Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 18

Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 18
18 21. mars 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Grétar Mar Jónsson skrifar um nauðsyn- legan niðurskurð Það verður að skera niður bruðlið sem víða er í þjóðfélagi okkar, sér- staklega í opinbera geir- anum, og víða þarf að taka til. Í utanríkisþjónustunni þarf að skera niður að minnsta kosti um helming. Það þarf að selja húseignir og fækka aðgerðalaus- um eða aðgerðalitlum sendiherr- um víða um heim. Uppsagnir blasa víða við í opin- berum stofnunum og því þarf að gæta þess vel að rétt sé staðið að þeim og reyna eftir fremsta megni að minnka frekar starfshlutfall fólks á stórum sem smáum vinnu- stöðum en að beita uppsögnum. Sums staðar hefur tekist mjög illa til við uppsagnir, eins og suður á Keflavíkurflugvelli, hjá KEF ohf. Lítill sem enginn fyr- irvari var á uppsögnum, sem er brot á kjarasamningum og ekki síður siðlaust af íslenska ríkinu að standa að málum eins og gert var hjá öryggisvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það eiga mjög margir um sárt að binda, stöndum saman og hjálpum hvert öðru. Við skul- um hafa aðgát í nærveru sálar. Mörg sveitarfélög standa illa og því legg ég til að Alþingi tryggi með lögum að öll börn í grunnskólum fái fría máltíð einu sinni á dag fimm daga vikunnar. Við þurfum stjórnlaga- þing að kjósa til að end- urskoða stjórnarskrána. Við þurfum að gera land- ið að einu kjördæmi. Við þurfum að breyta kosningalög- um, kjósa forsætisráðherra beinni kosningu og tryggja að kjósend- ur viti hvers lags ríkisstjórn eða stjórnarmunstur verður til eftir kosningar. Kjósendur eiga að fá að stilla upp á lista í kosningum og við eigum að innleiða þjóðar- atkvæðagreiðslu í auknum mæli. Ég vara nýja ríkisstjórn við því að mismuna fyrirtækjum og ein- staklingum við uppgjör skulda. Allir skulu jafnir vera. Bankakerf- ið verður að fara að virka þannig að gömul og ný fyrirtæki fái eðli- lega fyrirgreiðslu til starfsemi. Nú sem aldrei fyrr þurfum við að standa saman um velferðar- kerfi okkar og tryggja þeim sem verst standa viðunandi lífsskilyrði næstu misseri. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi. Varðstaða um velferð UMRÆÐAN Siv Friðleifsdóttir skrifar um lög um nektar- dansstaði Nú í mars var tekið fyrir á Alþingi frumvarp sem ég flyt ásamt Árna Páli Árnasyni, Atla Gísla- syni, Kolbrúnu Halldórs- dóttur, Ástu R. Jóhann- esdóttur og Þuríði Backman. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og fjallar um svokallaða súlustaði. Í frumvarp- inu er lagt til að fella á brott und- anþáguheimild til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum. Eftir stendur þá fortakslaust bann við því að bjóða upp á nektarsýn- ingar eða gera með öðrum hætti út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru. Þegar Alþingi fór yfir sama mál í fyrra, sem Kol- brún Halldórsdóttir og fleiri þing- menn fluttu þá, bárust því níu umsagnir. Umsagnir jákvæðar Fimm umsagnaraðilar lýstu yfir stuðningi við efni frumvarps- ins, þ.e. Alþjóðahús, Jafnréttis- stofa, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaathvarfið og Rauði kross Íslands. Félag íslenskra stórkaup- manna, Lýðheilsustöð og Vinnu- eftirlitið tóku ekki afstöðu og Við- skiptaráð gerði ekki athugasemdir. Þeir fimm umsagnaraðilar sem tóku afstöðu og tjáðu sig lýstu þannig allir yfir stuðningi við efni frumvarpsins. Málefni súlu- staða voru fyrir nokkru í fjölmiðl- um í tengslum við leyfisveitingar. Þá lagðist lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu, sem er lögboð- inn umsagnaraðili um rekstrar- leyfi, gegn því að leyfi yrði veitt með ýmsum rökum og lagðist því leyfisveitandi (sýslumaður) gegn því að veita leyfi. Sú ákvörðun var kærð til dómsmálaráð- herra sem felldi úrskurð í málinu í maí á síðasta ári. Vegna annmarka á efnistökum var synjun um leyfisveitingu felld úr gildi. Málinu lyktaði með því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út nýja umsögn þar sem í ljósi úrskurðar dóms- málaráðuneytisins þótti ekki annað fært en að mæla með því að leyfi yrði veitt. Þverpólitísk samstaða borgarráðs Á sama tíma hafði borgarráð Reykjavíkurborgar til umfjöll- unar endurnýjuð leyfi fyrir tvo staði sem óskuðu báðir eftir að fá heimild til að bjóða upp á nektar- dans. Ráðið hafði áður samþykkt að mæla ekki með því að slík leyfi yrðu veitt. Þegar úrskurður dóms- málaráðuneytisins lá fyrir þótti borgarráði hins vegar ekki fært annað en að veita jákvæða umsögn og gerði það á fundi sínum í ágúst í fyrra með bókun. Í bókuninni kemur m.a. fram „Í borgarstjórn ríkir þverpólitísk samstaða um að vinna beri gegn klámvæðingu og því skorar borgarráð á Alþingi Íslendinga að breyta lögum þannig að sem fyrst fáist skýrar laga- heimildir til að koma í veg fyrir starfsemi nektardansstaða“. Frum- varpið, sem þingmenn Framsókn- arflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna flytja nú, er einmitt til þess fallið að taka af allan vafa. Verði það samþykkt er sú löggjöf sem eftir stendur skýr. Undan- þáguheimildin hyrfi og nektarsýn- ingarnar yrðu þar með af lagðar. Höfundur er alþingismaður. - Inn Fyrra Inntökupróf - sun. 5 / 4 / 09 - umsóknarfrestur til 31.mars Seinna Inntökupróf - lau. 6 / 6 / 09 - umsóknarfrestur til 1.júní Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Um 80% útskrifaðra nemenda fara áfram til náms á háskólastigi. www.myndlistaskolinn.is Leir og tengd efniMÓTUN MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ Mótun A-hluti og C-hluti - umsóknarfrestur til 1.júní Myndlista- og hönnunarsvið Mótun - leir og tengd efni Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast. Ný námsbraut - leið til BA gráðu við erlenda háskóla. MEIRA FYRIR NÁMSMENN! Landsbankinn veitir Námufélögum námsstyrki í tuttugasta sinn. Nánari upplýsingar og UMRÆÐAN Finnur Oddsson skrifar um arðgreiðslur Síðustu daga hefur nokkur umræða brotist út vegna ákvörð- unar um afkomu og arðgreiðslur fyrirtækja. Þar gætir ákveðinnar einföldunar eða ósanngirni, sem því miður er orðin einkennandi fyrir það viðhorf sem nú er um of ráð- andi gagnvart íslensku atvinnulífi. Á Íslandi eru starfrækt nokk- ur þúsund fyrirtæki í einkaeigu. Þessi fyrirtæki eru ný og gömul, stór og smá og í margs konar atvinnurekstri. Á þeim grundvall- ast framleiðsla vöru og þjónustu í hagkerfinu og þau veita tugþúsund- um Íslendinga atvinnu. Þessi fyrir- tæki eru bakbein íslensks efna- hagslífs og þeirrar velsældar sem landsmenn geta gert ráð fyrir að búa við. Fjárfesting í þessum fyrirtækj- um er nauðsynleg til að störf verði sköpuð, vara eða þjónusta framleidd og verðmæti búin til. Áhætta felst í slíkri fjárfestingu, en til hennar er stofnað í von um tekjur í formi arðs eða hækkun hlutafjár. Ef ekk- ert fjármagn fæst til atvinnurekstr- ar þá verður efnahagslíf drepið í dróma, fyrirtæki verða ekki til, atvinna ekki heldur og hvorki laun né launahækkanir verða bit- bein í slíkri framtíð enda hvorugt til staðar. Vegna atburða undanfar- inna missera hefur trúverðug- leiki atvinnulífs rýrnað umtalsvert og tortryggni gætir í garð fyrirtækja og forsvarsmanna þeirra. Of oft hefur verið gefið tilefni til slíks viðhorfs, en það er verk- efni og ábyrgð allra sem að atvinnulífi standa að læra af mis- tökum fortíðar og færa til betri vegar. Það er því miður að enn sé kynt undir tortryggni gagnvart atvinnurekstri. Með stóryrðum sem heyrst hafa frá forsvarsmönn- um ríkisstjórnar, eftirlitsstofnana og aðila vinnumarkaðar undan- farna daga má segja að enn frekar sé verið að reka fleyg milli atvinnu- rekenda og launþega. Varla er á það bætandi. Vegna þess andrúmslofts sem nú ríkir á Íslandi og þeirra rík- istryggðu kjara á innlánum sem bjóðast er fjárfesting í atvinnu- rekstri ekki eftirsóknarverð. Fórn- arkostnaður þess fjármagns sem bundið er í áhættusömu hlutafé er nú umtalsverður og því ljóst að hlut- hafar í fyrirtækjum eru einnig að færa fórnir með því að greiða út arð sem er langt innan þess vaxtastigs sem ríkir í hagkerfinu eða jafnvel engan. Vaxi ofangreindum viðhorfum fiskur um hrygg mun það verða til þess að fjárfesting í atvinnurekstri verði enn síður aðlað- andi. Um leið blasir við að erlent fjármagn mun ekki leita hingað í ríkum mæli á næstu misserum. Það er því raunveruleg hætta á skorti á fjármagni til atvinnurekstrar á Íslandi. Það mun koma niður á rekstri fyr- irtækja sem þegar eru starfrækt og þeirra sprota sem vonandi eru við það að koma upp á yfirborðið. Um leið er vegið að tilvistargrunni íslensks efnahagslífs, sem tæpast má við meiru. Viðskiptaráð kallar eftir áfram- haldandi uppbyggilegu samstarfi aðila vinnumarkaðar, fyrirtækja og stjórnvalda um að verja hags- muni atvinnureksturs og kjör laun- þega til lengri og skemmri tíma. Það er eðlilegt og sjálfsagt að bæði atvinnurekendur og launþegar gæti hófs í kröfum og væntingum og að hvor virði rétt hins til sanngjarns ávinnings. Aðeins þannig má gera ráð fyrir farsælli lausn ágrein- ingsmála sem nú eru uppi og betri framtíð fyrir íslensk heimili og fyr- irtæki. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viðhorf til stöðunnar? SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR Súlustaðir GRÉTAR MAR JÓNSSON FINNUR ODDSSON Undanþáguheimildin hyrfi og nektarsýningarnar yrðu þar með af lagðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.