Fréttablaðið - 20.03.2009, Side 62

Fréttablaðið - 20.03.2009, Side 62
42 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. á bíl, 6. íþróttafélag, 8. traust, 9. blástur, 11. samanburðartenging, 12. fyrirtak, 14. óbyggðir, 16. tveir eins, 17. reik, 18. skörp brún, 20. tveir eins, 21. göngulag. LÓÐRÉTT 1. þurrka út, 3. stefna, 4. sáldrar, 5. fiður, 7. hátign, 10. haf, 13. hreinn, 15. sjá eftir, 16. fjór, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. húdd, 6. fh, 8. trú, 9. más, 11. en, 12. ágæti, 14. öræfi, 16. ff, 17. rið, 18. egg, 20. rr, 21. rigs. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. út, 4. dreifir, 5. dún, 7. hágöfgi, 10. sær, 13. tær, 15. iðra, 16. fer, 19. gg. „Ég hef bara ekki leyfi til að tjá mig um þetta. Verkefnið er á undirbúningsstigi. En ég get stað- fest það að við erum að fara að gera auglýsingu fyrir Sony. Og, já, ég vona að hún endi með því að verða stór,“ segir Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri hjá viðburðafyrirtækinu True North. Risafyrirtækið Sony hefur verið með lið hér á landi til að athuga tökustaði fyrir auglýsingu sem þeir ráðgera að taka hér. Þeim innan hand- ar er True North. Leynd er um verkefnið og Helga Margrét gat ekki einu sinni upplýst um hvaða varning ætti að flytja til landsins til að auglýsa. Hópur- inn hefur farið um landið undanfarna daga. Og var meðal annars á Seyðisfirði um síðustu helgi til að skoða mögulega töku- staði. Finni Jóhannsson hjá True North var með í för og gat ekki staðfest annað en nákvæm- lega það í samtali við Fréttablaðið. Þótt verkefn- ið sé á undirbúningsstigi er áætlað að tökur hefjist fljótlega. Sony er þekkt fyrir glæsilegar auglýsinga- herferðir sínar og muna margir til dæmis framúrstefnu- lega leir-auglýsingu þar sem kanínur í öllum litum hoppuðu og skoppuðu í stór- borg og breyttu sér í allra kvik- inda líki. Þá átti Íslandsvinurinn Jose Gonzáles lag í einni her- ferðinni þar sem mislitir boltar voru í aðalhlutverki. - jbg, fgg Risavaxin Sony-auglýsing tekin á Íslandi HELGA MARGRÉT Staðfestir að til standi að taka upp stóra Sony-auglýsingu á Íslandi en frekari upplýs- ingar var ekki að fá. VÉLMENNI FRÁ SONY Algert hern- aðarleyndarmál er hvaða varningur það er sem Sony ætlar að auglýsa í tengslum við auglýsinguna sem verður tekin hér. LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hlusta aðallega á létta og notalega tónlist. Ég hlusta mest á Léttbylgjuna og svo stendur Friðrik Karlsson alltaf fyrir sínu.“ Sigurlaug G. Ingólfsdóttir, jógakennari og heilari. „Ég kaus hana, eða við stelpurn- ar, að mig minnir og við í utan- ríkisþjónustunni erum afskaplega glöð yfir því að geta stutt hana til góðra verka,“ segir Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vik- unni stendur til að Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir fari á stutt nám- skeið um Ísland og fræðist um það sem á hefur gengið í efnahagslífi þjóðarinnar áður en hún heldur út til Rússlands sem fulltrúi Íslands í Eurovision-keppninni. Þann fróð- leik fær Jóhanna hjá Össuri og hans fólki í utanríkisráðuneytinu. Utanríkisþjónustan býr yfir miklum og aðgengilegum fróð- leik um þau mál öll og María Björk Sverrisdóttir, talsmaður Eurovision-hópsins, sagði í samtali við Fréttablaðið að þar væri unnið að málinu. „Við erum að vinna að þessu saman enda viljum við hafa flottan fulltrúa fyrir Íslands hönd í Moskvu,“ segir María. Óhætt er að segja að Jóhanna fái storminn í fangið enda Ísland verið stöðugt í kastljósi fjölmiðla eftir að stóru bankarnir þrír sukku með manni og mús. Össur sjálfur var hins vegar ekki í nokkrum vafa um að Jóhönnu Guðrúnu ætti eftir að vegna vel. „Við vonum auðvitað að þetta verði sæmdar- og sig- urför. Hún hefur alla burði til að ná langt og þótt ég vilji ekki skapa of mikl- ar væntingar þá held ég að hún eigi eftir að koma á óvart,“ segir Össur. Auður Edda Jökulsdóttir, sendiráðunaut- ur í utanríkisráðuneytinu, segir að ráðuneytið hafi tekið vel í þessa bón enda sé utanríkisþjónustan bakhjarl listafólks sem fær tækifæri erlendis. En Auður óttast þó ekki að blaðamenn muni reyna að reka Jóhönnu á gat með spurningum um skilanefndir gömlu bank- anna og umdeilda net- reikninga. „Nei, við höfum verið í samskiptum við kynningarskrif- stofur sem hafa verið að koma íslenskri menn- ingu á fram- færi erlendis og þar virðist þetta fjármála- hrun ekki vera snertiflötur. Auðvitað getur hún verið spurð hvort við höfum nóg að borða eða getum hitað húsin okkar en þá er það auðvitað bara kærkomið tæki- færi til að útskýra fyrir blaða- mönnum að hér sé vel starfandi samfélag,“ segir Auður. Auður er sannfærð um að Jóhanna Guðrún verði mjög fram- bærilegur fulltrúi Íslands í Mos- vku. „Okkur finnst bara frábært af Jóhönnu og hennar fólki að vilja koma hingað og fræðast um þetta allt og erum bara þakklát fyrir að þau skuli hafa hugsað til okkar,“ segir Auður og upplýsir jafnframt að Jóhanna ætli sér að fræðast töluvert um rússneska menningu og hugsanagang. „Við munum miðla af þeirri sérfræðiþekkingu sem við búum yfir á því sviði og undirbúa hana þannig sem best fyrir Rússlandsferðina.“ freyrgigja@frettabladid.is ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON: GOTT AÐ GETA HJÁLPAÐ TIL Jóhanna Guðrún á nám- skeið í utanríkisráðuneytinu NÝTT MYNDBAND Jóhanna Guðrún var í tökum fyrir nýtt Eurovision-myndband í gær. Tökur fóru fram í upptökuveri Latabæjar en leikstjóri er Baldvin Z. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Jú, þetta eru sláandi fréttir. Ég var nú bara að sjá þetta rétt áðan í fréttunum,“ segir Björn Hlynur Haraldsson leikari um fráfall leik- konunnar Natöshu Richardson sem lenti í slysi á skíðasvæði í Kanada á mánudag. Vesturportshópurinn kynntist móður Natöshu Richardson, leik- konunni Vanessu Redgrave, náið þegar hann sýndi Rómeó og Júlíu úti í London. Móðir Natöshu varð strax í upphafi mikill aðdáandi sýningarinnar og mætti oft sem áhorfandi úti í sal. „Hún kom allt- af með fólk með sér, vini og fjöl- skyldumeðlimi og fann sig eigin- lega í einhverju mömmuhlutverki gagnvart hópnum sem var þarna í útlegð í London. Hún er frábær kona og yndisleg og bauð okkur meðal annars eitt skiptið heim í lambalæri. Við hittum ekki dótt- ur hennar, Natöshu, en ég er samt nokkuð viss um að hún hafi komið á sýninguna einu sinni með móður sinni,“ segir Björn Hlynur en systur Natöshu, leikkonuna Joely Richardson, sem hvað þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Julia í Nip/Tuck, hitti hópurinn einnig. „Það var reyndar í öðru samhengi en þetta fólk er allt mjög yndis- legt og hlýtt og móðirin sjálf einstök.“ Vanessa sjálf lék svo í uppfærslunni á Rómeó og Júlíu en um tíma voru gestaleikarar fengnir til að taka þátt lokaatriði verksins. Björn Hlynur segist að þar sem hann væri svo nýbúinn að frétta af þessu hörmulega slysi hafi hann ekki enn heyrt í öðrum meðlimum Vestur- ports sem eru ytra. Hann búist þó við því að Vesturports- fólkið muni senda Vanessu og fjöl- skyldu samúðarskeyti eða blóm. Natasha var eiginkona stórleikar- ans Liams Neeson og átti tvo syni en er sjálf af stórri ætt leikara í Bretlandi. „Redgrave-fjölskyld- an er svona hálfgerð konungsfjöl- skylda leikhússins í Bretlandi, mikið í sviðsljósinu og er mjög samheldin. Maður sá það einn- ig á heimilisbrag Vanessu og þau eru mikið fjölskyldufólk og halda nánum tengslum. Ég get ímyndað mér að þetta sé afar erfitt.“ - jma / sjá einnig síðu 36 Vesturport í sárum eftir fráfall Natöshu SAMHELDIN FJÖLSKYLDA Sérstakur vinskapur mynd- aðist með móður Natöshu, Vanessu Redgrave, og Vesturports hópnum. Hér sést hún ásamt systur Natöshu, Joely. Björn Hlynur Haraldsson segist sleginn yfir tíðindunum. Bjarni Haukur Þórsson, leikhússtjóri Loftkast- alans, stendur nú í ströngu við að semja við þá sem munu fara með helstu hlutverk í sumar- sýningunni Grease sem Selma Björnsdóttir mun leikstýra. Fer öll samn- ingagerð í gegnum FÍL en þar eru aðalmenn Randver Þor- láksson og Björn Ingi Hilmarsson. Ekki er búið að ganga frá neinum samningum en ein hugmyndin er sú að nokkrar stjörnur muni skipta með sér hlutverki söngvarans sem birtist „skvíkíklín“ í draumi tánings- stúlkunnar og er það enginn smá kvartett: Páll Óskar, Jógvan, Jónsi og Friðrik Ómar. Í dag ræðst hver vinnur baráttu- og bjart- sýnissöngvakeppni Óla Palla á Rás 2. Má heita merkilegt að hann skuli hafa fengið margar af helstu kanónum íslenskrar dægurtónlist- ar til að senda inn lag til keppninnar og þar fer vitaskuld fremstur Gunnar Þórðarson sem á lag þar við texta Jónasar Friðriks. Það eru Skugga- sveinar sem syngja, huldumenn og svo virðist sem þar fari fyrir flokki sjálfur Engilbert Jensen og Ðe Lónlí Blú Bojs-flokkurinn. En eftir því sem næst verður komist eru skuggasveinar Gunnar sjálfur, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson. Nakið faðmlag þeirra Auðuns Blöndal og Sverris Þór Sverrissonar vakti mikla athygli í síðustu viku en þessir fóstbræður féllust í faðma án neinna klæða í sjónvarpsþætti sínum. Augljóst er að þetta uppátæki hefur fært þá fjær karl- mennsku sinni því á morgun endurnýja þeir kynnin við testósterónið og fá til sín nokkrar fegurðardrottning- ar. - jbg, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI STOLT Össur Skarphéðinsson segist vera ákaf- lega stoltur yfir því að utanrík- isþjónustan geti orðið að liði hjá Eurovision-far- anum Jóhönnu Guðrúnu. MEIRA EN 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Græningja. 2 Makríl. 3 Guðjón Valur Sigurðsson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.