Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 18
18 21. mars 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Grétar Mar Jónsson skrifar um nauðsyn- legan niðurskurð Það verður að skera niður bruðlið sem víða er í þjóðfélagi okkar, sér- staklega í opinbera geir- anum, og víða þarf að taka til. Í utanríkisþjónustunni þarf að skera niður að minnsta kosti um helming. Það þarf að selja húseignir og fækka aðgerðalaus- um eða aðgerðalitlum sendiherr- um víða um heim. Uppsagnir blasa víða við í opin- berum stofnunum og því þarf að gæta þess vel að rétt sé staðið að þeim og reyna eftir fremsta megni að minnka frekar starfshlutfall fólks á stórum sem smáum vinnu- stöðum en að beita uppsögnum. Sums staðar hefur tekist mjög illa til við uppsagnir, eins og suður á Keflavíkurflugvelli, hjá KEF ohf. Lítill sem enginn fyr- irvari var á uppsögnum, sem er brot á kjarasamningum og ekki síður siðlaust af íslenska ríkinu að standa að málum eins og gert var hjá öryggisvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það eiga mjög margir um sárt að binda, stöndum saman og hjálpum hvert öðru. Við skul- um hafa aðgát í nærveru sálar. Mörg sveitarfélög standa illa og því legg ég til að Alþingi tryggi með lögum að öll börn í grunnskólum fái fría máltíð einu sinni á dag fimm daga vikunnar. Við þurfum stjórnlaga- þing að kjósa til að end- urskoða stjórnarskrána. Við þurfum að gera land- ið að einu kjördæmi. Við þurfum að breyta kosningalög- um, kjósa forsætisráðherra beinni kosningu og tryggja að kjósend- ur viti hvers lags ríkisstjórn eða stjórnarmunstur verður til eftir kosningar. Kjósendur eiga að fá að stilla upp á lista í kosningum og við eigum að innleiða þjóðar- atkvæðagreiðslu í auknum mæli. Ég vara nýja ríkisstjórn við því að mismuna fyrirtækjum og ein- staklingum við uppgjör skulda. Allir skulu jafnir vera. Bankakerf- ið verður að fara að virka þannig að gömul og ný fyrirtæki fái eðli- lega fyrirgreiðslu til starfsemi. Nú sem aldrei fyrr þurfum við að standa saman um velferðar- kerfi okkar og tryggja þeim sem verst standa viðunandi lífsskilyrði næstu misseri. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi. Varðstaða um velferð UMRÆÐAN Siv Friðleifsdóttir skrifar um lög um nektar- dansstaði Nú í mars var tekið fyrir á Alþingi frumvarp sem ég flyt ásamt Árna Páli Árnasyni, Atla Gísla- syni, Kolbrúnu Halldórs- dóttur, Ástu R. Jóhann- esdóttur og Þuríði Backman. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og fjallar um svokallaða súlustaði. Í frumvarp- inu er lagt til að fella á brott und- anþáguheimild til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum. Eftir stendur þá fortakslaust bann við því að bjóða upp á nektarsýn- ingar eða gera með öðrum hætti út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru. Þegar Alþingi fór yfir sama mál í fyrra, sem Kol- brún Halldórsdóttir og fleiri þing- menn fluttu þá, bárust því níu umsagnir. Umsagnir jákvæðar Fimm umsagnaraðilar lýstu yfir stuðningi við efni frumvarps- ins, þ.e. Alþjóðahús, Jafnréttis- stofa, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaathvarfið og Rauði kross Íslands. Félag íslenskra stórkaup- manna, Lýðheilsustöð og Vinnu- eftirlitið tóku ekki afstöðu og Við- skiptaráð gerði ekki athugasemdir. Þeir fimm umsagnaraðilar sem tóku afstöðu og tjáðu sig lýstu þannig allir yfir stuðningi við efni frumvarpsins. Málefni súlu- staða voru fyrir nokkru í fjölmiðl- um í tengslum við leyfisveitingar. Þá lagðist lögreglustjórinn á höf- uðborgarsvæðinu, sem er lögboð- inn umsagnaraðili um rekstrar- leyfi, gegn því að leyfi yrði veitt með ýmsum rökum og lagðist því leyfisveitandi (sýslumaður) gegn því að veita leyfi. Sú ákvörðun var kærð til dómsmálaráð- herra sem felldi úrskurð í málinu í maí á síðasta ári. Vegna annmarka á efnistökum var synjun um leyfisveitingu felld úr gildi. Málinu lyktaði með því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út nýja umsögn þar sem í ljósi úrskurðar dóms- málaráðuneytisins þótti ekki annað fært en að mæla með því að leyfi yrði veitt. Þverpólitísk samstaða borgarráðs Á sama tíma hafði borgarráð Reykjavíkurborgar til umfjöll- unar endurnýjuð leyfi fyrir tvo staði sem óskuðu báðir eftir að fá heimild til að bjóða upp á nektar- dans. Ráðið hafði áður samþykkt að mæla ekki með því að slík leyfi yrðu veitt. Þegar úrskurður dóms- málaráðuneytisins lá fyrir þótti borgarráði hins vegar ekki fært annað en að veita jákvæða umsögn og gerði það á fundi sínum í ágúst í fyrra með bókun. Í bókuninni kemur m.a. fram „Í borgarstjórn ríkir þverpólitísk samstaða um að vinna beri gegn klámvæðingu og því skorar borgarráð á Alþingi Íslendinga að breyta lögum þannig að sem fyrst fáist skýrar laga- heimildir til að koma í veg fyrir starfsemi nektardansstaða“. Frum- varpið, sem þingmenn Framsókn- arflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna flytja nú, er einmitt til þess fallið að taka af allan vafa. Verði það samþykkt er sú löggjöf sem eftir stendur skýr. Undan- þáguheimildin hyrfi og nektarsýn- ingarnar yrðu þar með af lagðar. Höfundur er alþingismaður. - Inn Fyrra Inntökupróf - sun. 5 / 4 / 09 - umsóknarfrestur til 31.mars Seinna Inntökupróf - lau. 6 / 6 / 09 - umsóknarfrestur til 1.júní Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Um 80% útskrifaðra nemenda fara áfram til náms á háskólastigi. www.myndlistaskolinn.is Leir og tengd efniMÓTUN MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ Mótun A-hluti og C-hluti - umsóknarfrestur til 1.júní Myndlista- og hönnunarsvið Mótun - leir og tengd efni Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast. Ný námsbraut - leið til BA gráðu við erlenda háskóla. MEIRA FYRIR NÁMSMENN! Landsbankinn veitir Námufélögum námsstyrki í tuttugasta sinn. Nánari upplýsingar og UMRÆÐAN Finnur Oddsson skrifar um arðgreiðslur Síðustu daga hefur nokkur umræða brotist út vegna ákvörð- unar um afkomu og arðgreiðslur fyrirtækja. Þar gætir ákveðinnar einföldunar eða ósanngirni, sem því miður er orðin einkennandi fyrir það viðhorf sem nú er um of ráð- andi gagnvart íslensku atvinnulífi. Á Íslandi eru starfrækt nokk- ur þúsund fyrirtæki í einkaeigu. Þessi fyrirtæki eru ný og gömul, stór og smá og í margs konar atvinnurekstri. Á þeim grundvall- ast framleiðsla vöru og þjónustu í hagkerfinu og þau veita tugþúsund- um Íslendinga atvinnu. Þessi fyrir- tæki eru bakbein íslensks efna- hagslífs og þeirrar velsældar sem landsmenn geta gert ráð fyrir að búa við. Fjárfesting í þessum fyrirtækj- um er nauðsynleg til að störf verði sköpuð, vara eða þjónusta framleidd og verðmæti búin til. Áhætta felst í slíkri fjárfestingu, en til hennar er stofnað í von um tekjur í formi arðs eða hækkun hlutafjár. Ef ekk- ert fjármagn fæst til atvinnurekstr- ar þá verður efnahagslíf drepið í dróma, fyrirtæki verða ekki til, atvinna ekki heldur og hvorki laun né launahækkanir verða bit- bein í slíkri framtíð enda hvorugt til staðar. Vegna atburða undanfar- inna missera hefur trúverðug- leiki atvinnulífs rýrnað umtalsvert og tortryggni gætir í garð fyrirtækja og forsvarsmanna þeirra. Of oft hefur verið gefið tilefni til slíks viðhorfs, en það er verk- efni og ábyrgð allra sem að atvinnulífi standa að læra af mis- tökum fortíðar og færa til betri vegar. Það er því miður að enn sé kynt undir tortryggni gagnvart atvinnurekstri. Með stóryrðum sem heyrst hafa frá forsvarsmönn- um ríkisstjórnar, eftirlitsstofnana og aðila vinnumarkaðar undan- farna daga má segja að enn frekar sé verið að reka fleyg milli atvinnu- rekenda og launþega. Varla er á það bætandi. Vegna þess andrúmslofts sem nú ríkir á Íslandi og þeirra rík- istryggðu kjara á innlánum sem bjóðast er fjárfesting í atvinnu- rekstri ekki eftirsóknarverð. Fórn- arkostnaður þess fjármagns sem bundið er í áhættusömu hlutafé er nú umtalsverður og því ljóst að hlut- hafar í fyrirtækjum eru einnig að færa fórnir með því að greiða út arð sem er langt innan þess vaxtastigs sem ríkir í hagkerfinu eða jafnvel engan. Vaxi ofangreindum viðhorfum fiskur um hrygg mun það verða til þess að fjárfesting í atvinnurekstri verði enn síður aðlað- andi. Um leið blasir við að erlent fjármagn mun ekki leita hingað í ríkum mæli á næstu misserum. Það er því raunveruleg hætta á skorti á fjármagni til atvinnurekstrar á Íslandi. Það mun koma niður á rekstri fyr- irtækja sem þegar eru starfrækt og þeirra sprota sem vonandi eru við það að koma upp á yfirborðið. Um leið er vegið að tilvistargrunni íslensks efnahagslífs, sem tæpast má við meiru. Viðskiptaráð kallar eftir áfram- haldandi uppbyggilegu samstarfi aðila vinnumarkaðar, fyrirtækja og stjórnvalda um að verja hags- muni atvinnureksturs og kjör laun- þega til lengri og skemmri tíma. Það er eðlilegt og sjálfsagt að bæði atvinnurekendur og launþegar gæti hófs í kröfum og væntingum og að hvor virði rétt hins til sanngjarns ávinnings. Aðeins þannig má gera ráð fyrir farsælli lausn ágrein- ingsmála sem nú eru uppi og betri framtíð fyrir íslensk heimili og fyr- irtæki. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viðhorf til stöðunnar? SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR Súlustaðir GRÉTAR MAR JÓNSSON FINNUR ODDSSON Undanþáguheimildin hyrfi og nektarsýningarnar yrðu þar með af lagðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.