Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 2
2 23. mars 2009 MÁNUDAGUR Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA LÖGREGLUMÁL Aldís Wester- gren fannst látin í Langavatni, austan við Grafarholtshverfi í Reykjavík, eftir hádegið á laugardag- inn var. Aldís- ar hafði verið saknað frá 24. febrúar og hafði leit stað- ið yfir síðan, með hléum þó vegna veðurs og aðstæðna. Þyrla Land- helgisgæslunnar fann Aldísi en þyrlan var við leit ásamt björgun- arsveitarmönnum frá Slysavarna- félaginu Landsbjörgu og beind- ist leitin sérstaklega að svæðinu nálægt Reynisvatni. Lögregl- an þakkar öllu leitarfólki fyrir aðstoðina. - ghs Aldís Westergren: Fannst látin í Langavatni ALDÍS WESTERGREN SKIPULAGSMÁL Viðræður eru í gangi um að koma á fót bráðabirgða- aðstöðu fyrir gufubað á Laugar- vatni í sumar. Viðræður standa yfir um afnot af húsnæði, en niður- staða liggur ekki fyrir. Gufa ehf., sem hyggur á rekstur heilsulindar á svæðinu, kemur ekki að vinnu við mögulega bráðabirgðaaðstöðu. „Það er verið að skoða mögu- leikana á því að koma upp bráða- birgðaaðstöðu. Sú athugun er í fullum gangi og í sjálfu sér ekkert meira um málið að segja á þessari stundu,“ segir Hafþór Guðmunds- son, hjá Hollvinasamtökunum. Ekki hefur verið gufubað við Laugarvatn síðan 2007 þegar gamla aðstaðan var rifin. Fyrir- hugað er að reisa nýja og glæsi- lega heilsulind á svæðinu og gerðu fyrstu áætlanir ráð fyrir að hægt yrði að opna aðstöðuna í fyrra- haust. Kristján Einarsson, fram- kvæmdastjóri Gufu ehf., sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrra, að mögulega yrði hægt að hefja starf- semi vorið 2010. Kristján segir fyrirtækið ekki koma að hugmyndum um bráða- birgðaaðstöðu, en hann vonist til að hægt verði að fara í gufu á Laugarvatni í sumar. „Þetta er með skilningi okkar, ef af verður. Við viljum viðhalda gufumenning- unni á staðnum.“ Kristján segir lán í óláni að framkvæmdir hafi ekki verið hafnar fyrir lánsfé þegar krepp- an skall á í fyrra. Fyrirtækið eigi sitt hlutafé og verið sé að vinna að því að auka það. Fullur hugur standi til að fara í verkefnið um leið og hægt er. Hann segist ekki geta sagt hvenær það verði, enda gangi hægar með fjármögnun nú vegna ástandsins. „Við erum vongóðir um að það komi inn nýir aðilar, en ástand- ið núna er þannig að fjármagn er ekki beint á lausu. En sem betur fer fórum við ekki af stað í fyrra með stór erlend lán á framkvæmd- inni. Stór hluti væri þá farinn núna.“ Hafþór tekur undir það og segir víða leitað fanga eftir fjármagni. „Það eru allar teikningar tilbún- ar og um leið og við fáum fjár- magn inn í verkið getum við haf- ist handa.“ Vegur um Lyngdalsheiði var boðinn út í maí í fyrra og eru verk- lok áætluð árið 2010. Aðstandend- ur gufubaðsins vonast til þess að með honum verði styrkari stoðum skotið undir rekstur gufubaðsins. kolbeinn@frettabladid.is Vilja gufubað við Laugarvatn í sumar Unnið er að því að koma á fót bráðabirgðaaðstöðu fyrir gufubað við Laugar- vatn í sumar. Áform um uppbyggingu hafa tafist en eru enn í fullum gangi og leitað er að fjárfestum. Vonast til að nýr vegur styrki fyrirhugaðan rekstur. LAUGARVATN Unnið er að því að opna bráðabirgðaaðstöðu fyrir gufubað á Laugar- vatni í sumar. Framkvæmdir við nýja aðstöðu eru ekki hafnar, en unnið er að því að auka hlutafé. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUFAN Ekki hefur verið aðstaða til gufu- baðs á Laugarvatni síðan 2007. MYND/SUNNLENSKA Vara við svikapósti Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra varar við tölvupósti sem borist hefur frá erlendum aðilum. Svikin ganga út á að viðkomandi taki við fé á banka- reikning og millifæri áfram. . LÖGREGLUMÁL Ögmundur, ætlar þú að setja Mayo í salt? „Ja, við þurfum ekki salt í uppskrift- ina. Við þurfum bara að vita hver uppskriftin er.“ Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill vita til hvers Salt Investments ætlast af hinu opinbera áður en hann blessar hugmyndir félagsins og Mayo Clinic um innflutning á sjúklingum. Bílskúr við Laugaveg brann Eldur kom upp í bílskúr á baklóð við Laugaveg 128 laust fyrir klukk- an ellefu í gærmorgun. Allt brann í Bílskúrnumr. Eldsupptök eru ókunn en að sögn talsmanns slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu bendir margt til íkveikju. LÖGREGLUMÁL Tveir vélsleðamenn féllu ofan í gil austan við Sandfell í Öxarfirði rétt upp úr klukkan tvö í gær. Mennirnir voru á ferð ásamt fleiri vélsleðamönnum. Annar mannanna var meðvitundarlaus þegar komið var að honum. Hann komst þó fljótt aftur til meðvitundar. Þyrla landhelgisgæslunnar, TF Gná, var kölluð á vettvang og flutti hún mennina á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Að sögn lögreglunnar á Húsavík eru þeir ekki taldir alvarlega slasaðir. Sleðar þeirra voru ökufærir og var þeim ekið til byggða. - ve Vélsleðaslys í Öxarfirði: Vélsleðamenn féllu ofan í gil SJÁVARÚTVEGUR Umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins um mjölvinnslu Eskju hf. á Eskifirði hefur dregið dilk á eftir sér. Í þættinum, sem Fréttaauki Sjónvarps fjallaði um í gær, er rætt við þá Hauk Björns- son framkvæmdastjóra og nafna hans Jónsson verksmiðjustjóra. Eftir sýningu þáttarins ytra fór Þorsteinn Kristjánsson eigandi til fundar við norska viðskiptavini til að fullvissa þá um að sjónarmið starfsmannanna væru ekki stefna fyrirtækisins. Haukur Jónsson starfar enn hjá fyrirtækinu en ekki sem verk- smiðjustjóri. en Haukur Björnsson lét af störfum sem framkvæmda- stjóri 9. mars. Þorsteinn tók við af honum og segir eingöngu um skipulagsbreytingar að ræða. Í yfirlýsingu sem Eskja sendi frá sér til viðskiptavina sinna á ensku þann dag, en ekki var dreift til fjölmiðla, segir hins vegar að skipulagsbreytingarnar séu nauð- synlegar til að „endurreisa traust á fyrirtækinu hjá viðskiptavin- um þess og til að takast á við þær alvarlegu aðstæður sem komu upp í kjölfar sænska sjónvarps- þáttarins Uppdrag Granskning 25. febrúar“. Í annarri yfirlýsingu segir Þorsteinn að sænski sjónvarps- maðurinn hafi komið á fölskum forsendum og því velt upp hvort framkoma hans og úrvinnsla efnis brjóti siðareglur sænskra blaða- manna. - kóp Framkvæmdastjóri Eskju hættir vegna sænsks sjónvarpsþáttar: Svara fyrir sjónvarpsþátt ESKIFJÖRÐUR Koma sænskra sjónvarps- manna þangað dregur dilk á eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Theo Hoen verður for- stjóri sameinaðs fyrirtækis Marel Food Systems og Stork Food System. Hann hefur verið forstjóri síðarnefnda fyrirtæk- isins. Hörður Arnarson læ tur af störfum sem forstjóri, sam- kvæmt tilkynningu félagsins í gær. Marel keypti Stork Food Systems á síðasta ári og ætlun- in er að auka arðsemi félagsins með samlegð af samruna fyrir- tækjanna. Með þessu færist áherslan enn frekar á erlenda starfsemi fyrirtækisins og þetta gæti skoðast sem liður í að færa það úr landi. Ætlunin er þó að hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins áfram hér á landi. Sigursteinn Grétarsson, framkvæmdastjóri Marel ehf., tekur sæti í fram- kvæmdastjórn félagsins. - kóp Marel Food Systems: Theo Hoen verður forstjóri FORSTJÓRARNIR Hörður Arnarson og Theo Hoen sem nú tekur við starfi forstjóra Marel Food Systems samstæð- unnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þrír myrtir í Tromsø Norska lögreglan hefur handtekið 38 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa myrt þrjá í Tromsø í Nor- egi. Þremenningarnir fundust látnir í íbúð mannsins síðdegis í gær. Maður- inn segist sjálfur hafa myrt fólkið. NOREGUR STJÓRNMÁL Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs samþykkti í gær ályktun þess efnis að flokkurinn sækist eftir því að mynda félagshyggjustjórn að lokn- um kosningum í vor. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að sá andi hafi svifið yfir vötn- um á allan hátt og sé í anda setning- arræðu sinnar. Menn hafi ekki viljað tala neina tæpitungu í þeim efnum. „Það er mjög mikilvægt á þeim erfiðu tímum sem við göngum í gegnum að ríkisstjórn landsins starfi í þágu jöfnuðs og réttlætis,“ segir í ályktuninni. „Vinstri græn hafa ekki eytt síðustu vikum í að taka til í landi sem er rjúkandi rúst- ir eftir nýfrjálshyggjustefnu hægri- sinnaðra stjórnvalda, til þess eins að sjá Sjálfstæðisflokkinn aftur í ríkis- stjórn eftir stutt hlé á 18 ára valda- setu.“ Steingrímur segir að vinstri grænir útiloki ekki stjórnarsam- starf með Sjálfstæðisflokknum um aldur og ævi en eins og staðan sé nú sé mjög skýr áhersla á að fara ekki í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar. Landsfundinum lauk ekki fyrr en í gærkvöld. Steingrímur segir að landsfundurinn hafi verið „of dug- legur ef hægt er að setja út á hann. Málin voru svo mörg að afgreiðslan tók langan tíma.“ Landsfundurinn ályktaði meðal annars að Íslandi væri best borg- ið utan ESB og að aðild Íslands að ESB ætti að leiða til lykta í þjóðar- atkvæðagreiðslu. - ghs TALAÐ TÆPITUNGULAUST Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir að vinstri græn vilji vinstrisamstarf eftir kosningar og tali ekki neina tæpitungu í þeim efnum. Landsfundur Vinstri grænna sendi frá sér ályktun um stjórnarsamstarfið: Vinstristjórn eftir kosningar Ekki byrgja barnavagna Ekki ætti að láta ungabörn sofa úti í byrgðum vagni í kulda og vondu veðri segir í nýju fræðsluefni sem Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarna- hússins, vann ásamt lækni og hjúkr- unarfræðingi á Miðstöð heilsuverndar barna. Herdís segir að lítil loftskipti verði í byrgðum vögnum og það sé óhollt börnunum. HEILBRIGÐISMÁL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.