Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 55
FÖSTUDAGUR 20. mars 2009 35
Spænski hjartaknúsarinn
Antonio Banderas hefur fest
kaup á vínekru í föðurlandi sínu.
Um helmingshlut er að ræða í
glæsilegri 230 hektara vínekru
við bakka Duero-árinnar í norður-
hluta Spánar. Hinn 48 ára Band-
eras hefur alla tíð verið mikill
áhugamaður um vín og ákvað að
láta gamlan draum rætast með
viðskiptunum.
Leikarinn bætist þar með í hóp
þekktra vínekrueigenda á Spáni
á borð við kollega sína Michael
Douglas og Gerard Depardieu
og spænska söngvarann Joan
Manuel Serrat.
Keypti sér
vínekru
ANTONIO BANDERAS Spænski leikarinn
hefur fest kaup á vínekru í föðurlandi
sínu.
Hljómsveitin Dikta hefur leigt
sjónvarpsstöðinni MTV réttinn
að nokkrum lögum sínum.
Þau verða notuð í sjónvarps-
þáttum sem MTV er að fram-
leiða fyrir næsta vetur. „Það er
trúnaðarmál sem ég má ekki
ræða,“ segir söngvarinn Haukur
Heiðar Hauksson um upphæð
samningsins.
Aðdragandinn er sá að Dikta
var að spila í Los Angeles í ágúst
í fyrra. Tónleikarnir gengu
mjög vel en það var ekki fyrr
en nokkru síðar sem MTV hafði
samband. „Það var gaur frá MTV
á staðnum og hann var gríðar-
lega hrifinn og vildi leigja lögin,“
segir Haukur. Næstu tónleikar
Diktu verða á Sódómu Reykja-
vík í kvöld ásamt Jeff Who?.
Þar mun sveitin spila ný lög af
væntanlegri plötu sinni.
Samningur
trúnaðarmál
DIKTA Hljómsveitin Dikta heldur tón-
leika á Sódóma Reykjavík í kvöld ásamt
Jeff Who?. MYND/REBEKKA GUÐLEIFSDÓTTIR
Breska poppstjarnan Rihanna
hefur verið töluvert á síðum
slúðurblaðanna eftir að unn-
usti hennar, Chris Brown, lagði
hendur á hana áður en Grammy-
verðlaunin voru afhent. Og nú
er orðrómur á kreiki um að
Rihanna muni jafnvel taka að
sér hlutverk frægrar söngkonu
í endurgerð The Bodyguard (Líf-
vörðurinn). Svo skemmtilega vill
til að sú sem lék aðalhlutverk-
ið í upprunalegu myndinni var
Whitney Houston en eiginmanni
hennar, Bobby Brown, var nokk-
uð laus höndin.
Vefmiðlar hafa þó leyft sér
að efast um að einhver fótur sé
fyrir þessari sögusögn, menn
sjái einfaldlega mikil líkindi í
daglegu lífi Rihönnu og Whitney
Houston og því fari svona sögur
á kreik. Ef af verður má teljast
ólíklegt að Kevin Costner end-
urtaki leikinn frá því síðast
enda eru 33 ár á milli hans og
Rihönnu. Ekki það að slík-
ur aldursmunur myndi
stoppa Costner.
Rihanna í Lífvörðinn
Í BÍÓ Ríhanna er sögð vera í við-
ræðum um að leika í endurgerð af
The Bodyguard eða Lífverðinum sem
Whitney Houston lék í á sínum tíma.
Sænski tónlistarmaðurinn
Mikael Lind gefur út plötuna
Alltihop á mánudag. Hinn
28 ára Mikael hefur verið
niður sokkinn í raftónlist frá
þrettán ára aldri og heldur
mikið upp á flytjendur á borð
við Aphex Twin, Boards of
Canada og Autechre. Honum
finnst raftónlist þó hafa skort
frumlegheit síðustu ár og
hefur því leitað að innblæstri
í klassískri tónlist og jafnvel
poppi.
Mikael, sem er tungumála-
fræðingur að mennt, hefur
búið á Íslandi í þrjú og hálft
ár og vinnur í bókabúð Máls
og menningar. Nánari upplýsingar um hann má finna á Myspace.com/
mikaellind eða á bloggsíðu hans Mikaellind.blogspot.com.
Gefur út Alltihop
MIKAEL LIND Sænski tónlistarmaðurinn gefur
út plötuna Alltihop á mánudag.