Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 46
26 23. mars 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. umrót, 6. kringum, 8. keyra, 9. skyggni, 11. þófi, 12. slór, 14. högg, 16. tónlistarmaður, 17. erfiði, 18. blundur, 20. hef leyfi, 21. fyrirhöfn. LÓÐRÉTT 1. rell, 3. samtök, 4. milligerð, 5. frostskemmd, 7. sæfrauð, 10. fugla- hljóð, 13. þunnur vökvi, 15. klúryrði, 16. nögl, 19. guð. LAUSN „Það kom okkur á óvart hversu miklar tilfinningar allir sem hlut áttu að máli lögðu í verkefnið. Og trúðu á það allt til enda,“ segir Morten Runge, danskur blaða- maður. Bókin um Nyhedsavisen er að streyma glóðvolg úr prentsmiðj- unni. Alt går efter planen - Sagaen om Nyhedsavisen, eða Allt sam- kvæmt áætlun. Fjórir fyrrverandi blaðamenn Nyhedsavisen skrifa bókina; Morten, Rune Skyum- Nielsen, Rasmus Karkov og Niels Kristian Holst. Að sögn Mortens ákváðu þeir að skrifa bókina 1. september, þegar ljósin voru slökkt hinsta sinni á ritstjórnarskrifstof- um Nyhedsavisen. „Við lukum við hana um miðjan febrúar og hún er nú að koma úr prentsmiðjunni. Þetta er heillandi saga. Og þótt þarna sé engin sprengja, ekkert eitt sem kollvarpar hugmyndum manna um hví fór sem fór, þá er heildarmyndin afar athyglisverð. Hvernig fjárfestar komu að þessu úr öllum áttum og svo tengslin þeirra á milli. Já, við reyndum að elta peningana þótt við höfum ekki náð að fylgja þeim allt til enda,“ segir Morten gráglettinn. Við gerð bókarinnar ræddu höf- undar við milli 30 til 40 manns og suma oft. Morten segir engan hafa færst undan því, síst þegar þeir heyrðu að þessi og hinn væri til viðtals. Vildu þá koma sínum sjón- armiðum að einnig. Fyrir Íslend- inga er ekki síst athyglisvert að sjá tenginguna við íslensku útrásina. Nú liggur fyrir að Danir hafa stað- ið í dagblaðaútgáfu ólíkt lengur en Íslendingarnir sem komu skyndi- lega blaðskellandi og vildu kenna Dönum hvernig á að búa til blöð. „Já, akkúrat. Við héldum að þeir kæmu með fjármagnið og módel- ið en við legðum til blaðamennsk- una,“ segir Morten spurður hvort þarna megi ekki greina eitthvað þar sem jaðrar við mikilmennsku- brjálæði, eða hybris. Í bókinni eru kaflar um ástandið á Íslandi. Sagan hefst þar. Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Smári Egilsson fóru að tala saman og horfðu til Köben. „Okkur þykir athyglisvert að fjölmargir vöruðu við hinu íslenska efnahagsundri. Að þetta væri bóla. En viðvaran- irnar komu einkum frá Danmörku og því vildu menn skella skollaeyr- um við,“ segir Morten – spenntur að vita hverjar viðtökurnar verða á Íslandi. jakob@frettabladid.is MORTEN RUNGE: BÓKIN UM NYHEDSAVISEN KOMIN ÚT Í DANMÖRKU Íslendingar komu blaðskell- andi á danskan blaðamarkað GUNNAR SMÁRI OG SVENN DAM Íslend- ingarnir vildu kenna Dönum að búa til blöð og sagan hófst þegar Gunnar Smári og Jón Ásgeir fóru að ræða blaðaútgáfu og Danmörku í sömu andrá. Smári var forstjóri Dagsbrúnar og í Danmörku fannst naglinn Dam til að taka að sér stöðu forstjóra 365 Media Skandinavia. „Það er bara verið að opna stærsta skemmtistað landsins. Tvö þúsund fermetrar af fjöri,“ segir Einar Bárðarson umboðsmaður Íslands fjallbrattur. Um næstu helgi verður opnaður Officeraklúbburinn á gamla beisn- um og ekki vantar að öllu sé til tjaldað. Skítamórall hefur leikinn og svo taka Stuðmenn við boltan- um. Herbert Guðmundsson verð- ur sérlegur gestur sem og diskó- dúettinn Þú og ég eða þau Helga Möller og Jóhann Helgason. „Að ógleymdum þýska teknónasistan- um og tjúttaranum Micka Frurry. Hann flýgur alla leið frá Köln til að taka þátt í veislunni. Sko, þeir sem hafa séð Micka Frurry gleyma því ekki. Annaðhvort þurfa menn að láta skipta um hláturtaugar í sér eða þeir vita ekkert hvað er í gangi. Og enn er von á að dagskráin fitni. Ég er ekkert hættur að bóka,“ segir Einar. Til stóð að opna klúbbinn um síðustu helgi en ekkert varð af því. Þess í stað verður opnað með látum þann 28. þessa mánaðar. „Það er rosalega mikið að pússa þarna. Þetta er stórt og glæsi- legt hús og verið að gera þetta vel,“ segir Einar kominn í gamla haminn. - jbg Einar opnar Officeraklúbbinn með látum „Jú, það er nú sama- sem merki þar á milli, það er að segja að auk- inn áhugi fólks skili sér í aukinni sölu,“ segir Heiðar I. Svansson hjá Forlaginu. Forlagið hefur endur- útgefið Kama Sutra eftir breska kynlífs- fræðinginn Anne Hopper og segir í til- kynningu að það sé vegna aukinna vin- sælda. Í bókinni eru settar fram kenning- ar fornra erótískra meistaraverka og prýð- ir bókina fjöldi ljós- mynda sem sýna stell- ingarnar sem lýst er í fornum austurlensk- um ritum. Jú, ályktunin sem Hreiðar vekur athygli á er svipuð og segja himininn bláan. Aukinn áhugi lýsir sér líkast til í aukinni sölu en hvað veldur þessum áhuga núna? Kynlíf hefur stundum verið kallað ópera fátæka mannsins með vísan til þess að alla jafna er þetta ódýr skemmtun. „Jú, og þegar bækur eru á jafn góðu verði og þær eru í dag eru þær konfekt fátæka mannsins. Og um leið opna þær honum leið og færa honum gott veganesti til áframhaldandi sparnaðar með ódýrri skemmtun heima fyrir,“ segir Heiðar. - jbg Kama Sutra vinsæl í kreppunni KAMA SUTRA Vinsæl í kreppunni enda konfekt fátæka manns- ins að sögn Forlagsmanna. HEIÐAR I. SVANSSON Kama Sutra er gott veganesti til áframhald- andi sparnaðar með ódýrri skemmtun heima fyrir. ÞÚ OG ÉG Fjölmargir skemmtikraftar koma fram við opnuna, þeirra á meðal Þú og ég, Stuðmenn, Skímó, Hebbi og Micka Frurry. „Mér finnst þetta bara alveg frábært hjá henni og það eru skemmtilegir liðsfélagar sem hún er með. Þessi áhugi á Gettu betur kom mér ekkert á óvart því hún hefur fylgst með keppninni í gegnum tíðina og haft gaman af. Það er fínt að fá fleiri stelpur í keppnina, það þarf bara enn þá fleiri.“ Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, móðir Auðar Tinnu Aðalbjarnardóttur sem hefur vakið eftirtekt í liði MH í Gettu betur. EINAR BÁRÐ- ARSON Stendur nú í ströngu við að opna stærsta skemmtistað landsins - 2000 fermetra af fjöri. ÝSA Í RASPI, MARINERAÐAR FISKSTEIKUR OG ALLIR FISK RÉTTIR. ALLIR FISKRÉTTIR KR/KG Auglýsingasími Skemmtikrafturinn og auglýsinga- leikarinn Jón Gnarr sést nú spóka sig á götum borgarinnar með lítinn minkahund upp á arminn. Jón er hæstánægður með nýja félagann sem fengið hefur nafnið Tobbi. Þó hundurinn sé fremur lítill og ræfilslegur hyggst grínistinn kunni hafa eins mikil not af honum og mögulegt er. Þannig ætlar hann að skrá Tobba á veiði- námskeið sem allra fyrst og finna svo öll þau námskeið sem mögulega bjóðast. Guðmundur Steingrímsson hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann eignaðist sitt annað barn fyrir skemmstu með unnustunni Alexíu Björgu Jóhannesdóttur leikkonu og berst fyrir þingsæti undir merkjum Framsóknarflokksins í Norðvestur- kjördæmi. Þess utan var Guð- mundur að klára plötu með félögum sínum í hljómsveitinni Ske. Platan kemur út á næstu vikum og hefur fengið nafnið Love for you all. Ekki fylgir sögunni hvort sá titill sé einkennandi fyrir framboð Guðmundar. Vorfagnaður Boot Camp var haldinn á Grand hóteli á laugar- dagskvöldið. Þar voru samankomin mörg af hrikalegustu vöðvafjöll- um landsins og ekki var fituörðu að sjá á nokkrum manni. Meðal nafntogaðra gesta var söngvar- inn Sverrir Bergmann sem æft hefur stíft undanfarin misseri. Sverrir fór fyrir Boot Camp-bandinu sem skemmti gestum ásamt plötusnúða- dúettinum Gullfossi og Geysi. -hdm FRÉTTIR AF FÓLKI MORTEN RUNGE Höfundar bókarinnar lögðu nokkra vinnu í að kanna innbyrðis tengsl ólíkra fjárfesta að Nyhedsavisen. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR LÁRÉTT: 2. rask, 6. um, 8. aka, 9. der, 11. il, 12. droll, 14. spark, 16. kk, 17. púl, 18. lúr, 20. má, 21. ómak. LÓÐRÉTT: 1. nudd, 3. aa, 4. skilrúm, 5. kal, 7. merskúm, 10. rop, 13. lap, 15. klám, 16. kló, 19. ra. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Róbert Wessmann. 2 Ragnar Kjartansson. 3 Dmítrí Medvedev.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.