Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 64

Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans Í dag er föstudagurinn 20. mars, 79. dagur ársins. 7.28 13.35 19.44 7.12 13.20 19.29 Nýlega kynntist ég skemmtilegu borðspili sem nefnist Jenga. Spilið samanstendur af 54 ílöng- um trékubbum sem er raðað upp þremur og þremur saman í átján stæður, sem liggja þvert hver á aðra. Leikurinn gengur út á að leikmenn, sem geta verið nokkrir, skiptast á að fjarlægja einn kubb úr undirstöðunni og leggja hann ofan á stæðuna. Markmiðið er að láta stæðuna ná sem hæst. Hæng- urinn er sá að eftir því sem blokk- in hækkar og kubbunum í undir- stöðunum fækkar verður stæðan þeim mun óstöðugri og fellur að lokum um koll. LEIKURINN endar því ávallt á einn veg og þar sem hrunið er óumflýjanlegt stendur í raun- inni enginn uppi sem sigurvegari; markmiðið er að vera ekki sá sem fjarlægir kubbinn sem fellir stæð- una um koll. Þegar það gerist er kubbunum raðað aftur saman og byrjað upp á nýtt. Þetta er spenn- andi og taugatrekkjandi leikur, ein- hver heillandi togstreita í honum þar sem hrunið helst í hendur við uppbygginguna. Þegar ég spilaði hann í fyrsta sinn flögraði hins vegar að mér sú hugsun að ef til vill hafi Ísland lotið sömu grund- vallarreglum og Jenga. HÆGT og bítandi var hverri undir- stöðunni á fætur annarri kippt undan samfélaginu og raðað ofan á stæðuna með það að augnamiði að ná sem hæst. Og stæðan náði ansi hátt þegar mest lét. Þeir sem tóku þátt í leiknum – og þeir voru marg- ir – gleymdu hins vegar hvernig leikurinn er dæmdur til að enda. Grunnurinn hvíldi á sífellt færri stoðum og þegar loksins fór að hrikta í þeim gerðu þeir sem spil- uðu nákvæmlega það sama og í borðspilinu: fóru sér aðeins hægar – en héldu leiknum engu að síður áfram. Drógu næsta kubb var- lega úr grunninum og lögðu hann gætilega á toppinn; reyndu eftir fremsta megni að verða ekki sá sem fjarlægir kubbinn sem veltir stæðunni endanlega um koll. AÐ LOKUM gerðist hið óumflýj- anlega og blokkin hrundi. Smám saman erum við farin að safna kubbunum aftur saman og raða þeim upp á nýtt. Reynslunni rík- ari og sannfærð um að láta söguna ekki endurtaka sig. Það er auðvitað góðra gjaldra vert að vilja hleypa nýjum leikmönnum að borðinu, í stað þeirra sem sátu einir að veislukostinum meðan leikar stóðu sem hæst, og það er engin ástæða til að frýja þá ábyrgð. En það eitt og sér dugar ekki til. Hrunið er nefnilega innbyggt í spilið. Við þurfum fyrst og fremst að finna annan leik til að spila. Ekki aftur Jenga BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.