Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 20. mars 2009 35 Spænski hjartaknúsarinn Antonio Banderas hefur fest kaup á vínekru í föðurlandi sínu. Um helmingshlut er að ræða í glæsilegri 230 hektara vínekru við bakka Duero-árinnar í norður- hluta Spánar. Hinn 48 ára Band- eras hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um vín og ákvað að láta gamlan draum rætast með viðskiptunum. Leikarinn bætist þar með í hóp þekktra vínekrueigenda á Spáni á borð við kollega sína Michael Douglas og Gerard Depardieu og spænska söngvarann Joan Manuel Serrat. Keypti sér vínekru ANTONIO BANDERAS Spænski leikarinn hefur fest kaup á vínekru í föðurlandi sínu. Hljómsveitin Dikta hefur leigt sjónvarpsstöðinni MTV réttinn að nokkrum lögum sínum. Þau verða notuð í sjónvarps- þáttum sem MTV er að fram- leiða fyrir næsta vetur. „Það er trúnaðarmál sem ég má ekki ræða,“ segir söngvarinn Haukur Heiðar Hauksson um upphæð samningsins. Aðdragandinn er sá að Dikta var að spila í Los Angeles í ágúst í fyrra. Tónleikarnir gengu mjög vel en það var ekki fyrr en nokkru síðar sem MTV hafði samband. „Það var gaur frá MTV á staðnum og hann var gríðar- lega hrifinn og vildi leigja lögin,“ segir Haukur. Næstu tónleikar Diktu verða á Sódómu Reykja- vík í kvöld ásamt Jeff Who?. Þar mun sveitin spila ný lög af væntanlegri plötu sinni. Samningur trúnaðarmál DIKTA Hljómsveitin Dikta heldur tón- leika á Sódóma Reykjavík í kvöld ásamt Jeff Who?. MYND/REBEKKA GUÐLEIFSDÓTTIR Breska poppstjarnan Rihanna hefur verið töluvert á síðum slúðurblaðanna eftir að unn- usti hennar, Chris Brown, lagði hendur á hana áður en Grammy- verðlaunin voru afhent. Og nú er orðrómur á kreiki um að Rihanna muni jafnvel taka að sér hlutverk frægrar söngkonu í endurgerð The Bodyguard (Líf- vörðurinn). Svo skemmtilega vill til að sú sem lék aðalhlutverk- ið í upprunalegu myndinni var Whitney Houston en eiginmanni hennar, Bobby Brown, var nokk- uð laus höndin. Vefmiðlar hafa þó leyft sér að efast um að einhver fótur sé fyrir þessari sögusögn, menn sjái einfaldlega mikil líkindi í daglegu lífi Rihönnu og Whitney Houston og því fari svona sögur á kreik. Ef af verður má teljast ólíklegt að Kevin Costner end- urtaki leikinn frá því síðast enda eru 33 ár á milli hans og Rihönnu. Ekki það að slík- ur aldursmunur myndi stoppa Costner. Rihanna í Lífvörðinn Í BÍÓ Ríhanna er sögð vera í við- ræðum um að leika í endurgerð af The Bodyguard eða Lífverðinum sem Whitney Houston lék í á sínum tíma. Sænski tónlistarmaðurinn Mikael Lind gefur út plötuna Alltihop á mánudag. Hinn 28 ára Mikael hefur verið niður sokkinn í raftónlist frá þrettán ára aldri og heldur mikið upp á flytjendur á borð við Aphex Twin, Boards of Canada og Autechre. Honum finnst raftónlist þó hafa skort frumlegheit síðustu ár og hefur því leitað að innblæstri í klassískri tónlist og jafnvel poppi. Mikael, sem er tungumála- fræðingur að mennt, hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár og vinnur í bókabúð Máls og menningar. Nánari upplýsingar um hann má finna á Myspace.com/ mikaellind eða á bloggsíðu hans Mikaellind.blogspot.com. Gefur út Alltihop MIKAEL LIND Sænski tónlistarmaðurinn gefur út plötuna Alltihop á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.