Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 20. mars 2009 33
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 20. mars
➜ Opið Hús
Opið hús verður í
Alliance Française
við Tryggvagötu 8,
fyrir þá sem hafa
hug á að kynna sér
franska tungu og
menningu, milli kl. 10 og 18. Alliance
Française, Tryggvagötu 8.
➜ Sýningar
Á Háskólatorgi við Sæmundargötu 4
hafa nokkrir nýútskrifaðir myndlistar-
menn opnað sýningu. Opið mán.-fös.
kl. 7.30-22, lau. kl. 7.30-20 og sun. kl.
10-20.
Í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austur-
landi, hefur verið opnuð gluggasýning
í rýminu Bókabúðin. Þar sýnir Sandra
Mjöll Jónsdóttir verk sem hægt er að
skoða á öllum tímum sólarhringsins.
Ívar Valgarðsson hefur opnað sýningu
í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Opið
alla daga nema mánudaga kl. 13-17 og
aðgangur er ókeypis.
➜ Tónleikar
12.15 Tríó Reykjavíkur verður með
tónleika á Kjarvalsstöðum við Flókagötu
þar sem meðal annars verða leikin stef
úr Töfraflautu Mozarts og Czardas
eftir Monti. Aðgangur er ókeypis.
18.00 Tónskólinn Do Re Mi fagnar 15
ára starfsafmæli sínu með tónleikum
í Neskirkju við Hagatorg. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
22.00 Hljómsveitin U2 project verður
á Græna hattinum, Hafnarstræti 96,
Akureyri. Húsið opnar kl. 21.00.
22.00 Tríó Robins Nolan verður
með tónleika á Café Rósenberg við
Klapparstíg.
00.00 Hljómsveitirnar Dikta, Jeff
Who og Sing for me Sandra verða á
Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu.
➜ Hönnun og tíska
Norræni tískutvíæringurinn í Norræna
húsinu við Sturlugötu 19. mars
til 5 apríl. Aðgangur ókeypis
og allir velkomnir. Nánari
upplýsingar og dagskrá á
www.nordice.is.
12.00 Karl Aspe-
lund fatahönnuður og
kennari við University
of Rhode Island held-
ur fyrirlestur.
17.00 Landslagsarki-
tekinn Kristine Jensen
flytur fyrirlestur.
➜ Dansleikir
Hljómsveitin Karma spilar á Players
Bæjarlind 4 í Kópavogi.
➜ Kvikmyndir
Ítölsk kvikmyndahátíð 20.-22. mars í
Regnboganum, Hverfisgötu 54. Sýnd-
ar verða kvikmyndir eftir leikstjórann
Paolo Sorrentino. Enskur texti.
17.50 L´amico di famiglia
20.10 Le conseguenze dell’amore
22.10 L´uomo in più
➜ Opnanir
13.30 Sýning á myndskreytingum úr
íslenskum barnabókum verður opnuð
í Galleríi Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli
við Hlíðarveg. Allir velkomnir. Sýningin
verður opin um helgar kl. 11-17.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Á morgun opnar Cinzia D’Am-
brosi ljósmyndasýninguna Myrkur
sannleikans í Gerðubergi. Frétta-
myndaserían Myrkur sannleik-
ur: Kolanámumenn í Kína, sem er
meginefnið á sýningunni, varp-
ar ljósi á vinnuaðstæður í stærsta
kolaiðnaði heims, iðnaði sem knýr
áfram kínverska „efnahagsundrið“.
Áætlað hefur verið að að minnsta
kosti 12,3 milljónir manna í heimin-
um séu hnepptar í nauðungarvinnu,
sem myndar grunn að nútíma-
þrælahaldi.
Í tengslum við sýninguna ætlar
Cinzia, sem er sjálfstætt starfandi
blaðaljósmyndari, að bjóða upp á
ljósmyndanámskeið fyrir áhuga-
sama á aldrinum 17-25 ára ung-
menni í samstarfi við Menningar-
miðstöðina.
Þátttakendur þróa með sér
grunnatriði ljósmyndunar og skiln-
ing á því hvernig maður finnur
viðfangsefni, ljósmyndar þau og
skrifar sögu þess þar sem mynd-
ir gegna stærra hlutverki en ritað
mál. Þátttakendur þróa jafnframt
með sér hæfileika í heimildarljós-
myndun, rannsóknaraðferðum,
klippingu, ritun skýringartexta,
ritun markmiðslýsingar og sögu.
Námskeiðið stendur yfir í þrjár
vikur frá 23. mars til 8. apríl og
fer fram í Gerðubergi á mánu-
dögum og miðvikudögum frá kl.
16-18.
Athugið að námskeiðið fer fram
á ensku. Námskeiðið er ókeypis en
þátttakendur þurfa að koma með
eigin 35 mm SLR-myndavél eða
sambærilega stafræna mynda-
vél.
Námskeiðið er ætlað þeim sem
hafa áhuga á öðru en hefðbund-
inni ljósmyndatækni. - pbb
Sannleikur og myrkur
LJÓSMYNDIR Eitt verka Cinziu á sýning-
unni í Gerðubergi.
FRÉTTABLAÐIÐ/CINZIA D’AMBROSI
Steinunn Sigurðardóttir fatahönn-
uður heldur fyrirlestur á Akureyri
í dag kl. 14.50. Fyrirlesturinn nefn-
ir hún „Persónueinkenni í alþjóða-
heimi“ en þar fjallar hún um verk
sín og hugmyndir sem hún sækir
gjarnan í íslenskan menningar-
arf, handverkshefð og náttúru, en
vinnur á alþjóðavettvangi.
Fyrirlestur Steinunnar er hluti
af fyrirlestraröð listnámsbraut-
ar VMA, Listasafnsins á Akur-
eyri og Menningarmiðstöðvar-
innar í Grófargilii. Mun þetta vera
níundi vetur fyrirlestraraðarinnar
sem hefur það að markmiði að fá
átta sérfræðinga úr margvísleg-
um geirum menningarlífsins til
þess að fjalla um sín sjónarhorn á
tilveruna.
Steinunn á Akureyri
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Fata-
hönnuður sem fékk Menningarverð-
laun DV í hönnun 2003.