða 44

Fréttablaðið - 20.03.2009, Síða 44
24 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Sýningin Eterinn eftir leikarann Þóri Sæmundsson verður frumsýnd á Smíðaverkstæðinu í kvöld en þetta er hans fyrsta verk. Það er harla óvenju- legt og er fólk ekki á eitt sátt um hvernig eigi að lýsa því. Er um að ræða fyrirlestur, myndlistarsýningu, rokk- tónleika eða miðilsfund? „Þetta er eins konar sögustund flutt með aðstoð hágæða stafræns búnaðar. Þetta er ekki leikrit og myndi ég frek- ar tala um sýningu. Ég stend á svið- inu sem Þórir en ekki sem leikari og er sýningin því á mjög persónulegum nótum,“ segir Þórir, sem hefur gengið með hugmyndina í maganum um langt skeið. Þórir býður áhorfendum upp á raf- magnaða stund þar sem gestir fá að kynnast pælingum hans um jafnólíka hluti og skammtafræði, tímaflakk, endurholdgun og Andy Warhol. Uppfinn- ingar Þóris spila stóra rullu í sýningunni en með heimasmíðuðum vélum og tækj- um kallar hann fram sjónarspil mynda, hljóða og hugmynda. „Ég styðst ekki við neitt handrit og því verður engin sýn- ing eins. Áhorfendur ættu þó að skynja einhvern rauðan þráð. Ég bendi þeim þó ekki á neitt ákveðið eða segi: Takið sérstaklega eftir þessu, heldur eftirlæt áhorfendum að túlka sýninguna út frá eigin forsendum.“ Þórir segir gaman að sjá hversu misjafnlega áhorfendur, sem hafa komið á forsýningar, skynja hvað er um að vera og er upplifun ungra og þeirra sem eldri eru mjög ólík. Sýningin gefur áhugasömum kjör- ið tækifæri til að skyggnast inn í hug- arheim Þóris. „Það líður alltaf lang- ur tími á milli þess sem ég upplifi eitt- hvað sterkt í leikhúsi og öðrum listum. Ég reyni að kalla fram ekta tilfinningar án þess að vera með leikhús eða einhver læti í kringum mig. Það er ekki verið að drepa neinn, öskra eða fara með há- fleygan texta. Ætli það megi ekki kalla þetta nútímalegt verk þar sem ég leyfi mér að gera eitthvað óvenjulegt og vera listamaður. Þórir segir framtakið heiðarlega til- raun ungs manns til að nálgast sjálfan sig og þær spurningar tilverunnar sem brenna á fólki. Hann leitast við að fella niður veggina á milli lista, vísinda, nátt- úru og yfirnáttúru í viðleitni sinni til að deila sýn sinni á Eterinn – hið ósýnilega efni sem tengir allt saman. „Efniviður- inn er kannski heimspekilegur og þetta eru stórar pælingar. Þetta eru þó ekki bara mínar pælingar heldur hugsanir sem eru á sveimi í okkur öllum.“ vera@frettabladid.is ÞÓRIR SÆMUNDSSON LEIKARI: FRUMSÝNIR ETERINN Skyggnst inn í hugarheim Þóris Á PERSÓNULEGUM NÓTUM Eterinn er eins konar sögustund flutt með aðstoð stafræns búnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Innrás Bandaríkjamanna og Breta auk bandamanna inn í Írak hófst þennan dag fyrir sex árum. Banda- ríkjamenn kölluðu stríðið Aðgerð Íraksfrelsi. Innrásin var umdeild og hefur meðal annars verið bent á að ekki hafi verið sátt um innrásina í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna eins og var með fyrra Persaflóa- stríðið árið 1991. Þá réðst Saddam Hussein inn í Kúvæt vegna deilna um landamæri og olíuverð. Í fram- haldinu settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar eftirlitsteymi sem átti að finna og eyða gereyðingarvopnum í Írak. Gereyðingarvopnin voru ein þeirra ástæðna sem Bandaríkjamenn settu fram til að réttlæta innrásina í Írak árið 2003. Einnig áttu félagar í Al- Kaída hryðjuverkasamtökunum að eiga öruggt skjól í Írak, þar á meðal Osama bin Laden sem er talinn standa á bak við árásirnar 11. september árið 2001. Þá flugu hryðjuverka- menn farþegaflugvélum á Tví- buraturnana á Manhattan og Pentagon með þeim afleiðingum að tæplega 3.000 manns fórust. Davíð Oddsson, þá forsætisráð- herra, og Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, tóku einhliða ákvörðun um að Ísland styddi innrásina án samráðs við Alþingi. Saddam Hussein var tekinn höndum í desem- ber árið 2003. Hann var dæmdur til dauða og tek- inn af lífi árið 2006. Osama bin Laden hefur ekki náðst og ekki hafa fundist gereyðingarvopn í Írak. Þótt stríðinu eigi að hafa lokið formlega hinn 1. maí 2003 sér enn ekki fyrir endann á átökunum. ÞETTA GERÐIST: 20. MARS ÁRIÐ 2003 Bandaríkjamenn ráðast inn í Írak MERKISATBURÐIR 44 f.Kr.Júlíus Caesar er borinn til grafar. 1916 Albert Einstein birtir rit- gerð sína um almennu af- stæðiskenninguna. 1927 Flutningaskipið Brúarfoss kemur til landsins. 1952 Friðarsamningarnir við Japan eru samþykktir í öldungadeild Bandaríkja- þings. 1956 Túnis fær sjálfstæði frá Frakklandi. 1969 John Lennon og Yoko Ono gifta sig á Gíbraltar. 1990 Hundrað bílar lenda í árekstrum í Reykjavík vegna blindbylja sem ganga yfir. 1991 Stysta ræða í sögu Alþing- is er flutt. Hún er svohljóð- andi: „Virðulegi forseti! Ál- verið rísi!“ Ræðumaður er Ásgeir Hannes Eiríksson. Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Þórðar Þorvarðssonar Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, áður til heimilis að Giljaseli 12. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sunnuhlíðar fyrir veitta umhyggju og alúð. Halla S. Nikulásdóttir Skúli Eggert Þórðarson Dagmar Elín Sigurðardóttir Nikulás Þórðarson Elísabet Berta Bjarnadóttir Guðrún Þórðardóttir Randver Þorláksson Elísabet Þórðardóttir Einar Gunnarsson Kjartan Þór Þórðarson Ásbjörg Geirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Valdimar Þórðarson húsasmíðameistari Heiðarvegi 4, Selfossi, lést þriðjudaginn 17. mars sl. á Hjúkrunarheimilinu Fossheimum Selfossi. Útför hans verður auglýst síðar. Helga Jóhannesdóttir Jónína Valdimarsdóttir Guðmundur Baldursson Björgvin Þ. Valdimarsson Sigríður Magnea Njálsdóttir Guðrún Valdimarsdóttir Sigurður Bragason Magnea Kristín Valdimarsdóttir Sigurður Rúnar Sigurðsson Björk Valdimarsdóttir Oddný Magnúsdóttir Emil Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, Kristín Kristjánsdóttir frá Efra-Hóli, Staðarsveit, síðar búsett á Sauðárkróki, lést 11. mars sl. á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Jarðsett verður á Staðarstað laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Friðjón Jónsson Hanna Olgeirsdóttir Jóhann Sigmundsson Lindargötu 57, Reykjavík, lést á Landspítalanum Landakoti mánudaginn 16. mars. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 23. mars kl. 15.00. Sigríður Jóhannsdóttir Haraldur Hermannsson Sigurdís Haraldsdóttir Svava Jóhanna Haraldsdóttir Jóhann Haraldsson Vilborg Áslaug Sigurðardóttir Guðrún Karla Sigurðardóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Kristjana Ósk Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ólafar Jóhannsdóttur. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi fyrir hlýhug og góða umönnun. Ingi J. Marinósson Erla Eiríksdóttir Sigurður Hallgrímsson og fjölskylda. WILLIAM HURT ER 59 ÁRA Í DAG „Mig langar að koma því til skila að leikarar eru lista- menn, ekki endilega sjálfs- dýrkendur.“ Bandaríski leikarinn Willi- am Hurt hefur leikið í fjölda kvikmynda. Hann hlaut bæði Óskars- og BAFTA-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kiss of the Spider Woman. AFMÆLI LEIKKONAN HOLLY HUNT- ER er 52 ára. GÍSLI RÚNAR JÓNSSON leik- ari er 56 ára. PÉTUR KR. HAFSTEIN hæstaréttar- dómari er 60 ára. FERNANDO TORRES fót- boltamaður er 25 ára.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.