Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 28
 23. MARS 2009 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng Mörg okkar tengja fulla skál af kornflexi eða All-Bran við holl- ustu og heilsusamlegt líf. Þar gætum við þó verið á villigötum ef marka má litla grein sem birt- ist á danska fréttavefnum Politik- en.dk 20. mars síðastliðinn en þar er bent á sykurinnihald mismun- andi morgunkorns. Í töflu sem birt er með fréttinni kemur fram að í venjulegu korn- flexi eru um 8 prósent af sykri, 10 prósent í Rice Crispies en 17 pró- sent í venjulegu Special K korn- flexi. Örlítið minna, eða 13 pró- sent, er af sykri í heilkorna Special K kornflexi en 23 prósent í Speci- al K Red Berries. Einnig kemur á óvart að í venjulegu All-Bran eru 22 prósent sykur, 27 prósent í All- Bran Apple & Fig og í All-Bran Plus eru 17 prósent sykur. Ekki er því allt sem sýnist þegar velja á hollan morgunverð en greinina má nálgast á www.pol- itiken.dk/tjek/dagliliv. - rat Sælgæti eða hollusta Ávaxtasalat er almennt talið vera hollur og góður morgunverður. Paprikur eru fullar af vítamínum en í þeim eru A, B og C-vítamín auk steinefna og trefja. Rauð papr- ika inniheldur til dæmis þrefalt meira C-vítamín en appelsína og í grænni papriku er tvöfalt meira af C-vítamíni en í appelsínu. Best er að geyma paprikur við átta til tólf gráðu hita en þær lin- ast fyrr ef þær eru geymdar í kulda. Grænar paprikur geymast lengst. Þó má frysta paprikur eftir að hafa skolað þær vel og fjarlægt himnur og fræ. Best er að skera þær niður í sneiðar eða bita í fryst- inn og neyta þeirra strax eftir að þær þiðna. Af paprikunni er allt ætt nema stilkurinn, himnurnar og fræin sem geta verið bragðsterk. Nánar má fræðast um íslenskt grænmeti og meðhöndlun þess á vefsíðunni www.islenskt.is. - rat C vítamín-ríkari en appelsínur Paprikur eru ríkar af steinefnum og trefjum auk þess að innihalda A, B og C-vítamín. NORDICPHOTOS/GETTY Lýðheilsustöð og Slysavarnaráð standa fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 25. mars á Grand hóteli við Sigtún. Yfirskrift fundar- ins er Ofbeldi og slys á börnum. Á fundinum verða fjórir fyrirlestrar. Brynj- ólfur Mogensen, yfirlæknir á slysa- og bráða- sviði Landspítala Háskólasjúkrahúss, fjall- ar um slys á börnum; Sigrún Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri slysavarnasviðs Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, fjallar um slysa varnir fyrr og nú; Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi Barnaverndarstofu, fjallar um ofbeldi gegn börnum og íhlutun á grundvelli barnavernd- arlaga; Jenný Ingudóttir, verk efnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, talar um áverkavarnir í ljósi lýðheilsu. Eftir fundinn gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna en fundarstjóri verðu Eva María Jónsdóttir, dagkrárgerðarmaður hjá RÚV. Þátttakendur verða að skrá sig á fund- inn fyrir klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 24. mars. Þáttökugjald er 2.000 krónur og er morgunverðarhlaðborð innifalið. Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning og skal merkja sem „slysavarnir“. - rat Ofbeldi og slys á börnum Meðal þess sem rætt verður á fundinum á Grand hóteli á miðvikudag eru slys á börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.